Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 23. júlí 2025 11:12 Eyþór á tali við Guðmund Bergqvist, tökumann hjá RÚV, og Sigtrygg Ara Jóhannsson, ljósmyndara og mótmælanda. Bjarni Þór Sigurðsson Eyþór Árnason ljósmyndari hyggst kæra mann sem skvetti rauðri málningu yfir hann þar sem hann var á vettvangi á mótmælafundi á vegum Félagsins Íslands-Palestínu. Á fundinum sem fór fram í gær fyrir utan húsakynni utanríkisráðuneytisins að Reykjastræti var liður í mótmælaaðgerðunum að skvetta rauðri málningu á veggi og glugga ráðuneytisins. Mótmælandi sem var ósáttur með umfjöllun Morgunblaðsins um ódæði Ísraela á Gasaströndinni spurðist fyrir um vinnuveitanda Eyþórs og réðst að honum með málningarfötu í kjölfarið. Þessa mynd fangaði ljósmyndari Ríkisútvarpsins af Eyþóri.Guðmundur Bergkvist „Ég reikna með því að kæra þetta mál. Prinsipplega getum við ekki látið þetta yfir okkur ganga sem stétt,“ segir Eyþór í samtali við fréttastofu. Gleraugun björguðu honum Hann segist hafa bókað kærumóttöku og að hann muni stefna árásarmanninum fyrir líkamsárás og eignatjón en fatnaður hans er ónýtur og hluti búnaðarins hans líka. Til allrar lukku slapp myndavélin alfarið við málningarslettur en annars hefði árásarmaðurinn mátt búast við ansi hárri bótagreiðslu. Eyþór tekur líka fram að gleraugu sem hann hafði á andliti sér þegar málningunni var skvett hafi mögulega bjargað honum frá meiriháttar líkamstjóni en málning fór í munn hans og nef. Hann telur að hann sé tryggður í gegnum vinnuveitanda sinn en á eftir að skoða málið betur. Gerir grín að árásinni Árásarmaðurinn tjáði sig um málið á samfélagsmiðlum í gær. Af skilaboðunum þar að dæma iðrast hann árásarinnar ekkert og lýsir henni sem „bara brandara.“ „Hann er bara að gera grín að þessu. Það stendur ekki steinn yfir steini í þessu hjá honum,“ segir Eyþór inntur eftir viðbrögðum. Fjölmiðlar Reykjavík Átök í Ísrael og Palestínu Ljósmyndun Harpa Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Sjá meira
Á fundinum sem fór fram í gær fyrir utan húsakynni utanríkisráðuneytisins að Reykjastræti var liður í mótmælaaðgerðunum að skvetta rauðri málningu á veggi og glugga ráðuneytisins. Mótmælandi sem var ósáttur með umfjöllun Morgunblaðsins um ódæði Ísraela á Gasaströndinni spurðist fyrir um vinnuveitanda Eyþórs og réðst að honum með málningarfötu í kjölfarið. Þessa mynd fangaði ljósmyndari Ríkisútvarpsins af Eyþóri.Guðmundur Bergkvist „Ég reikna með því að kæra þetta mál. Prinsipplega getum við ekki látið þetta yfir okkur ganga sem stétt,“ segir Eyþór í samtali við fréttastofu. Gleraugun björguðu honum Hann segist hafa bókað kærumóttöku og að hann muni stefna árásarmanninum fyrir líkamsárás og eignatjón en fatnaður hans er ónýtur og hluti búnaðarins hans líka. Til allrar lukku slapp myndavélin alfarið við málningarslettur en annars hefði árásarmaðurinn mátt búast við ansi hárri bótagreiðslu. Eyþór tekur líka fram að gleraugu sem hann hafði á andliti sér þegar málningunni var skvett hafi mögulega bjargað honum frá meiriháttar líkamstjóni en málning fór í munn hans og nef. Hann telur að hann sé tryggður í gegnum vinnuveitanda sinn en á eftir að skoða málið betur. Gerir grín að árásinni Árásarmaðurinn tjáði sig um málið á samfélagsmiðlum í gær. Af skilaboðunum þar að dæma iðrast hann árásarinnar ekkert og lýsir henni sem „bara brandara.“ „Hann er bara að gera grín að þessu. Það stendur ekki steinn yfir steini í þessu hjá honum,“ segir Eyþór inntur eftir viðbrögðum.
Fjölmiðlar Reykjavík Átök í Ísrael og Palestínu Ljósmyndun Harpa Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Sjá meira