„Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ Agnar Már Másson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 17. júlí 2025 12:35 Þröstur Auðunsson, strandveiðimaður og formaður bátafélagsins Ægis í Stykkishólmi. Vísir/Vésteinn Strandveiðimaður segir stéttina upplifa sig svikna og krefur ríkisstjórnina um að efna loforð sín um 48 daga strandveiðitímabil, sem virðist nú runnið í sandinn þar sem strandveiðafrumvarp ríkisstjórnarinnar var ekki afgreitt áður en þingi lauk. Strandveiðitímabilinu er að óbreyttu lokið og sjómaðurinn er ekki bjartsýnn. Fiskistofa tilkynnti í gærkvöldi að strandveiðum væri lokið í ár og bann tók gildi í dag. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá desember 2024 kom fram að ríkisstjórnin ætli að tryggja 48 daga til strandveiða en frumvarp um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða dagaði uppi í þinginu. Fyrr í vikunni hafði Inga Sæland, félagsmálaráðherra úr röðum Flokks fólksins, sagt á samfélagsmiðlum að strandveiðimenn þyrftu ekki að örvænta. En nú eru veiðarnar bannaðar. Seinna í dag kemur í ljós hvort strandveiðum verður fram haldið í sumar en þær voru stöðvaðar eftir að núverandi kvóti kláraðist í gær. Vinna stendur yfir í ráðuneytinu en framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda vonast eftir fimm þúsund tonnum til viðbótar. „Þetta er mjög slæmt,“ segir Þröstur Auðunsson, strandveiðimaður og formaður bátafélagsins Ægis í Stykkishólmi. „Það var búið að lofa þessum 48 dögum í stjórnarsáttmála.“ Hann biðlar til ráðherra að það verði bætt í pottinn og segir málið mjög slæmt fyrir margar fjölskyldur í landinu. „Ég vona að þær standi við sín loforð, annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær.“ Vonar að valkyrjur standi við gefin loforð Þröstur segir enn fremur að strandveiðisjómenn upplifi sig svikna vegna málsins. „Algjörlega,“ segir Þröstur. „[Inga Sæland] ráðherra segir á mánudagskvöld að við þurfum ekki að sigla bátunum í land. Og þetta er stöðvað,“ bætir hann við. „Það stendur ekki steinn yfir steini, segja þessar drottningar.“ Þresti þykir þó ekki að þessu máli hafi verið fórnað fyrir annað enda hafi það verið kynnt í stjórnarsáttmálanum í desember. „Þetta átti að vera löngu búið,“ segir hann. „Strandveiðar eru mjög mikilvægar fyrir stóran hluta af sjómönnunum sem eru að gera út þessa báta og auðvitað þarf að taka aflaheimild einhvers staðar en það er spurning hvernig á að gera það. Við verum að byrja á réttum enda - þær byrja á vitlausum enda og svo ætla þær að sjá hvernig þær standa við það.“ „Loforð er loforð og við vonum að þær standi við það,“ segir hann enn fremur. „En ég er ekki bjartsýnn.“ Ekki einhugur um strandveiðar í ríkisstjórninni Ásthildur Lóa Þórsdóttir þingmaður Flokks fólksins skrifaði á Facebook í gær að það væri minnihlutanum að kenna og málþófi hans í veiðigjaldaumræðunni að ekki hafi tekist að afgreiða frumvarpið. Það er þó ekki endilega einhugur um strandveiðar í ríkisstjórninni. Daði Már Kristófersson, viðreisnarmaður, fjármálaráðherra og hagfræðingur að mennt, kallaði þær „efnahagslega sóun“ í grein sem hann og fleiri birtu í vísindaritinu Regional Studies in Marine Science árið 2021. Ásthildur vildi þó meina í gær að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra og formaður Viðreisnar, hefði sagt ríkisstjórnina geta samþykkt strandveiðifrumvarpið. „[Þ]ingmenn minnihlutans litu skömmustulega undan í sætum sínum,“ skrifaði Ásthildur. Strandveiðar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Flokkur fólksins Samfylkingin Sjávarútvegur Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Fiskistofa tilkynnti í gærkvöldi að strandveiðum væri lokið í ár og bann tók gildi í dag. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá desember 2024 kom fram að ríkisstjórnin ætli að tryggja 48 daga til strandveiða en frumvarp um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða dagaði uppi í þinginu. Fyrr í vikunni hafði Inga Sæland, félagsmálaráðherra úr röðum Flokks fólksins, sagt á samfélagsmiðlum að strandveiðimenn þyrftu ekki að örvænta. En nú eru veiðarnar bannaðar. Seinna í dag kemur í ljós hvort strandveiðum verður fram haldið í sumar en þær voru stöðvaðar eftir að núverandi kvóti kláraðist í gær. Vinna stendur yfir í ráðuneytinu en framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda vonast eftir fimm þúsund tonnum til viðbótar. „Þetta er mjög slæmt,“ segir Þröstur Auðunsson, strandveiðimaður og formaður bátafélagsins Ægis í Stykkishólmi. „Það var búið að lofa þessum 48 dögum í stjórnarsáttmála.“ Hann biðlar til ráðherra að það verði bætt í pottinn og segir málið mjög slæmt fyrir margar fjölskyldur í landinu. „Ég vona að þær standi við sín loforð, annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær.“ Vonar að valkyrjur standi við gefin loforð Þröstur segir enn fremur að strandveiðisjómenn upplifi sig svikna vegna málsins. „Algjörlega,“ segir Þröstur. „[Inga Sæland] ráðherra segir á mánudagskvöld að við þurfum ekki að sigla bátunum í land. Og þetta er stöðvað,“ bætir hann við. „Það stendur ekki steinn yfir steini, segja þessar drottningar.“ Þresti þykir þó ekki að þessu máli hafi verið fórnað fyrir annað enda hafi það verið kynnt í stjórnarsáttmálanum í desember. „Þetta átti að vera löngu búið,“ segir hann. „Strandveiðar eru mjög mikilvægar fyrir stóran hluta af sjómönnunum sem eru að gera út þessa báta og auðvitað þarf að taka aflaheimild einhvers staðar en það er spurning hvernig á að gera það. Við verum að byrja á réttum enda - þær byrja á vitlausum enda og svo ætla þær að sjá hvernig þær standa við það.“ „Loforð er loforð og við vonum að þær standi við það,“ segir hann enn fremur. „En ég er ekki bjartsýnn.“ Ekki einhugur um strandveiðar í ríkisstjórninni Ásthildur Lóa Þórsdóttir þingmaður Flokks fólksins skrifaði á Facebook í gær að það væri minnihlutanum að kenna og málþófi hans í veiðigjaldaumræðunni að ekki hafi tekist að afgreiða frumvarpið. Það er þó ekki endilega einhugur um strandveiðar í ríkisstjórninni. Daði Már Kristófersson, viðreisnarmaður, fjármálaráðherra og hagfræðingur að mennt, kallaði þær „efnahagslega sóun“ í grein sem hann og fleiri birtu í vísindaritinu Regional Studies in Marine Science árið 2021. Ásthildur vildi þó meina í gær að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra og formaður Viðreisnar, hefði sagt ríkisstjórnina geta samþykkt strandveiðifrumvarpið. „[Þ]ingmenn minnihlutans litu skömmustulega undan í sætum sínum,“ skrifaði Ásthildur.
Strandveiðar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Flokkur fólksins Samfylkingin Sjávarútvegur Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira