„Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Smári Jökull Jónsson skrifar 15. júlí 2025 19:36 Ljósabekkur. Myndin tengist ekki fréttinni beint. Þörf er á átaki gegn notkun ljósabekkja að sögn húðlæknis sem vill að þeir verði einfaldlega bannaðir. Rannsóknir sýni að bekkirnir valdi fleiri krabbameinum en sígarettur. Samkvæmt niðurstöðum úr könnun sem birtar voru á síðasta ári höfðu 14% ungmenna á aldrinum 15-17 ára farið í ljósabekk síðustu tólf mánuði þar á undan en notkun bekkjanna hér á landi er bönnuð þeim sem eru yngri en 18 ára. Notkun slíkra bekkja er alfarið bönnuð í þremur löndum en yfir 90% af húðkrabbameinum orsakast af útfljólubláum geislum hvort sem það er frá sólinni eða ljósabekkjum. Jenna Huld Eysteinsdóttir húðlæknir segir augljóst að grípa þurfi inn í. „Þegar við sjáum aukna tíðni á sortuæxlum sem er alveg samfara aukinni tíðni á ljósabekkjanotkun, þá vorum við með fyrstu löndum að banna ljósabekki undir 18 ára. Ég held það sé kominn tími til að alveg að banna þetta,“ sagði Jenna í viðtali sem birtist í kvöldfréttum Sýnar. Tíu sinnum meiri geislun en frá sólinni Hún segir það varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól og hún hafi þá orðið fyrir skaða. „Á góðum sólardegi eins og var í gær þegar sólin er sem sterkust, að fara í einn ljósatíma þá ertu að fá 10x meiri geislun á 10 mínútum heldur en frá sólinni. Það er alveg klárt að þessi útfljólubláa geislun er skaðleg.“ Jenna segir að þörf sé á átaki heilbrigðisyfirvalda líkt og farið var í um aldamótin þegar tíðni sortuæxla jókst. Hún segir rannsóknir sýna að hjá 97% kvenna sem greinist með sortuæxli sé saga um notkun ljósabekkja. „Rannsóknir sýna að ljósabekkir eru að valda fleiri húðkrabbameinum heldur en sígarettur lungnakrabbameini. Þetta er mjög krabbameinsvaldandi efni. Ef það er ekki hægt að banna þetta þá þarf að setja einhverjar álögur á þetta, tolla eða skatta því þetta er aukið álag á heilbrigðiskerfið.“ Sólin Heilbrigðismál Ljósabekkir Kvöldfréttir Tengdar fréttir Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Það er varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól, segir Jenna Huld Eysteinsdóttir húðlæknir. Þannig sé mikið brún húð í mikilli vörn. Hún segir fáránlegt að ekki sé búið að banna ljósabekki á Íslandi. 15. júlí 2025 10:23 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Samkvæmt niðurstöðum úr könnun sem birtar voru á síðasta ári höfðu 14% ungmenna á aldrinum 15-17 ára farið í ljósabekk síðustu tólf mánuði þar á undan en notkun bekkjanna hér á landi er bönnuð þeim sem eru yngri en 18 ára. Notkun slíkra bekkja er alfarið bönnuð í þremur löndum en yfir 90% af húðkrabbameinum orsakast af útfljólubláum geislum hvort sem það er frá sólinni eða ljósabekkjum. Jenna Huld Eysteinsdóttir húðlæknir segir augljóst að grípa þurfi inn í. „Þegar við sjáum aukna tíðni á sortuæxlum sem er alveg samfara aukinni tíðni á ljósabekkjanotkun, þá vorum við með fyrstu löndum að banna ljósabekki undir 18 ára. Ég held það sé kominn tími til að alveg að banna þetta,“ sagði Jenna í viðtali sem birtist í kvöldfréttum Sýnar. Tíu sinnum meiri geislun en frá sólinni Hún segir það varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól og hún hafi þá orðið fyrir skaða. „Á góðum sólardegi eins og var í gær þegar sólin er sem sterkust, að fara í einn ljósatíma þá ertu að fá 10x meiri geislun á 10 mínútum heldur en frá sólinni. Það er alveg klárt að þessi útfljólubláa geislun er skaðleg.“ Jenna segir að þörf sé á átaki heilbrigðisyfirvalda líkt og farið var í um aldamótin þegar tíðni sortuæxla jókst. Hún segir rannsóknir sýna að hjá 97% kvenna sem greinist með sortuæxli sé saga um notkun ljósabekkja. „Rannsóknir sýna að ljósabekkir eru að valda fleiri húðkrabbameinum heldur en sígarettur lungnakrabbameini. Þetta er mjög krabbameinsvaldandi efni. Ef það er ekki hægt að banna þetta þá þarf að setja einhverjar álögur á þetta, tolla eða skatta því þetta er aukið álag á heilbrigðiskerfið.“
Sólin Heilbrigðismál Ljósabekkir Kvöldfréttir Tengdar fréttir Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Það er varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól, segir Jenna Huld Eysteinsdóttir húðlæknir. Þannig sé mikið brún húð í mikilli vörn. Hún segir fáránlegt að ekki sé búið að banna ljósabekki á Íslandi. 15. júlí 2025 10:23 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Það er varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól, segir Jenna Huld Eysteinsdóttir húðlæknir. Þannig sé mikið brún húð í mikilli vörn. Hún segir fáránlegt að ekki sé búið að banna ljósabekki á Íslandi. 15. júlí 2025 10:23