Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 7. ágúst 2025 19:13 Vísir/Samsett Hið svokallaða fyrsta bankarán á Íslandi árið 1975 sem fjallað var um í dag vegna þess að ræninginn gaf sig fram við lögregluna á liðnu sumri, reynist ekki vera fyrsta bankarán landsins. Hið raunverulega fyrsta bankarán landsins gæti hafa verið framið í nóvember ársins 1972 af óprúttnum tíu ára húsvarðarsyni. Húsvarðarsonurinn og tveir félagar hans á aldrinum tíu til þrettán ára brutust inn í kjallara Sparisjóðs Mýrasýslu á Borgarnesi og höfðu á brott 25 þúsund króna virði af ólögleglum 25 króna seðlum. Það jafngildir tæpum 300 þúsund krónum í dag. Snjáð bankaránsþýfi í snjónum Ellý Hauksdóttir, uppalinn Borgfirðingur, var tíu ára þegar umrætt rán var framið og þekkti sökudólganna. Ekki nóg með það heldur á hún enn hluta þýfisins. Hún segist hafa verið að leika sér í snjónum við Héríhöllina frægu þegar hún rak augun í snjáða 25 króna seðil í snjónum. Eftir að hafa kembt svæðið fann hún nokkra til viðbótar. Héríhöllin fræga í miðbæ Borgarness.Héraðsskjalasafn Borgfirðinga Samkvæmt fréttabúti sem birtist í Morgunblaðinu þann sextánda nóvember 1972 var komist upp um þrjá pilta, á aldrinum tíu til þrettán ára, sem brutust inn í kjallara Sparisjóðs Mýrasýslu í Borgarnesi og stálu ólöglegum 25 króna seðlum að andvirði 25 þúsunda króna. Seðlarnir höfðu verið teknir úr umferð og að því er Ellý segir höfðu piltarnir auðvelt aðgengi að þeim. Höfuðpaur piltanna hafi nefnilega verið sonur húsvarðar sparisjóðsins og hefði haft af föður sínum lyklakippuna á meðan hann svaf. Eitt kvöldið tóku piltarnir sig saman og brutust inn í kjallarann þar sem þeir vissu að þýfið biði þeirra. Eftir að hafa komist undan með þýfið, þó nokkrir seðlar hefðu orðið eftir í snjónum á flóttanum, deildu þeir því með jafnöldrum sínum. Reyndi að kaupa sér helling af nammi og kom upp um sig „Þeir bara þrömmuðu þarna inn í banka og náðu sér í 25 þúsund krónur. virði. Sem er alveg slatti fyrir 10-13 ára stráka,“ segir Ellý en nánar tiltekið nemur það 295.919 krónum í dag. „Þeir fóru með peningana og krumpuðu þá og gerðu þá skítuga. Svo notuðu þeir þá. Svo gáfu þeir vinum sínum og þá var einhver sem hafði þá bara slétta. Hann fór í sjoppuna og keypti sér fullt af nammi í bensínstöðinni. Hann fór þangað og ætlaði að kaupa sér fullt af nammi en þá kveikti afgreiðslumaðurinn á því hvað var í gangi,“ segir hún. Þar með var úti um ævintýri þessa ungu drengja en afleiðingarnar urðu ekki alvarlegri en þær en að fá strangt tiltal frá húsverði Sparisjóðs Mýrasýslu, að því er Ellý man. Enn í dag geymir hún seðlana sem hún fann í snjónum þennan sögulega dag. Hún hefur raðað þeim í númeraröð í frímerkjabók. Hún segist vona að Sparisjóður Mýrasýslu fari ekki að gera tilkall til þeirra og því hefur það líklega verið léttir þegar félagið var afskráð árið 2011. Ert þú, kæri lesandi, einn þeirra sem stóð að eða naut góðs af þessu fyrsta bankaráni Íslandssögunnar? Eða ertu jafnvel sá sem rændi Útvegsbankann þremur árum seinna og sá að sér? Langar þig að segja þína hlið sögunnar? Hafðu samband við okkur á ritstjorn@visir.is. Lögreglumál Borgarbyggð Einu sinni var... Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Fleiri fréttir Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að endurgreiða móður vegna ofrukkunar í forræðismáli Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Sjá meira
Húsvarðarsonurinn og tveir félagar hans á aldrinum tíu til þrettán ára brutust inn í kjallara Sparisjóðs Mýrasýslu á Borgarnesi og höfðu á brott 25 þúsund króna virði af ólögleglum 25 króna seðlum. Það jafngildir tæpum 300 þúsund krónum í dag. Snjáð bankaránsþýfi í snjónum Ellý Hauksdóttir, uppalinn Borgfirðingur, var tíu ára þegar umrætt rán var framið og þekkti sökudólganna. Ekki nóg með það heldur á hún enn hluta þýfisins. Hún segist hafa verið að leika sér í snjónum við Héríhöllina frægu þegar hún rak augun í snjáða 25 króna seðil í snjónum. Eftir að hafa kembt svæðið fann hún nokkra til viðbótar. Héríhöllin fræga í miðbæ Borgarness.Héraðsskjalasafn Borgfirðinga Samkvæmt fréttabúti sem birtist í Morgunblaðinu þann sextánda nóvember 1972 var komist upp um þrjá pilta, á aldrinum tíu til þrettán ára, sem brutust inn í kjallara Sparisjóðs Mýrasýslu í Borgarnesi og stálu ólöglegum 25 króna seðlum að andvirði 25 þúsunda króna. Seðlarnir höfðu verið teknir úr umferð og að því er Ellý segir höfðu piltarnir auðvelt aðgengi að þeim. Höfuðpaur piltanna hafi nefnilega verið sonur húsvarðar sparisjóðsins og hefði haft af föður sínum lyklakippuna á meðan hann svaf. Eitt kvöldið tóku piltarnir sig saman og brutust inn í kjallarann þar sem þeir vissu að þýfið biði þeirra. Eftir að hafa komist undan með þýfið, þó nokkrir seðlar hefðu orðið eftir í snjónum á flóttanum, deildu þeir því með jafnöldrum sínum. Reyndi að kaupa sér helling af nammi og kom upp um sig „Þeir bara þrömmuðu þarna inn í banka og náðu sér í 25 þúsund krónur. virði. Sem er alveg slatti fyrir 10-13 ára stráka,“ segir Ellý en nánar tiltekið nemur það 295.919 krónum í dag. „Þeir fóru með peningana og krumpuðu þá og gerðu þá skítuga. Svo notuðu þeir þá. Svo gáfu þeir vinum sínum og þá var einhver sem hafði þá bara slétta. Hann fór í sjoppuna og keypti sér fullt af nammi í bensínstöðinni. Hann fór þangað og ætlaði að kaupa sér fullt af nammi en þá kveikti afgreiðslumaðurinn á því hvað var í gangi,“ segir hún. Þar með var úti um ævintýri þessa ungu drengja en afleiðingarnar urðu ekki alvarlegri en þær en að fá strangt tiltal frá húsverði Sparisjóðs Mýrasýslu, að því er Ellý man. Enn í dag geymir hún seðlana sem hún fann í snjónum þennan sögulega dag. Hún hefur raðað þeim í númeraröð í frímerkjabók. Hún segist vona að Sparisjóður Mýrasýslu fari ekki að gera tilkall til þeirra og því hefur það líklega verið léttir þegar félagið var afskráð árið 2011. Ert þú, kæri lesandi, einn þeirra sem stóð að eða naut góðs af þessu fyrsta bankaráni Íslandssögunnar? Eða ertu jafnvel sá sem rændi Útvegsbankann þremur árum seinna og sá að sér? Langar þig að segja þína hlið sögunnar? Hafðu samband við okkur á ritstjorn@visir.is.
Ert þú, kæri lesandi, einn þeirra sem stóð að eða naut góðs af þessu fyrsta bankaráni Íslandssögunnar? Eða ertu jafnvel sá sem rændi Útvegsbankann þremur árum seinna og sá að sér? Langar þig að segja þína hlið sögunnar? Hafðu samband við okkur á ritstjorn@visir.is.
Lögreglumál Borgarbyggð Einu sinni var... Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Fleiri fréttir Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að endurgreiða móður vegna ofrukkunar í forræðismáli Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Sjá meira