Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Magnús Jochum Pálsson skrifar 27. júlí 2025 14:10 Trump hefur verið duglegur að deila ýmsu bulli á samfélagsmiðlum upp á síðkastið. Ef till vill hefur hann verið að skrifa einhverja skemmtilega færslu á myndinni hér hægra megin. Getty Ríkisstjórn Donalds Trump hefur ítrekað gerst sek um að dreifa gervigreindarmyndum og myndböndum frá því hann tók við embætti. Nú er í dreifingu fölsuð upptaka af handtöku Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, sem Trump segir að hafi framið landráð 2016. Tulsi Gabbard, yfirmaður leyniþjónustustofnana Bandaríkjanna, gaf út skjal í síðustu viku, þar sem hún sakar Obama og samstarfsmenn hans um samsæri með því að komast að þeirri niðurstöðu að Rússar hefðu haft afskipti af forsetakosningunum vestanhafs og freistað þess að aðstoða Trump. Skrifstofa Barack Obama sendi út yfirlýsingu þar sem hún fordæmdi harðlega niðurstöðu Gabbard og yfirlýsingar Trump um málið. Ekkert í skjalinu afsannaði þá niðurstöðu að Rússar hefðu freistað þess að hafa áhrif á kosningarnar. Einnig var bent á að þverpólitísk þingnefnd, sem þá var leidd af Marco Rubio, núverandi utanríkisráðherra, hefði samþykkt niðurstöðurnar árið 2020. Trump sagði í vikunni að hefja þyrfti sakamálarannsókn gegn Obama vegna valdaránstilraunar. „Hann er sekur. Þetta voru landráð. Þetta var allt sem þú getur ímyndað þér. Þeir reyndu að stela kosningunum. Þeir reyndu að þvæla kosningarnar. Þeir gerðu hluti sem enginn hefði getað ímyndað sér,“ sagði hann. Obama hundeltur og handtekinn Á sama tíma hefur Trump verið afar ötull við að grínast með handtöku Obama á samfélagsmiðli sínum, Truth Social, með ýmiss konar meme-um og myndböndum. Fyrir sléttri viku, þann 20. júlí, endurbirti Trump langt gervigreindarmyndband þar sem Obama er handtekinn í forsetaskrifstofu Hvíta hússins og síðan færður bak við lás og slá. Myndbandinu hefur síðan þá verið eytt af Truth Social en enn er hægt að finna það annars staðar á netinu og myndir upp úr því. Skjáskot úr myndbandinu þar sem Trump hlær meðan sérsveitarmenn handtaka Obama. Rétt fyrir miðnætti sama dag deildi Trump gervigreindarmynd sem var titluð „The Shady Bunch“ (sem er grínafbrigði af The Brady Bunch) eða „Skuggalega liðið“. Á myndinni má sjá átta manneskjur í fangaklæðum stilla sér upp fyrir týpíska fangamynd. Fólkið sem um ræðir eru Obama og nokkrir af hans undirmönnum. Myndin sem Trump dreifði af Obama og félögum. Þar á meðal fyrrverandi sendiherrarnir Samantha Power og Susan Rice; Valerie Jarrett, ráðgjafi; James Clapper, fyrverandi forstjóri leyniþjónustustofnana Bandaríkjanna; James Comey, fyrrverandi forstjóri FBI; John Brennan, fyrrverandi forstjóri CIA og Ben Rhodes, fyrrverandi starfsmaður, sem búið er að gefa viðurnefnið „Hamas“. Myndin er augljóst grín en líka hluti af þessari áframhaldandi herferð Trump um að Obama og undirmenn hans hafi framið landráð og það þurfi að handtaka þau fyrir það. Obama með Vance og Trump á hælunum. Nýjasta grínið þessu tengt birti Trump í gær en það er mynd af bílaeltingarleik OJ Simpson og lögreglunnar árið 1994. Myndinni hefur verið breytt þannig að í hvíta Bronco-num er Obama og í næstu lögreglubílum á eftir honum eru JD Vance og Trump. Athygli vekur að myndin sem er notuð af Vance er sams konar og grínmyndirnar af varaforsetanum sem fóru í mikla dreifingu fyrr á árinu. Á þeim myndum var