Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 5. ágúst 2025 20:02 Lögreglan í Vestmannaeyjum og á Akureyri segir að þrátt fyrir að erilsamt hafi verið um verslunarmannahelgina hafi helgin verið sambærileg eða jafnvel rólegri en fyrri hátíðir. Veður spilaði stóran þátt á báðum stöðum. Vísir Lögreglan sinnti samtals tæplega sex hundruð málum á tveimur stærstu útihátíðum verslunarmannahelgarinnar í Vestmannaeyjum og á Akureyri. Þrátt fyrir mikinn mannfjölda á Akureyri var helgin þar rólegri en aðrar verslunarmannahelgar. Veðrið spilaði stórt hlutverk á báðum hátíðunum. Stefán Jónsson yfirlögregluþjónn í Vestmannaeyjum segir lögregluna hafa verið með mikinn viðbúnað yfir þjóðhátíð þar sem 30 lögreglumenn voru að störfum. Alls sinnti lögreglan þar 287 málum yfir hátíðina 18 hegningarlagabrot voru skráð í lögreglukerfið, flest ofbeldisbrot. Þá voru 23 sérrefsilagabrot skráð, flest áfengislagabrot og fíkniefnalagabrot. Málin eru flest öll í rannsókn. „Svona heilt yfir erum við sátt við hátíðina. Það kom þessi veðursprenging aðfararnótt laugardagins og ýmis verkefni í tengslum við það,“ segir Stefán. Stefán segir að reynslan sýni að oft sé tilkynnt um brot einhverjum dögum eftir að hátíðinni lýkur. Hann segir að enn sem komið er sé ekki gefið upp hvort kynferðisabrot hafi verið tilkynnti til lögreglu. „Við viljum ekki fara djúpt í tölfræðina að svo stöddu út af rannsóknarhagsmunum,“ segir Stefán. Hann segir að lögreglan fái iðulega talsvert af óskilamunum eftir hátíðina og hægt að grennslast fyrir um týnda muni hjá embættinu. Þá muni embættið lýsa eftir eigendum á Facebook síðu sinni. Flugeldum kastað að fólki Alls sinnti lögreglan á Akureyri þar sem hátíðin Ein með öllu fór fram, 280 málum frá föstudagsmorgni og þar til í morgun. Þar af voru átta hegningarlagabrot eins og líkamsárásir, heimilisofbeldi og innbrot. Fimmtíu hraðakstursmál komu upp og átta sérrefsilagabrot eins og vopnaburður og fíkniefnamisferli. Eitt mál kom upp þar sem flugeldum var kastað að fólki en engin slasaðist. . Kristófer Hafsteinsson varðstjóri hjá lögreglunni á Akureyri segir að ekkert kynferðisbrot hafi verið tilkynnt en oft komi tilkynningar eftir helgina. Almennt hafi gengið vel miðað við mannfjölda. „Hátíðin var rólegri en verslunarmannahelgin í fyrra en það var greinilegt að það voru fleiri í bænum en þá,“ segir Kristófer. Aðspurður um hvort gott veður hafi haft jákvæð áhrif á gesti svarar hann: „Já alveg örugglega.“ Verslunarmannahelgin Akureyri Lögreglumál Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent „Vonbrigði“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Fleiri fréttir Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Sjá meira
Stefán Jónsson yfirlögregluþjónn í Vestmannaeyjum segir lögregluna hafa verið með mikinn viðbúnað yfir þjóðhátíð þar sem 30 lögreglumenn voru að störfum. Alls sinnti lögreglan þar 287 málum yfir hátíðina 18 hegningarlagabrot voru skráð í lögreglukerfið, flest ofbeldisbrot. Þá voru 23 sérrefsilagabrot skráð, flest áfengislagabrot og fíkniefnalagabrot. Málin eru flest öll í rannsókn. „Svona heilt yfir erum við sátt við hátíðina. Það kom þessi veðursprenging aðfararnótt laugardagins og ýmis verkefni í tengslum við það,“ segir Stefán. Stefán segir að reynslan sýni að oft sé tilkynnt um brot einhverjum dögum eftir að hátíðinni lýkur. Hann segir að enn sem komið er sé ekki gefið upp hvort kynferðisabrot hafi verið tilkynnti til lögreglu. „Við viljum ekki fara djúpt í tölfræðina að svo stöddu út af rannsóknarhagsmunum,“ segir Stefán. Hann segir að lögreglan fái iðulega talsvert af óskilamunum eftir hátíðina og hægt að grennslast fyrir um týnda muni hjá embættinu. Þá muni embættið lýsa eftir eigendum á Facebook síðu sinni. Flugeldum kastað að fólki Alls sinnti lögreglan á Akureyri þar sem hátíðin Ein með öllu fór fram, 280 málum frá föstudagsmorgni og þar til í morgun. Þar af voru átta hegningarlagabrot eins og líkamsárásir, heimilisofbeldi og innbrot. Fimmtíu hraðakstursmál komu upp og átta sérrefsilagabrot eins og vopnaburður og fíkniefnamisferli. Eitt mál kom upp þar sem flugeldum var kastað að fólki en engin slasaðist. . Kristófer Hafsteinsson varðstjóri hjá lögreglunni á Akureyri segir að ekkert kynferðisbrot hafi verið tilkynnt en oft komi tilkynningar eftir helgina. Almennt hafi gengið vel miðað við mannfjölda. „Hátíðin var rólegri en verslunarmannahelgin í fyrra en það var greinilegt að það voru fleiri í bænum en þá,“ segir Kristófer. Aðspurður um hvort gott veður hafi haft jákvæð áhrif á gesti svarar hann: „Já alveg örugglega.“
Verslunarmannahelgin Akureyri Lögreglumál Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent „Vonbrigði“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Fleiri fréttir Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Sjá meira