Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Jón Þór Stefánsson skrifar 5. ágúst 2025 12:19 Atvikið sem málið varðar átti sér stað á áfangaheimili í Reykjavík. Vísir/Ívar Fannar Karl og kona eru grunuð um líkamsárás, frelsisviptingu og byrlun í lok júlímánaðar. Þau eru talin hafa framið umrædd brot á áfangaheimili í Reykjavík þar sem þau hafi neytt mann til að neyta fíkniefna, svo ráðist á hann, og síðan stolið lyfjum hans. Konan hefur verið úrskurðuð til þess að afplána eftirstöðvar refsingar sem hún hlaut árið 2022 vegna málsins. Þetta kemur fram í úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur sem Landsréttur hefur staðfest. Lögreglu var tilkynnt um málið snemma morgun 22. júlí. Þegar hana bar að garði hittu þau fyrir manninn sem mun hafa orðið fyrir meintri árás. Hann er sagður hafa verið með sjáanlega áverka, bólgu og mar í andliti. Hann sagði tvímenningana hafa neitt hann til að taka ketamín, því næst hafi þau gengið í skrokk á honum og svo stolið lyfjarúllunni hans. Fram kemur að þegar maðurinn sagði lögreglu þetta hafi hann verið með skerta meðvitund og síðan hætt að svara henni, og því var kallað eftir sjúkraflutningi og maðurinn fluttur á bráðamóttöku Landspítalans. Öskraði af sársauka og reiði Lögreglan ræddi einnig við nokkur vitni á vettvangi. Eitt þeirra sagði manninn hafa knúið dyra hjá sér um hálf sex til sex um morguninn. Hann hafi verið illa leikinn, vankaður og sjáanlega í miklu áfalli. Annað vitni sagðist þekkja sakborningana og sagt þau hafa dvalið í einu herbergja áfangaheimilisins í leyfisleysi. Það hafi heyrt öskur í manninum um hálf sexleytið þennan morgun. Hann hafi verið að kalla á hjálp. Um korteri síðan hefði vitnið séð manninn blóðugan í framan, og hann sagt því frá því sem hefði átt sér stað. Þriðja vitnið sagðist hafa séð karl og konu hlaupa út úr herbergi mannsins þennan morgun. Skömmu síðar hafi maðurinn komið fram og öskrað mikið, bæði af sársauka og reiði. „Af hverju er enginn hérna að hringja á lögregluna?“ Lögreglan fékk upptökur úr eftirlitsmyndavélum hússins, en samkvæmt úrskurðinum má meðal annars sjá í þeim hvar kona gengur inn í herbergi mannsins um klukkan fjögur þennan morgun. Síðan megi sjá karl og konu hlaupa fram úr herbergi mannsins um einum og hálfum klukkutíma síðar. Stuttu síðar megi sjá manninn koma úr herberginu í annarlegu ástandi. Í upptöku sem lögreglan hefur undir höndum kemur fram að maðurinn hafi meðal annars kallað: „Af hverju er enginn hérna að hringja á lögregluna?“ Í frumskýrslu málsins var tekið fram að herbergi mannsins hefði verið í rúst og greinileg merki um átök. Lögregluþjónninn sem ritaði skýrsluna hafði verið í umræddu herbergi daginn áður, út af öðru máli, og þá hafi það verið snyrtilegt, Nú væri rusl og dót úti um allt og blóðkám víða. Kókaínið reyndist ketamín Skýrsla var tekin af manninum sem varð fyrir árásinni á bráðamóttöku Landspítalans. Hann sagðist hafa vaknað umræddan morgun við það að verið væri að sparka upp hurðina hjá honum. Þar hafi áðurnefnd karl og kona verið að verki. Þau hafi svo komið inn, gefið honum kókaín sem reyndist vera ketamín. Maðurinn sagðist hafa átt erfitt með að hreyfa sig vegna þess. Síðan hafi tvímenningarnir byrjað að lemja hann. Hann taldi barsmíðarnar hafa staðið yfir í eina til tvær klukkustundir, en tvímenningarnir hafi stolið af honum lyfjum og fatnaði. Landsréttur staðfesti úrskurð málsins.Vísir/Viktor Hann væri verkjaður vegna þess víðs vegar um líkamann og taldi þau hafa brotið tennur í honum í átökunum. Hann sagðist þó ekki vita nákvæmlega hvaða áverka hann hlaut, en mögulega væri hann rifbeinsbrotinn og þá væri annað