„Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 30. júlí 2025 17:39 Grétar Örn leiðsögumaður aðstoðaði mann sem átti fasta bíla uppi á hálendinu. Samsett Leiðsögumaðurinn Grétar Örn Bragason rambaði á tvo fasta bíla á Mælifellssandi fyrr í vikunni. Einn maður reyndist eigandi beggja bílanna en hann hafði snúið aftur til að losa bíl sem hann hafði fest deginum áður. Óvenjulegt sé að svo miklir vatnavextir séu á veginum líkt og nú. Grétar Örn var á ferð um veginn fyrir fáeinum dögum er hann rakst á tvo bíla sem voru fastir. „Við komum þarna keyrandi fram á mann sem var á rauðum Defender bíl og búinn að festa hann. Svo var annar hvítur Discovery bíll sem var búinn að sökkva í sandinn,“ segir Grétar Örn í samtali við fréttastofu. „Hann hafði fest Discovery-inn í gær, kom sér einhvern veginn í bæinn og fór síðan á öðrum ennþá stærri bíl daginn eftir til þess að bjarga Discovery-inn en festi þá stærri bílinn líka. Það var kominn einn og sami maðurinn með báða bílana.“ Sjón er svo sannarlega sögu ríkari. Grétar Örn aðstoðaði manninn við að ná stærri bílnum á þurrt land en taldi það ómögulegt að ná hinum hvíta. „Hann var búinn að grafast svo svakalega niður á einum sólarhring því það voru svo miklir vatnavextir að það var ómögulegt að ná honum. Það var ekki hægt að opna hurðar, skott eða neitt á hvíta bílnum,“ segir Grétar. Maðurinn varð eftir á veginum með þá von að ná að losa bílinn en Grétar segist hafa fengið sendar ljósmyndir seinna um kvöldið þar sem bílinn var enn fastur. Þá höfðu fleiri ferðalangar fest sína bíla er þeir komu til aðstoðar. Hann lýsir málinu sem allsherjarveseni. „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp.“ Þarf alltaf að bjarga nokkrum bílum hvert sumar Grétar segist hafa farið ófáum sinnum yfir Mælifellssand en ástandið nú sé heldur óvenjulegt. „Þetta er frekar óvenjulegt á þessum tíma. Það er búið að vera svo hlýtt og miklar hleypingar, þannig þetta er kannski ekki óeðlilegt í því ljósi. Þetta er frekar í meiri kantinum.“ Hins vegar sé það eðlilegt að einhverjir bílar festist á hálendinu, þá einkum er ferðamenn eru undir stýri. „Það er hefðbundið að menn séu að drekkja bílum hægri vinstri á hálendingu. Sérstaklega með fjölgun ferðamanna og menn séu að keyra sjálfir á þessum Dusterum. Maður þarf að bjarga nokkrum Dusterum upp úr ánum á hverju einasta sumri.“ Veginum hefur nú verið lokað vegna ástandsins. Á vefsíðu Vegagerðarinnar segir að vegurinn um Mælifellssand frá Hólmsá að Mælifelli sé ófær vegna mikilla vatnavaxta og breytinga á árfarvegi. Einungis stórir bílar geta keyrt leiðina og eru vegfarendur beðnir um að virða það. „Við erum búin að merkja hann ófærann og hann er bara ófær eins og er,“ segir G. Pétur Matthíasson, forstöðumaður samskiptadeildar Vegagerðarinnar, í samtali við fréttastofu. „Þetta er frekar óvenjulegar aðstæður og gott að Vegagerðin sé búin að loka fyrir þetta núna þannig að þeir sem þekkja aðeins minna til séu ekki að æða inn,“ segir Grétar. Samgönguslys Ferðaþjónusta Rangárþing ytra Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Grétar Örn var á ferð um veginn fyrir fáeinum dögum er hann rakst á tvo bíla sem voru fastir. „Við komum þarna keyrandi fram á mann sem var á rauðum Defender bíl og búinn að festa hann. Svo var annar hvítur Discovery bíll sem var búinn að sökkva í sandinn,“ segir Grétar Örn í samtali við fréttastofu. „Hann hafði fest Discovery-inn í gær, kom sér einhvern veginn í bæinn og fór síðan á öðrum ennþá stærri bíl daginn eftir til þess að bjarga Discovery-inn en festi þá stærri bílinn líka. Það var kominn einn og sami maðurinn með báða bílana.“ Sjón er svo sannarlega sögu ríkari. Grétar Örn aðstoðaði manninn við að ná stærri bílnum á þurrt land en taldi það ómögulegt að ná hinum hvíta. „Hann var búinn að grafast svo svakalega niður á einum sólarhring því það voru svo miklir vatnavextir að það var ómögulegt að ná honum. Það var ekki hægt að opna hurðar, skott eða neitt á hvíta bílnum,“ segir Grétar. Maðurinn varð eftir á veginum með þá von að ná að losa bílinn en Grétar segist hafa fengið sendar ljósmyndir seinna um kvöldið þar sem bílinn var enn fastur. Þá höfðu fleiri ferðalangar fest sína bíla er þeir komu til aðstoðar. Hann lýsir málinu sem allsherjarveseni. „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp.“ Þarf alltaf að bjarga nokkrum bílum hvert sumar Grétar segist hafa farið ófáum sinnum yfir Mælifellssand en ástandið nú sé heldur óvenjulegt. „Þetta er frekar óvenjulegt á þessum tíma. Það er búið að vera svo hlýtt og miklar hleypingar, þannig þetta er kannski ekki óeðlilegt í því ljósi. Þetta er frekar í meiri kantinum.“ Hins vegar sé það eðlilegt að einhverjir bílar festist á hálendinu, þá einkum er ferðamenn eru undir stýri. „Það er hefðbundið að menn séu að drekkja bílum hægri vinstri á hálendingu. Sérstaklega með fjölgun ferðamanna og menn séu að keyra sjálfir á þessum Dusterum. Maður þarf að bjarga nokkrum Dusterum upp úr ánum á hverju einasta sumri.“ Veginum hefur nú verið lokað vegna ástandsins. Á vefsíðu Vegagerðarinnar segir að vegurinn um Mælifellssand frá Hólmsá að Mælifelli sé ófær vegna mikilla vatnavaxta og breytinga á árfarvegi. Einungis stórir bílar geta keyrt leiðina og eru vegfarendur beðnir um að virða það. „Við erum búin að merkja hann ófærann og hann er bara ófær eins og er,“ segir G. Pétur Matthíasson, forstöðumaður samskiptadeildar Vegagerðarinnar, í samtali við fréttastofu. „Þetta er frekar óvenjulegar aðstæður og gott að Vegagerðin sé búin að loka fyrir þetta núna þannig að þeir sem þekkja aðeins minna til séu ekki að æða inn,“ segir Grétar.
Samgönguslys Ferðaþjónusta Rangárþing ytra Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira