Innlent

Einn hand­tekinn vegna líkamsárasar

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Lögreglan hafði í nógu að snúast í nótt.
Lögreglan hafði í nógu að snúast í nótt. Vísir/Vilhelm

Einn var handtekinn í miðbæ Reykjavíkur fyrir líkamsárás og vörslu fíkniefna en lögregla vistaði viðkomandi í fangageymslu vegna rannsókn málsins.

Í dagbók Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir að lögregla hafi einnig haft afskipti af tveimur sem höfðu verið til vandræða í Strætó. Er lögreglu bar að garði sváfu þeir ölvunarsvefni utandyra og voru báðir vistaðir í fangageymslu á meðan rennur af þeim.

Lögreglunni í Mosfellsbæ barst tilkynning um þjófnað á bifreið en málið er í rannsókn. Í Hafnarfirði vistaði lögregla þá einn ofurölvi mann í fangageymslu. Hann hafði verið á stigagangi en vildi ekki fara að fyrirmælum lögreglu né gefa upp hver hann væri.

Nokkrir einstaklingar voru handteknir vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna, annars vegar í umdæmi lögreglustöðvar fjögur, sem sér um Grafarvog, Mosfellsbæ og Árbæ og hins vegar í umdæmi lögreglustöðvar eitt sem sér um Austurbæ, Miðbæ, Vesturbæ og Seltjarnarnes.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×