Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Magnús Jochum Pálsson skrifar 26. júlí 2025 15:17 Anne Hathaway (t.h.) prýðir forsíðu ágústútgáfu Vogue en inni í blaðinu má sjá fyrirsætu (t.v.) smíðaða af gervigreind. Gervigreindin teygir anga sína sífellt víðar og nú síðast inn í heim hátískunnar. Lesendur Vogue ráku nýverið upp stór augu þegar ein opna tímaritsins innihélt fagra ljóshærða fyrirsætu sem reyndist eintómt gervigreindarfals. Ágústútgáfa Vogue kom út 16. júlí síðastliðinn og prýddi Hollywood-leikkonan Anne Hathaway forsíðuna. Inni í tímaritinu er hins vegar opna frá fatamerkinu Guess með tveimur tískuljósmyndum sem fljótt á litið virðist nokkuð hefðbundnar og eðlilegar. Myndarleg ljóshærð kona með fullkomna húð og kolgeitarhvítan tanngarð situr við borð á kaffihúsi í blómasamfestingi á annarri myndinni og á hinni stendur sama kona upp við bláan vegg í svarthvítum röndóttum síðkjól. Myndirnar tvær sem birtust í nýjasta tölublaði Vogue. En eitthvað var þó bogið við sjálfa fyrirsætuna, hún er eiginlega of fullkomin, dálítið ómannleg, eins og sniðmát fyrir fegurðarstaðal. Í smáa letri auglýsingarinnar þar sem önnur síðan leggst að kilinum stendur að auglýsingaherferðin sé framleidd af „Seraphinne Vallora með gervigreind.“ Ekki er ljóst hvort konan sé algjör gervigreindaruppspuni frá rótum eða byggi á fyrirliggjandi fyrirsætu en inni á Instagram-síðu Seraphinne Vallora má sjá tugi áþekkra gervigreindarmódela. Um Seraphinne Vallora segir að það hanni „gervigreindardrifnar markaðsherferðir og myndbönd“ á ritstjórnarstigi. Herferðir fyrirtækisins hafa einnig birst í Elle og Harper's Bazaar. View this post on Instagram A post shared by Seraphinne Vallora (@seraphinnevallora) Nýr ómögulegur fegurðarstaðall og kallað eftir sniðgöngu Auglýsingin hefur vakið mikla athygli netverja, einna helst neikvæða, og þó hún hafi ekki verið framleidd af Vogue hefur tískutímaritið fengi mikla gagnrýni fyrir að samþykkja að birta efnið „Þetta er stríð gegn list, tísku og menningu,“ sagði einn æstur netverji. „Þetta er klikkað því það er ekki eins og okkur vanti fólk sem er í leit að fyrirsætustörfum,“ sagði annar. @lala4an idk what to say #fyp #vogue ♬ original sound - freak Einn notandi X benti á að ef slíkar gervigreindarfyrirsætur verði normið þá muni hinn nýi fegurðarstaðall verða ófáanlegur því hann byggi á einhverju sem er ekki raunverulegt. Aðrir hafa þó tekið upp hanskann fyrir Guess og segja myndirnar til marks um hvernig mannkyninu fleyti fram. „Framtíðin er hér. Tekur minni tíma og er ódýrara að framleiða,“ sagði ánægður netverji. Fjöldi fólks hefur hvatt til sniðgöngu á bæði Vogue og Guess. Spurning hvort það séu orðin ein eða hvort gjörningurinn hafi áhrif á áskriftir. Auglýsingarnar frá Guess birtust ellefu mánuðum eftir að gervigreindarfyrirtækið OpenAI og Condé Nast, eigandi Vogue, skrifuðu undir samstarf sem felst í því að ýmsar vörur frá Condé Nast, þar á meðal Vogue, The New Yorker, Condé Nast Traveler, GQ, Architectural Digest, Vanity Fair og Wired, birtast inni í gervigreindartólum OpenAI. Tíska og hönnun Gervigreind Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Höfundar South Park, Trey Parker og Matt Stone, fögnuðu nýjum 1,5 milljarðs dala samningi við Paramount+ með því að gefa út nýjan þátt þar sem þeir sýna Donald Trump á typpinu og uppi í rúmi með Satan. 25. júlí 2025 15:35 Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron Stofnendur gervigreindartólsins Interlink segja körfuboltastjörnuna LeBron James hafa sigað lögfræðiteymi sínu á fyrirtæki þeirra vegna gervigreindarmyndbanda af James þar sem má sjá hann bæði óléttan og í hafmeyjulíki. 25. júlí 2025 10:58 Ergir kirkjuna enn á ný með fölskum Frans páfa Madonna vakti töluverða athygli á föstudag þegar hún birti tvær gervigreindarmyndir af sér með Frans páfa á Instagram. Ekki er hægt að lýsa myndunum öðruvísi en að páfinn sé að þukla á Madonnu. 15. desember 2024 00:11 Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Fleiri fréttir „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira
Ágústútgáfa Vogue kom út 16. júlí síðastliðinn og prýddi Hollywood-leikkonan Anne Hathaway forsíðuna. Inni í tímaritinu er hins vegar opna frá fatamerkinu Guess með tveimur tískuljósmyndum sem fljótt á litið virðist nokkuð hefðbundnar og eðlilegar. Myndarleg ljóshærð kona með fullkomna húð og kolgeitarhvítan tanngarð situr við borð á kaffihúsi í blómasamfestingi á annarri myndinni og á hinni stendur sama kona upp við bláan vegg í svarthvítum röndóttum síðkjól. Myndirnar tvær sem birtust í nýjasta tölublaði Vogue. En eitthvað var þó bogið við sjálfa fyrirsætuna, hún er eiginlega of fullkomin, dálítið ómannleg, eins og sniðmát fyrir fegurðarstaðal. Í smáa letri auglýsingarinnar þar sem önnur síðan leggst að kilinum stendur að auglýsingaherferðin sé framleidd af „Seraphinne Vallora með gervigreind.“ Ekki er ljóst hvort konan sé algjör gervigreindaruppspuni frá rótum eða byggi á fyrirliggjandi fyrirsætu en inni á Instagram-síðu Seraphinne Vallora má sjá tugi áþekkra gervigreindarmódela. Um Seraphinne Vallora segir að það hanni „gervigreindardrifnar markaðsherferðir og myndbönd“ á ritstjórnarstigi. Herferðir fyrirtækisins hafa einnig birst í Elle og Harper's Bazaar. View this post on Instagram A post shared by Seraphinne Vallora (@seraphinnevallora) Nýr ómögulegur fegurðarstaðall og kallað eftir sniðgöngu Auglýsingin hefur vakið mikla athygli netverja, einna helst neikvæða, og þó hún hafi ekki verið framleidd af Vogue hefur tískutímaritið fengi mikla gagnrýni fyrir að samþykkja að birta efnið „Þetta er stríð gegn list, tísku og menningu,“ sagði einn æstur netverji. „Þetta er klikkað því það er ekki eins og okkur vanti fólk sem er í leit að fyrirsætustörfum,“ sagði annar. @lala4an idk what to say #fyp #vogue ♬ original sound - freak Einn notandi X benti á að ef slíkar gervigreindarfyrirsætur verði normið þá muni hinn nýi fegurðarstaðall verða ófáanlegur því hann byggi á einhverju sem er ekki raunverulegt. Aðrir hafa þó tekið upp hanskann fyrir Guess og segja myndirnar til marks um hvernig mannkyninu fleyti fram. „Framtíðin er hér. Tekur minni tíma og er ódýrara að framleiða,“ sagði ánægður netverji. Fjöldi fólks hefur hvatt til sniðgöngu á bæði Vogue og Guess. Spurning hvort það séu orðin ein eða hvort gjörningurinn hafi áhrif á áskriftir. Auglýsingarnar frá Guess birtust ellefu mánuðum eftir að gervigreindarfyrirtækið OpenAI og Condé Nast, eigandi Vogue, skrifuðu undir samstarf sem felst í því að ýmsar vörur frá Condé Nast, þar á meðal Vogue, The New Yorker, Condé Nast Traveler, GQ, Architectural Digest, Vanity Fair og Wired, birtast inni í gervigreindartólum OpenAI.
Tíska og hönnun Gervigreind Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Höfundar South Park, Trey Parker og Matt Stone, fögnuðu nýjum 1,5 milljarðs dala samningi við Paramount+ með því að gefa út nýjan þátt þar sem þeir sýna Donald Trump á typpinu og uppi í rúmi með Satan. 25. júlí 2025 15:35 Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron Stofnendur gervigreindartólsins Interlink segja körfuboltastjörnuna LeBron James hafa sigað lögfræðiteymi sínu á fyrirtæki þeirra vegna gervigreindarmyndbanda af James þar sem má sjá hann bæði óléttan og í hafmeyjulíki. 25. júlí 2025 10:58 Ergir kirkjuna enn á ný með fölskum Frans páfa Madonna vakti töluverða athygli á föstudag þegar hún birti tvær gervigreindarmyndir af sér með Frans páfa á Instagram. Ekki er hægt að lýsa myndunum öðruvísi en að páfinn sé að þukla á Madonnu. 15. desember 2024 00:11 Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Fleiri fréttir „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira
Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Höfundar South Park, Trey Parker og Matt Stone, fögnuðu nýjum 1,5 milljarðs dala samningi við Paramount+ með því að gefa út nýjan þátt þar sem þeir sýna Donald Trump á typpinu og uppi í rúmi með Satan. 25. júlí 2025 15:35
Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron Stofnendur gervigreindartólsins Interlink segja körfuboltastjörnuna LeBron James hafa sigað lögfræðiteymi sínu á fyrirtæki þeirra vegna gervigreindarmyndbanda af James þar sem má sjá hann bæði óléttan og í hafmeyjulíki. 25. júlí 2025 10:58
Ergir kirkjuna enn á ný með fölskum Frans páfa Madonna vakti töluverða athygli á föstudag þegar hún birti tvær gervigreindarmyndir af sér með Frans páfa á Instagram. Ekki er hægt að lýsa myndunum öðruvísi en að páfinn sé að þukla á Madonnu. 15. desember 2024 00:11