Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Agnar Már Másson skrifar 16. júlí 2025 23:31 „Það var áhugavert að fylgjast með á síðasta degi þingsins, þegar Þorgerður Katrín sagði að við gætum samþykkt strandveiðifrumvarpið strax á fundinum því ekki stæði á ríkisstjórninni, hvernig þingmenn minnihlutans litu skömmustulega undan í sætum sínum.“ Vísir/Vilhelm Ásthildur Lóa Þórsdóttir, þingmaður Flokks fólksins, á í hörðum deilum í kommentakerfinu um strandveiðar. Hún segir við minnihlutann að sakast að strandveiðifrumvarpið hafi ekki fengið afgreiðslu fyrir þinglok en Fiskistofa hefur stöðvað strandveiðar í sumar. Ásthildur átti í kvöld í rökræðum við Njál Ragnarsson, framsóknarmann og forseta bæjarráðs í Vestmannaeyjum úr röðum Eyjalistans. Tilefnið að rifrildinu eru nýlegar fréttir af því að Fiskistofa hafi í kvöld stöðvað strandveiðar þar sem ekki verður bætt við aflaheimildir strandveiðibáta í sumar. Ríkisstjórnin hafði gefið loforð um 48 strandveiðidaga í ár, að frumkvæði Flokks fólksins, en frumvarp sem myndi gera 48 daga mögulega var ekki afgreitt á þinginu sem lauk nú. Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að til skoðunar sé í atvinnuvegaráðuneytinu hvort og þá hvernig hægt sé að bæta við heimildir strandveiðisjómanna. Njáll deilir fjögurra daga gamalli mynd frá Ásthildi þar sem hún og fleiri þingmenn ræddu við strandveiðimenn á Austurvelli. Njáll bætir við færsluna: „Síðan héldu allir með bros á vör inn í þinghús og tóku ákvörðun um að gera EKKERT fyrir strandveiðimenn.“ Ásthildur svarar í kommentakerfinu og kennir minnihlutanum um: „Það var áhugavert að fylgjast með á síðasta degi þingsins, þegar Þorgerður Katrín sagði að við gætum samþykkt strandveiðifrumvarpið strax á fundinum því ekki stæði á ríkisstjórninni, hvernig þingmenn minnihlutans litu skömmustulega undan í sætum sínum.“ Njáll bendir þá á að ríkisstjórnin sé með meirihluta í þinginu og Björgmundur Örn Guðmundsson og Björn Kristinn Pálmarsson skerast inn í leikinn og taka þar undir með Njáli. Ásta svarar að „öll þjóðin hafi séð hvað gerðist“ og því svara þeir að meirihlutinn sé þó alltaf með dagskrárvald. „Meirihlutinn fer vissulega með dagskrárvaldið,“ viðurkennir Ásthildur, „en þegar minnihlutinn neitar að viðurkenna það og beitir málþófi til að koma í veg fyrir vilja eða dagskrárvald minnihlutans geta góð ráð orðið dýr.“ Hún bætir við: „Þið í minnihlutanum megið svo sannarlega skammast ykkar.“ Björgmundur Örn, einnig framsóknarmaður, svarar þá að það sé „algjörlega 100 prósent á ábyrgð meirihlutans“ að strandveiðifrumvarpið hafi ekki verið tekið fyrir á þinginu. Strandveiðar Sjávarútvegur Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Miðflokkurinn Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Ásthildur átti í kvöld í rökræðum við Njál Ragnarsson, framsóknarmann og forseta bæjarráðs í Vestmannaeyjum úr röðum Eyjalistans. Tilefnið að rifrildinu eru nýlegar fréttir af því að Fiskistofa hafi í kvöld stöðvað strandveiðar þar sem ekki verður bætt við aflaheimildir strandveiðibáta í sumar. Ríkisstjórnin hafði gefið loforð um 48 strandveiðidaga í ár, að frumkvæði Flokks fólksins, en frumvarp sem myndi gera 48 daga mögulega var ekki afgreitt á þinginu sem lauk nú. Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að til skoðunar sé í atvinnuvegaráðuneytinu hvort og þá hvernig hægt sé að bæta við heimildir strandveiðisjómanna. Njáll deilir fjögurra daga gamalli mynd frá Ásthildi þar sem hún og fleiri þingmenn ræddu við strandveiðimenn á Austurvelli. Njáll bætir við færsluna: „Síðan héldu allir með bros á vör inn í þinghús og tóku ákvörðun um að gera EKKERT fyrir strandveiðimenn.“ Ásthildur svarar í kommentakerfinu og kennir minnihlutanum um: „Það var áhugavert að fylgjast með á síðasta degi þingsins, þegar Þorgerður Katrín sagði að við gætum samþykkt strandveiðifrumvarpið strax á fundinum því ekki stæði á ríkisstjórninni, hvernig þingmenn minnihlutans litu skömmustulega undan í sætum sínum.“ Njáll bendir þá á að ríkisstjórnin sé með meirihluta í þinginu og Björgmundur Örn Guðmundsson og Björn Kristinn Pálmarsson skerast inn í leikinn og taka þar undir með Njáli. Ásta svarar að „öll þjóðin hafi séð hvað gerðist“ og því svara þeir að meirihlutinn sé þó alltaf með dagskrárvald. „Meirihlutinn fer vissulega með dagskrárvaldið,“ viðurkennir Ásthildur, „en þegar minnihlutinn neitar að viðurkenna það og beitir málþófi til að koma í veg fyrir vilja eða dagskrárvald minnihlutans geta góð ráð orðið dýr.“ Hún bætir við: „Þið í minnihlutanum megið svo sannarlega skammast ykkar.“ Björgmundur Örn, einnig framsóknarmaður, svarar þá að það sé „algjörlega 100 prósent á ábyrgð meirihlutans“ að strandveiðifrumvarpið hafi ekki verið tekið fyrir á þinginu.
Strandveiðar Sjávarútvegur Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Miðflokkurinn Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira