Innlent

Er­lendur ferða­maður lést við Hrafn­tinnu­sker

Magnús Jochum Pálsson skrifar
kerti

Erlendur ferðamaður, sem sóttur var á Hrafntinnusker við Laugaveginn upp úr 15 í gær, var úrskurðaður látinn á vettvangi eftir tilraunir til endurlífgunar.

Lögreglan á Suðurlandi greinir frá andlátinu á Facebook.

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út auk björgunarsveita á þriðja tímanum í gær vegna veiks einstaklings sem var staddur nálægt Hrafntinnuskeri á gönguleiðinni Laugavegi milli Landmannalauga og Þórsmerkur.

Tilraunir til endurlífgunar báru ekki árangur og var einstaklingurinn úrskurðaður látinn á vettvangi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×