Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Magnús Jochum Pálsson skrifar 27. júlí 2025 14:10 Trump hefur verið duglegur að deila ýmsu bulli á samfélagsmiðlum upp á síðkastið. Ef till vill hefur hann verið að skrifa einhverja skemmtilega færslu á myndinni hér hægra megin. Getty Ríkisstjórn Donalds Trump hefur ítrekað gerst sek um að dreifa gervigreindarmyndum og myndböndum frá því hann tók við embætti. Nú er í dreifingu fölsuð upptaka af handtöku Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, sem Trump segir að hafi framið landráð 2016. Tulsi Gabbard, yfirmaður leyniþjónustustofnana Bandaríkjanna, gaf út skjal í síðustu viku, þar sem hún sakar Obama og samstarfsmenn hans um samsæri með því að komast að þeirri niðurstöðu að Rússar hefðu haft afskipti af forsetakosningunum vestanhafs og freistað þess að aðstoða Trump. Skrifstofa Barack Obama sendi út yfirlýsingu þar sem hún fordæmdi harðlega niðurstöðu Gabbard og yfirlýsingar Trump um málið. Ekkert í skjalinu afsannaði þá niðurstöðu að Rússar hefðu freistað þess að hafa áhrif á kosningarnar. Einnig var bent á að þverpólitísk þingnefnd, sem þá var leidd af Marco Rubio, núverandi utanríkisráðherra, hefði samþykkt niðurstöðurnar árið 2020. Trump sagði í vikunni að hefja þyrfti sakamálarannsókn gegn Obama vegna valdaránstilraunar. „Hann er sekur. Þetta voru landráð. Þetta var allt sem þú getur ímyndað þér. Þeir reyndu að stela kosningunum. Þeir reyndu að þvæla kosningarnar. Þeir gerðu hluti sem enginn hefði getað ímyndað sér,“ sagði hann. Obama hundeltur og handtekinn Á sama tíma hefur Trump verið afar ötull við að grínast með handtöku Obama á samfélagsmiðli sínum, Truth Social, með ýmiss konar meme-um og myndböndum. Fyrir sléttri viku, þann 20. júlí, endurbirti Trump langt gervigreindarmyndband þar sem Obama er handtekinn í forsetaskrifstofu Hvíta hússins og síðan færður bak við lás og slá. Myndbandinu hefur síðan þá verið eytt af Truth Social en enn er hægt að finna það annars staðar á netinu og myndir upp úr því. Skjáskot úr myndbandinu þar sem Trump hlær meðan sérsveitarmenn handtaka Obama. Rétt fyrir miðnætti sama dag deildi Trump gervigreindarmynd sem var titluð „The Shady Bunch“ (sem er grínafbrigði af The Brady Bunch) eða „Skuggalega liðið“. Á myndinni má sjá átta manneskjur í fangaklæðum stilla sér upp fyrir týpíska fangamynd. Fólkið sem um ræðir eru Obama og nokkrir af hans undirmönnum. Myndin sem Trump dreifði af Obama og félögum. Þar á meðal fyrrverandi sendiherrarnir Samantha Power og Susan Rice; Valerie Jarrett, ráðgjafi; James Clapper, fyrverandi forstjóri leyniþjónustustofnana Bandaríkjanna; James Comey, fyrrverandi forstjóri FBI; John Brennan, fyrrverandi forstjóri CIA og Ben Rhodes, fyrrverandi starfsmaður, sem búið er að gefa viðurnefnið „Hamas“. Myndin er augljóst grín en líka hluti af þessari áframhaldandi herferð Trump um að Obama og undirmenn hans hafi framið landráð og það þurfi að handtaka þau fyrir það. Obama með Vance og Trump á hælunum. Nýjasta grínið þessu tengt birti Trump í gær en það er mynd af bílaeltingarleik OJ Simpson og lögreglunnar árið 1994. Myndinni hefur verið breytt þannig að í hvíta Bronco-num er Obama og í næstu lögreglubílum á eftir honum eru JD Vance og Trump. Athygli vekur að myndin sem er notuð af Vance er sams konar og grínmyndirnar af varaforsetanum sem fóru í mikla dreifingu fyrr á árinu. Á þeim myndum var búið að afskræma og blása upp andlit Vance. Löng saga af gervigreindardreifingu Gervimyndadreifing Trump og undirmanna hans teygir sig þó lengra aftur. Eftir að hafa afnumið umferðargjald í Manhattan í febrúar titlaði hann sjálfan sig sem konung og deildi samfélagsmiðlaaðgangur Hvíta hússins svo mynd af forsetanum með kórónu. Sjá einnig: Trump titlar sig konung Samfélagsmiðlateymi Hvíta hússins hefur birt fleiri sambærilegar falsmyndir af Trump, annars vegar í gervi jedi-riddara og hins vegar Ofurmennisins. Í kringum andlát Frans páfa þá deildi Trump mynd af sér í páfaskrúða og sagðist vel geta ímyndað sér sig í hlutverkinu. Trump sem jedi, ofurhetja og andlegur leiðtogi kaþólikka. Þá eru ótaldar alls konar aðrar færslur Trump og félaga: ICE-krókódílar, grátandi Demókratar og rívíeran sem Trump vill byggja á Gasaströndinni. En af hverju hagar Trump sér svona? Hvers vegna er hann að dreifa fölsku gervigreindarsulli, sull-pósta ef við íslenskum enska hugtakið slop-posting? „Ástæðan fyrir því að Trump dreifir mikið af gervigreindarefni er sama ástæðan og mörg hægrisinnuð tröll dreifa efninu: til að stuðla að ,meme-þróun' stjórnmálanna,“ segir Alex Mahadevan, forstjóri MediaWise sem er deild hjá Poynter-stofnuninni í Flórída sem sérhæfir sig í gagnalæsi stafræns efnis. Með gervigreindarefninu nái Hvíta húsið að sækja smelli og viðhalda sér í umræðunni. Og það virðist virka vel. Nýverið fékk Trump þó sjálfur að kenna á gervigreindargríni þegar höfundar South Park tileinkuðu fyrsta þátt 27. seríu Bandaríkjaforsetanum og sýndu mínútulangt djúpfölsunarmyndband af Trump á typpinu. Gervigreind Donald Trump Bandaríkin Samfélagsmiðlar Mest lesið Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Lífið Fáklædd og flott á dreglinum Tíska og hönnun Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Fleiri fréttir „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Sjá meira
Tulsi Gabbard, yfirmaður leyniþjónustustofnana Bandaríkjanna, gaf út skjal í síðustu viku, þar sem hún sakar Obama og samstarfsmenn hans um samsæri með því að komast að þeirri niðurstöðu að Rússar hefðu haft afskipti af forsetakosningunum vestanhafs og freistað þess að aðstoða Trump. Skrifstofa Barack Obama sendi út yfirlýsingu þar sem hún fordæmdi harðlega niðurstöðu Gabbard og yfirlýsingar Trump um málið. Ekkert í skjalinu afsannaði þá niðurstöðu að Rússar hefðu freistað þess að hafa áhrif á kosningarnar. Einnig var bent á að þverpólitísk þingnefnd, sem þá var leidd af Marco Rubio, núverandi utanríkisráðherra, hefði samþykkt niðurstöðurnar árið 2020. Trump sagði í vikunni að hefja þyrfti sakamálarannsókn gegn Obama vegna valdaránstilraunar. „Hann er sekur. Þetta voru landráð. Þetta var allt sem þú getur ímyndað þér. Þeir reyndu að stela kosningunum. Þeir reyndu að þvæla kosningarnar. Þeir gerðu hluti sem enginn hefði getað ímyndað sér,“ sagði hann. Obama hundeltur og handtekinn Á sama tíma hefur Trump verið afar ötull við að grínast með handtöku Obama á samfélagsmiðli sínum, Truth Social, með ýmiss konar meme-um og myndböndum. Fyrir sléttri viku, þann 20. júlí, endurbirti Trump langt gervigreindarmyndband þar sem Obama er handtekinn í forsetaskrifstofu Hvíta hússins og síðan færður bak við lás og slá. Myndbandinu hefur síðan þá verið eytt af Truth Social en enn er hægt að finna það annars staðar á netinu og myndir upp úr því. Skjáskot úr myndbandinu þar sem Trump hlær meðan sérsveitarmenn handtaka Obama. Rétt fyrir miðnætti sama dag deildi Trump gervigreindarmynd sem var titluð „The Shady Bunch“ (sem er grínafbrigði af The Brady Bunch) eða „Skuggalega liðið“. Á myndinni má sjá átta manneskjur í fangaklæðum stilla sér upp fyrir týpíska fangamynd. Fólkið sem um ræðir eru Obama og nokkrir af hans undirmönnum. Myndin sem Trump dreifði af Obama og félögum. Þar á meðal fyrrverandi sendiherrarnir Samantha Power og Susan Rice; Valerie Jarrett, ráðgjafi; James Clapper, fyrverandi forstjóri leyniþjónustustofnana Bandaríkjanna; James Comey, fyrrverandi forstjóri FBI; John Brennan, fyrrverandi forstjóri CIA og Ben Rhodes, fyrrverandi starfsmaður, sem búið er að gefa viðurnefnið „Hamas“. Myndin er augljóst grín en líka hluti af þessari áframhaldandi herferð Trump um að Obama og undirmenn hans hafi framið landráð og það þurfi að handtaka þau fyrir það. Obama með Vance og Trump á hælunum. Nýjasta grínið þessu tengt birti Trump í gær en það er mynd af bílaeltingarleik OJ Simpson og lögreglunnar árið 1994. Myndinni hefur verið breytt þannig að í hvíta Bronco-num er Obama og í næstu lögreglubílum á eftir honum eru JD Vance og Trump. Athygli vekur að myndin sem er notuð af Vance er sams konar og grínmyndirnar af varaforsetanum sem fóru í mikla dreifingu fyrr á árinu. Á þeim myndum var búið að afskræma og blása upp andlit Vance. Löng saga af gervigreindardreifingu Gervimyndadreifing Trump og undirmanna hans teygir sig þó lengra aftur. Eftir að hafa afnumið umferðargjald í Manhattan í febrúar titlaði hann sjálfan sig sem konung og deildi samfélagsmiðlaaðgangur Hvíta hússins svo mynd af forsetanum með kórónu. Sjá einnig: Trump titlar sig konung Samfélagsmiðlateymi Hvíta hússins hefur birt fleiri sambærilegar falsmyndir af Trump, annars vegar í gervi jedi-riddara og hins vegar Ofurmennisins. Í kringum andlát Frans páfa þá deildi Trump mynd af sér í páfaskrúða og sagðist vel geta ímyndað sér sig í hlutverkinu. Trump sem jedi, ofurhetja og andlegur leiðtogi kaþólikka. Þá eru ótaldar alls konar aðrar færslur Trump og félaga: ICE-krókódílar, grátandi Demókratar og rívíeran sem Trump vill byggja á Gasaströndinni. En af hverju hagar Trump sér svona? Hvers vegna er hann að dreifa fölsku gervigreindarsulli, sull-pósta ef við íslenskum enska hugtakið slop-posting? „Ástæðan fyrir því að Trump dreifir mikið af gervigreindarefni er sama ástæðan og mörg hægrisinnuð tröll dreifa efninu: til að stuðla að ,meme-þróun' stjórnmálanna,“ segir Alex Mahadevan, forstjóri MediaWise sem er deild hjá Poynter-stofnuninni í Flórída sem sérhæfir sig í gagnalæsi stafræns efnis. Með gervigreindarefninu nái Hvíta húsið að sækja smelli og viðhalda sér í umræðunni. Og það virðist virka vel. Nýverið fékk Trump þó sjálfur að kenna á gervigreindargríni þegar höfundar South Park tileinkuðu fyrsta þátt 27. seríu Bandaríkjaforsetanum og sýndu mínútulangt djúpfölsunarmyndband af Trump á typpinu.
Gervigreind Donald Trump Bandaríkin Samfélagsmiðlar Mest lesið Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Lífið Fáklædd og flott á dreglinum Tíska og hönnun Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Fleiri fréttir „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Sjá meira