auga hans „í fokki“. Hann ætti eftir að ræða við lækni. Með „mexíkóskan pottrétt í andlitinu“ Lögreglan tók í kjölfarið aftur skýrslu af vitnunum. Eitt þeirra lýsti útliti mannsins eftir árásina eins og hann væri með „mexíkóskan pottrétt í andlitinu“. Þá hafði vitnið eftir manninum að konan sem er grunuð um árásina væri nýkomin úr fangesli. Annað vitni sagði tvímenningana hafa þvingað manninn til að taka ketamín, kastað sjónvarpi í höfuð hans, sparkað í andlit hans, kýlt hann og slegið. Misræmi neyslunni að kenna Daginn eftir árásina var konan sem er grunuð í málinu yfirheyrð. Hún sagðist halda að hún hefði verið heima hjá öðrum umræddan morgun. Þá hafi verið bornar undir hana myndbandsupptökur frá vettvangi þar sem hún kannaðist við sig og manninn. Hún hafi sagt umrætt misræmi stafa af því að hún hafi verið í neyslu og ekki munað betur. Konan sagðist þekkja manninn sem varð fyrir ofbeldinu, en neitaði því alfarið að hún hefði beitt hann ofbeldi, svipt hann frelsi sínu, eða þvingað hann til að taka ketamín. Þegar hún var handtekin mun lögreglan hafa fundið lyf sem pössuðu við lýsingu mannsins á þeim lyfjum sem hann sagði fólkið hafa stolið af sér. Hún sagði manninn hafa látið hana fá lyfin einhvern tímann svo hún myndi ekki lenda í fráhvörfum. Umræddan morgun sagði hún manninn hafa opnað fyrir þeim og hún hafi fengið að hlaða tölvuna sína. Maðurinn sem varð fyrir árásinni og maðurinn sem var með henni hefðu lent í einhverju rifrildi, en ekkert ofbeldi hefði átt sér stað. Gæti átt yfir höfði sér tíu ára fangelsi Fram kemur að konan sé líka grunuð um fjársvik. Þennan sama dag hafi hún neitað að greiða fyrir veitingar sem hún hafði neytt á veitingastað. Í úrskurði héraðsdóms er bent á að hún sé grunuð um nokkur brot, og það alvarlegasta geti varðað allt að tíu ára fangelsisrefsingu. Líkt og áður segir var henni gert að afplána eftirstöðvar annarrar refsingar, en árið 2022 hlaut hún sex mánaða fangelsisdóm. Lögreglumál Dómsmál Reykjavík Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Sjá meira
Konan hefur verið úrskurðuð til þess að afplána eftirstöðvar refsingar sem hún hlaut árið 2022 vegna málsins. Þetta kemur fram í úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur sem Landsréttur hefur staðfest. Lögreglu var tilkynnt um málið snemma morgun 22. júlí. Þegar hana bar að garði hittu þau fyrir manninn sem mun hafa orðið fyrir meintri árás. Hann er sagður hafa verið með sjáanlega áverka, bólgu og mar í andliti. Hann sagði tvímenningana hafa neitt hann til að taka ketamín, því næst hafi þau gengið í skrokk á honum og svo stolið lyfjarúllunni hans. Fram kemur að þegar maðurinn sagði lögreglu þetta hafi hann verið með skerta meðvitund og síðan hætt að svara henni, og því var kallað eftir sjúkraflutningi og maðurinn fluttur á bráðamóttöku Landspítalans. Öskraði af sársauka og reiði Lögreglan ræddi einnig við nokkur vitni á vettvangi. Eitt þeirra sagði manninn hafa knúið dyra hjá sér um hálf sex til sex um morguninn. Hann hafi verið illa leikinn, vankaður og sjáanlega í miklu áfalli. Annað vitni sagðist þekkja sakborningana og sagt þau hafa dvalið í einu herbergja áfangaheimilisins í leyfisleysi. Það hafi heyrt öskur í manninum um hálf sexleytið þennan morgun. Hann hafi verið að kalla á hjálp. Um korteri síðan hefði vitnið séð manninn blóðugan í framan, og hann sagt því frá því sem hefði átt sér stað. Þriðja vitnið sagðist hafa séð karl og konu hlaupa út úr herbergi mannsins þennan morgun. Skömmu síðar hafi maðurinn komið fram og öskrað mikið, bæði af sársauka og reiði. „Af hverju er enginn hérna að hringja á lögregluna?