Lífið

Tuttugu ára aldurs­munur og ástin blómstrar

Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar
Ástralska tónlistarundrið Sia og Harry Jowsey virðast vera nýtt par.
Ástralska tónlistarundrið Sia og Harry Jowsey virðast vera nýtt par. Rachpoot/Bauer-Griffin/GC Images

Ástralska tónlistarkonan Sia virðist vera komin með nýjan kærasta. Sá heppni heitir Harry Jowsey og er 28 ára gamall en hann er hvað þekktastur fyrir þátttöku í raunveruleikaseríunni Too Hot Too Handle. 

Sia á ótal smelli að baki sér og má þar nefna lög á borð við Unstoppable, Cheap Thrills og auðvitað Chandelier. 

Sia er 49 ára gömul og á þrjú börn. Hún lætur aldursmuninn ekki stoppa sig og virðist ástin blómstra hjá henni og Jowsey. 

Tvíeykið sást leiðast út af veitingastað í Los Angeles og virtist fara vel með þeim þar sem þau brostu út að eyrum og horfðu reglulega á hvort annað. 

Sia og Harry virðast skotin í hvort öðru! Rachpoot/Bauer-Griffin/GC Images

Sia sótti um skilnað frá fyrrum eiginmanni hennar Dan Bernard í mars síðastliðinn en Harry var áður að deita leikkonuna Lucy Hale. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.