„Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. júlí 2025 12:46 Deion Sanders var ekki í neinum feluleik þegar hann ræddi veikindi sín opinskátt. Getty/AAron Ontiveroz Einn litríkasti leikmaðurinn og þjálfarinn í sögu ameríska fótboltans hefur komið fram og sagt frá harðri baráttu sinni við krabbamein. Hann fagnaði sigri í þeirri baráttu og ætlar líka að eyða skömminni. Deion Sanders var lengi stórstjarna í NFL deildinni en er nú þjálfari háskólaliðs University of Colorado þar sem hann er óhræddur við yfirlýsingarnar og hefur tekist að búa til gríðarlega skemmtilega stemmningu í kringum liðið sitt. Sanders eða „Prime Time“ eins og hann var kallaður á leikmannaferlinum var alltaf maður stóru augnablikanna og hann ætlar ekki að gefa sig í stærsta stríði lífsins utan vallar. Síðasta ár hefur reynst honum afar erfitt eftir að hann greindist með krabbamein. Sigraðist á krabbameininu Hinn 57 ára gamli Sanders kom fram á blaðamannafundi í gær og sagðist hafa sigrast á krabbameininu sem var í þvagblöðru hans. Hann var opinskár og hreinskilinn þegar kom að veikindunum og afleiðingum þeirra á líkama hans. Fjarlægja þurfti þvagblöðru Sanders til að komast fyrir krabbameinið. Sanders mætti á fundi með lækni sínum og var óhræddur að ræða stöðuna á sér. Hann sagðist vera staðráðinn að eyða skömminni í kringum veikindi sem þessi. „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður. Hún [Janet Kukreja læknir] hefur ekki aðeins meðhöndlað mig heldur hefur hún einnig komið mér í samband við fólk sem hefur þurft að ganga í gegnum það sama. Ég gat talað við þau og fengið betur að vita hvað bíður mín. Ekki bara með augum læknis heldur í gegnum reynslu þess sem hefur gengið í gegnum svona áður,“ sagði Sanders. Pissar á sig eins og barnabarnið Hann viðurkennir líka að lenda ítrekað í því að pissa á sig. „Ég get ekki stjórnað blöðrunni minni. Þótt ég fari fjórum til fimm sinnum á klósettið á nóttu þá er ég að vakna eins og barnabarnið mitt. Við glímum við sama vandamál núna og förum í keppni um hvor okkar er með þyngri bleyju í lok næturinnar,“ sagði Sanders í léttum tón og eins og honum einum er lagið. Hann vildi líka koma einu á hreint. „Ef þið sjáið ferðaklósett á æfingum okkar eða í leikjum þá á það ekki að koma ykkur á óvart, Staðan er bara þannig,“ sagði Sanders. Hann heldur ekki í sér lengur. Sanders hefur lenti í fleiri vandræðum með heilsu sína, því hann fékk blóðtappa í fæturna og missti tvær tær árið 2022. Hann fór líka í neyðaraðgerð árið 2023 vegna blóðtappa í mjöðm og í fæti fyrir neðan hné. Sanders ætlar að halda áfram að þjálfa og það er áfram mikill áhugi á honum og hans liði enda skemmtikraftur af guðs náð. Hann segir fullur orku til að hella sér út í þjálfun og ætlar sér stóra hluti með University of Colorado liðið á næsta tímabili. View this post on Instagram A post shared by Front Office Sports (@frontofficesports) NFL Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Joshua kjálkabraut Paul Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Fleiri fréttir Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sakaður um svindl á HM í pílukasti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjá meira
Deion Sanders var lengi stórstjarna í NFL deildinni en er nú þjálfari háskólaliðs University of Colorado þar sem hann er óhræddur við yfirlýsingarnar og hefur tekist að búa til gríðarlega skemmtilega stemmningu í kringum liðið sitt. Sanders eða „Prime Time“ eins og hann var kallaður á leikmannaferlinum var alltaf maður stóru augnablikanna og hann ætlar ekki að gefa sig í stærsta stríði lífsins utan vallar. Síðasta ár hefur reynst honum afar erfitt eftir að hann greindist með krabbamein. Sigraðist á krabbameininu Hinn 57 ára gamli Sanders kom fram á blaðamannafundi í gær og sagðist hafa sigrast á krabbameininu sem var í þvagblöðru hans. Hann var opinskár og hreinskilinn þegar kom að veikindunum og afleiðingum þeirra á líkama hans. Fjarlægja þurfti þvagblöðru Sanders til að komast fyrir krabbameinið. Sanders mætti á fundi með lækni sínum og var óhræddur að ræða stöðuna á sér. Hann sagðist vera staðráðinn að eyða skömminni í kringum veikindi sem þessi. „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður. Hún [Janet Kukreja læknir] hefur ekki aðeins meðhöndlað mig heldur hefur hún einnig komið mér í samband við fólk sem hefur þurft að ganga í gegnum það sama. Ég gat talað við þau og fengið betur að vita hvað bíður mín. Ekki bara með augum læknis heldur í gegnum reynslu þess sem hefur gengið í gegnum svona áður,“ sagði Sanders. Pissar á sig eins og barnabarnið Hann viðurkennir líka að lenda ítrekað í því að pissa á sig. „Ég get ekki stjórnað blöðrunni minni. Þótt ég fari fjórum til fimm sinnum á klósettið á nóttu þá er ég að vakna eins og barnabarnið mitt. Við glímum við sama vandamál núna og förum í keppni um hvor okkar er með þyngri bleyju í lok næturinnar,“ sagði Sanders í léttum tón og eins og honum einum er lagið. Hann vildi líka koma einu á hreint. „Ef þið sjáið ferðaklósett á æfingum okkar eða í leikjum þá á það ekki að koma ykkur á óvart, Staðan er bara þannig,“ sagði Sanders. Hann heldur ekki í sér lengur. Sanders hefur lenti í fleiri vandræðum með heilsu sína, því hann fékk blóðtappa í fæturna og missti tvær tær árið 2022. Hann fór líka í neyðaraðgerð árið 2023 vegna blóðtappa í mjöðm og í fæti fyrir neðan hné. Sanders ætlar að halda áfram að þjálfa og það er áfram mikill áhugi á honum og hans liði enda skemmtikraftur af guðs náð. Hann segir fullur orku til að hella sér út í þjálfun og ætlar sér stóra hluti með University of Colorado liðið á næsta tímabili. View this post on Instagram A post shared by Front Office Sports (@frontofficesports)
NFL Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Joshua kjálkabraut Paul Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Fleiri fréttir Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sakaður um svindl á HM í pílukasti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjá meira