“ Lögreglan fékk upptökur úr eftirlitsmyndavélum hússins, en samkvæmt úrskurðinum má meðal annars sjá í þeim hvar kona gengur inn í herbergi mannsins um klukkan fjögur þennan morgun. Síðan megi sjá karl og konu hlaupa fram úr herbergi mannsins um einum og hálfum klukkutíma síðar. Stuttu síðar megi sjá manninn koma úr herberginu í annarlegu ástandi. Í upptöku sem lögreglan hefur undir höndum kemur fram að maðurinn hafi meðal annars kallað: „Af hverju er enginn hérna að hringja á lögregluna?“ Í frumskýrslu málsins var tekið fram að herbergi mannsins hefði verið í rúst og greinileg merki um átök. Lögregluþjónninn sem ritaði skýrsluna hafði verið í umræddu herbergi daginn áður, út af öðru máli, og þá hafi það verið snyrtilegt, Nú væri rusl og dót úti um allt og blóðkám víða. Kókaínið reyndist ketamín Skýrsla var tekin af manninum sem varð fyrir árásinni á bráðamóttöku Landspítalans. Hann sagðist hafa vaknað umræddan morgun við það að verið væri að sparka upp hurðina hjá honum. Þar hafi áðurnefnd karl og kona verið að verki. Þau hafi svo komið inn, gefið honum kókaín sem reyndist vera ketamín. Maðurinn sagðist hafa átt erfitt með að hreyfa sig vegna þess. Síðan hafi tvímenningarnir byrjað að lemja hann. Hann taldi barsmíðarnar hafa staðið yfir í eina til tvær klukkustundir, en tvímenningarnir hafi stolið af honum lyfjum og fatnaði. Landsréttur staðfesti úrskurð málsins.Vísir/Viktor Hann væri verkjaður vegna þess víðs vegar um líkamann og taldi þau hafa brotið tennur í honum í átökunum. Hann sagðist þó ekki vita nákvæmlega hvaða áverka hann hlaut, en mögulega væri hann rifbeinsbrotinn og þá væri annað auga hans „í fokki“. Hann ætti eftir að ræða við lækni. Með „mexíkóskan pottrétt í andlitinu“ Lögreglan tók í kjölfarið aftur skýrslu af vitnunum. Eitt þeirra lýsti útliti mannsins eftir árásina eins og hann væri með „mexíkóskan pottrétt í andlitinu“. Þá hafði vitnið eftir manninum að konan sem er grunuð um árásina væri nýkomin úr fangesli. Annað vitni sagði tvímenningana hafa þvingað manninn til að taka ketamín, kastað sjónvarpi í höfuð hans, sparkað í andlit hans, kýlt hann og slegið. Misræmi neyslunni að kenna Daginn eftir árásina var konan sem er grunuð í málinu yfirheyrð. Hún sagðist halda að hún hefði verið heima hjá öðrum umræddan morgun. Þá hafi verið bornar undir hana myndbandsupptökur frá vettvangi þar sem hún kannaðist við sig og manninn. Hún hafi sagt umrætt misræmi stafa af því að hún hafi verið í neyslu og ekki munað betur. Konan sagðist þekkja manninn sem varð fyrir ofbeldinu, en neitaði því alfarið að hún hefði beitt hann ofbeldi, svipt hann frelsi sínu, eða þvingað hann til að taka ketamín. Þegar hún var handtekin mun lögreglan hafa fundið lyf sem pössuðu við lýsingu mannsins á þeim lyfjum sem hann sagði fólkið hafa stolið af sér. Hún sagði manninn hafa látið hana fá lyfin einhvern tímann svo hún myndi ekki lenda í fráhvörfum. Umræddan morgun sagði hún manninn hafa opnað fyrir þeim og hún hafi fengið að hlaða tölvuna sína. Maðurinn sem varð fyrir árásinni og maðurinn sem var með henni hefðu lent í einhverju rifrildi, en ekkert ofbeldi hefði átt sér stað. Gæti átt yfir höfði sér tíu ára fangelsi Fram kemur að konan sé líka grunuð um fjársvik. Þennan sama dag hafi hún neitað að greiða fyrir veitingar sem hún hafði neytt á veitingastað. Í úrskurði héraðsdóms er bent á að hún sé grunuð um nokkur brot, og það alvarlegasta geti varðað allt að tíu ára fangelsisrefsingu. Líkt og áður segir var henni gert að afplána eftirstöðvar annarrar refsingar, en árið 2022 hlaut hún sex mánaða fangelsisdóm.
Lögreglumál Dómsmál Reykjavík Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Sjá meira