Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Agnar Már Másson skrifar 16. júlí 2025 23:31 „Það var áhugavert að fylgjast með á síðasta degi þingsins, þegar Þorgerður Katrín sagði að við gætum samþykkt strandveiðifrumvarpið strax á fundinum því ekki stæði á ríkisstjórninni, hvernig þingmenn minnihlutans litu skömmustulega undan í sætum sínum.“ Vísir/Vilhelm Ásthildur Lóa Þórsdóttir, þingmaður Flokks fólksins, á í hörðum deilum í kommentakerfinu um strandveiðar. Hún segir við minnihlutann að sakast að strandveiðifrumvarpið hafi ekki fengið afgreiðslu fyrir þinglok en Fiskistofa hefur stöðvað strandveiðar í sumar. Ásthildur átti í kvöld í rökræðum við Njál Ragnarsson, framsóknarmann og forseta bæjarráðs í Vestmannaeyjum úr röðum Eyjalistans. Tilefnið að rifrildinu eru nýlegar fréttir af því að Fiskistofa hafi í kvöld stöðvað strandveiðar þar sem ekki verður bætt við aflaheimildir strandveiðibáta í sumar. Ríkisstjórnin hafði gefið loforð um 48 strandveiðidaga í ár, að frumkvæði Flokks fólksins, en frumvarp sem myndi gera 48 daga mögulega var ekki afgreitt á þinginu sem lauk nú. Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að til skoðunar sé í atvinnuvegaráðuneytinu hvort og þá hvernig hægt sé að bæta við heimildir strandveiðisjómanna. Njáll deilir fjögurra daga gamalli mynd frá Ásthildi þar sem hún og fleiri þingmenn ræddu við strandveiðimenn á Austurvelli. Njáll bætir við færsluna: „Síðan héldu allir með bros á vör inn í þinghús og tóku ákvörðun um að gera EKKERT fyrir strandveiðimenn.“ Ásthildur svarar í kommentakerfinu og kennir minnihlutanum um: „Það var áhugavert að fylgjast með á síðasta degi þingsins, þegar Þorgerður Katrín sagði að við gætum samþykkt strandveiðifrumvarpið strax á fundinum því ekki stæði á ríkisstjórninni, hvernig þingmenn minnihlutans litu skömmustulega undan í sætum sínum.“ Njáll bendir þá á að ríkisstjórnin sé með meirihluta í þinginu og Björgmundur Örn Guðmundsson og Björn Kristinn Pálmarsson skerast inn í leikinn og taka þar undir með Njáli. Ásta svarar að „öll þjóðin hafi séð hvað gerðist“ og því svara þeir að meirihlutinn sé þó alltaf með dagskrárvald. „Meirihlutinn fer vissulega með dagskrárvaldið,“ viðurkennir Ásthildur, „en þegar minnihlutinn neitar að viðurkenna það og beitir málþófi til að koma í veg fyrir vilja eða dagskrárvald minnihlutans geta góð ráð orðið dýr.“ Hún bætir við: „Þið í minnihlutanum megið svo sannarlega skammast ykkar.“ Björgmundur Örn, einnig framsóknarmaður, svarar þá að það sé „algjörlega 100 prósent á ábyrgð meirihlutans“ að strandveiðifrumvarpið hafi ekki verið tekið fyrir á þinginu. Strandveiðar Sjávarútvegur Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Miðflokkurinn Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Handtekinn í Dölunum Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Fleiri fréttir Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Sjá meira
Ásthildur átti í kvöld í rökræðum við Njál Ragnarsson, framsóknarmann og forseta bæjarráðs í Vestmannaeyjum úr röðum Eyjalistans. Tilefnið að rifrildinu eru nýlegar fréttir af því að Fiskistofa hafi í kvöld stöðvað strandveiðar þar sem ekki verður bætt við aflaheimildir strandveiðibáta í sumar. Ríkisstjórnin hafði gefið loforð um 48 strandveiðidaga í ár, að frumkvæði Flokks fólksins, en frumvarp sem myndi gera 48 daga mögulega var ekki afgreitt á þinginu sem lauk nú. Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að til skoðunar sé í atvinnuvegaráðuneytinu hvort og þá hvernig hægt sé að bæta við heimildir strandveiðisjómanna. Njáll deilir fjögurra daga gamalli mynd frá Ásthildi þar sem hún og fleiri þingmenn ræddu við strandveiðimenn á Austurvelli. Njáll bætir við færsluna: „Síðan héldu allir með bros á vör inn í þinghús og tóku ákvörðun um að gera EKKERT fyrir strandveiðimenn.“ Ásthildur svarar í kommentakerfinu og kennir minnihlutanum um: „Það var áhugavert að fylgjast með á síðasta degi þingsins, þegar Þorgerður Katrín sagði að við gætum samþykkt strandveiðifrumvarpið strax á fundinum því ekki stæði á ríkisstjórninni, hvernig þingmenn minnihlutans litu skömmustulega undan í sætum sínum.“ Njáll bendir þá á að ríkisstjórnin sé með meirihluta í þinginu og Björgmundur Örn Guðmundsson og Björn Kristinn Pálmarsson skerast inn í leikinn og taka þar undir með Njáli. Ásta svarar að „öll þjóðin hafi séð hvað gerðist“ og því svara þeir að meirihlutinn sé þó alltaf með dagskrárvald. „Meirihlutinn fer vissulega með dagskrárvaldið,“ viðurkennir Ásthildur, „en þegar minnihlutinn neitar að viðurkenna það og beitir málþófi til að koma í veg fyrir vilja eða dagskrárvald minnihlutans geta góð ráð orðið dýr.“ Hún bætir við: „Þið í minnihlutanum megið svo sannarlega skammast ykkar.“ Björgmundur Örn, einnig framsóknarmaður, svarar þá að það sé „algjörlega 100 prósent á ábyrgð meirihlutans“ að strandveiðifrumvarpið hafi ekki verið tekið fyrir á þinginu.
Strandveiðar Sjávarútvegur Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Miðflokkurinn Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Handtekinn í Dölunum Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Fleiri fréttir Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Sjá meira