búið að afskræma og blása upp andlit Vance. Löng saga af gervigreindardreifingu Gervimyndadreifing Trump og undirmanna hans teygir sig þó lengra aftur. Eftir að hafa afnumið umferðargjald í Manhattan í febrúar titlaði hann sjálfan sig sem konung og deildi samfélagsmiðlaaðgangur Hvíta hússins svo mynd af forsetanum með kórónu. Sjá einnig: Trump titlar sig konung Samfélagsmiðlateymi Hvíta hússins hefur birt fleiri sambærilegar falsmyndir af Trump, annars vegar í gervi jedi-riddara og hins vegar Ofurmennisins. Í kringum andlát Frans páfa þá deildi Trump mynd af sér í páfaskrúða og sagðist vel geta ímyndað sér sig í hlutverkinu. Trump sem jedi, ofurhetja og andlegur leiðtogi kaþólikka. Þá eru ótaldar alls konar aðrar færslur Trump og félaga: ICE-krókódílar, grátandi Demókratar og rívíeran sem Trump vill byggja á Gasaströndinni. En af hverju hagar Trump sér svona? Hvers vegna er hann að dreifa fölsku gervigreindarsulli, sull-pósta ef við íslenskum enska hugtakið slop-posting? „Ástæðan fyrir því að Trump dreifir mikið af gervigreindarefni er sama ástæðan og mörg hægrisinnuð tröll dreifa efninu: til að stuðla að ,meme-þróun' stjórnmálanna,“ segir Alex Mahadevan, forstjóri MediaWise sem er deild hjá Poynter-stofnuninni í Flórída sem sérhæfir sig í gagnalæsi stafræns efnis. Með gervigreindarefninu nái Hvíta húsið að sækja smelli og viðhalda sér í umræðunni. Og það virðist virka vel. Nýverið fékk Trump þó sjálfur að kenna á gervigreindargríni þegar höfundar South Park tileinkuðu fyrsta þátt 27. seríu Bandaríkjaforsetanum og sýndu mínútulangt djúpfölsunarmyndband af Trump á typpinu. Gervigreind Donald Trump Bandaríkin Samfélagsmiðlar Mest lesið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Stjórinn mótmælir ICE með lagi um Minneapolis Tónlist Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp „Ég er óléttur“ Lífið Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Fleiri fréttir Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Sjá meira
Tulsi Gabbard, yfirmaður leyniþjónustustofnana Bandaríkjanna, gaf út skjal í síðustu viku, þar sem hún sakar Obama og samstarfsmenn hans um samsæri með því að komast að þeirri niðurstöðu að Rússar hefðu haft afskipti af forsetakosningunum vestanhafs og freistað þess að aðstoða Trump. Skrifstofa Barack Obama sendi út yfirlýsingu þar sem hún fordæmdi harðlega niðurstöðu Gabbard og yfirlýsingar Trump um málið. Ekkert í skjalinu afsannaði þá niðurstöðu að Rússar hefðu freistað þess að hafa áhrif á kosningarnar. Einnig var bent á að þverpólitísk þingnefnd, sem þá var leidd af Marco Rubio, núverandi utanríkisráðherra, hefði samþykkt niðurstöðurnar árið 2020. Trump sagði í vikunni að hefja þyrfti sakamálarannsókn gegn Obama vegna valdaránstilraunar. „Hann er sekur. Þetta voru landráð. Þetta var allt sem þú getur ímyndað þér. Þeir reyndu að stela kosningunum. Þeir reyndu að þvæla kosningarnar. Þeir gerðu hluti sem enginn hefði getað ímyndað sér,“ sagði hann. Obama hundeltur og handtekinn Á sama tíma hefur Trump verið afar ötull við að grínast með handtöku Obama á samfélagsmiðli sínum, Truth Social, með ýmiss konar meme-um og myndböndum. Fyrir sléttri viku, þann 20. júlí, endurbirti Trump langt gervigreindarmyndband þar sem Obama er handtekinn í forsetaskrifstofu Hvíta hússins og síðan færður bak við lás og slá. Myndbandinu hefur síðan þá verið eytt af Truth Social en enn er hægt að finna það annars staðar á netinu og myndir upp úr því. Skjáskot úr myndbandinu þar sem Trump hlær meðan sérsveitarmenn handtaka Obama. Rétt fyrir miðnætti sama dag deildi Trump gervigreindarmynd sem var titluð „The Shady Bunch“ (sem er grínafbrigði af The Brady Bunch) eða „Skuggalega liðið“. Á myndinni má sjá átta manneskjur í fangaklæðum stilla sér upp fyrir týpíska fangamynd. Fólkið sem um ræðir eru Obama og nokkrir af hans undirmönnum. Myndin sem Trump dreifði af Obama og félögum. Þar á meðal fyrrverandi sendiherrarnir Samantha Power og Susan Rice; Valerie Jarrett, ráðgjafi; James Clapper, fyrverandi forstjóri leyniþjónustustofnana Bandaríkjanna; James Comey, fyrrverandi forstjóri FBI; John Brennan, fyrrverandi forstjóri CIA og Ben Rhodes, fyrrverandi starfsmaður, sem búið er að gefa viðurnefnið „Hamas“. Myndin er augljóst grín en líka hluti af þessari áframhaldandi herferð Trump um að Obama og undirmenn hans hafi framið landráð og það þurfi að handtaka þau fyrir það. Obama með Vance og Trump á hælunum. Nýjasta grínið þessu tengt birti Trump í gær en það er mynd af bílaeltingarleik OJ Simpson og lögreglunnar árið 1994. Myndinni hefur verið breytt þannig að í hvíta Bronco-num er Obama og í næstu lögreglubílum á eftir honum eru JD Vance og Trump. Athygli vekur að myndin sem er notuð af Vance er sams konar og grínmyndirnar af varaforsetanum sem fóru í mikla dreifingu fyrr á árinu. Á þeim myndum var búið að afskræma og blása upp andlit Vance. Löng saga af gervigreindardreifingu Gervimyndadreifing Trump og undirmanna hans teygir sig þó lengra aftur. Eftir að hafa afnumið umferðargjald í Manhattan í febrúar titlaði hann sjálfan sig sem konung og deildi samfélagsmiðlaaðgangur Hvíta hússins svo mynd af forsetanum með kórónu. Sjá einnig: Trump titlar sig konung Samfélagsmiðlateymi Hvíta hússins hefur birt fleiri sambærilegar falsmyndir af Trump, annars vegar í gervi jedi-riddara og hins vegar Ofurmennisins. Í kringum andlát Frans páfa þá deildi Trump mynd af sér í páfaskrúða og sagðist vel geta ímyndað sér sig í hlutverkinu. Trump sem jedi, ofurhetja og andlegur leiðtogi kaþólikka. Þá eru ótaldar alls konar aðrar færslur Trump og félaga: ICE-krókódílar, grátandi Demókratar og rívíeran sem Trump vill byggja á Gasaströndinni. En af hverju hagar Trump sér svona? Hvers vegna er hann að dreifa fölsku gervigreindarsulli, sull-pósta ef við íslenskum enska hugtakið slop-posting? „Ástæðan fyrir því að Trump dreifir mikið af gervigreindarefni er sama ástæðan og mörg hægrisinnuð tröll dreifa efninu: til að stuðla að ,meme-þróun' stjórnmálanna,“ segir Alex Mahadevan, forstjóri MediaWise sem er deild hjá Poynter-stofnuninni í Flórída sem sérhæfir sig í gagnalæsi stafræns efnis. Með gervigreindarefninu nái Hvíta húsið að sækja smelli og viðhalda sér í umræðunni. Og það virðist virka vel. Nýverið fékk Trump þó sjálfur að kenna á gervigreindargríni þegar höfundar South Park tileinkuðu fyrsta þátt 27. seríu Bandaríkjaforsetanum og sýndu mínútulangt djúpfölsunarmyndband af Trump á typpinu.
Gervigreind Donald Trump Bandaríkin Samfélagsmiðlar Mest lesið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Stjórinn mótmælir ICE með lagi um Minneapolis Tónlist Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp „Ég er óléttur“ Lífið Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Fleiri fréttir Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“