„Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Smári Jökull Jónsson skrifar 15. júlí 2025 19:36 Ljósabekkur. Myndin tengist ekki fréttinni beint. Þörf er á átaki gegn notkun ljósabekkja að sögn húðlæknis sem vill að þeir verði einfaldlega bannaðir. Rannsóknir sýni að bekkirnir valdi fleiri krabbameinum en sígarettur. Samkvæmt niðurstöðum úr könnun sem birtar voru á síðasta ári höfðu 14% ungmenna á aldrinum 15-17 ára farið í ljósabekk síðustu tólf mánuði þar á undan en notkun bekkjanna hér á landi er bönnuð þeim sem eru yngri en 18 ára. Notkun slíkra bekkja er alfarið bönnuð í þremur löndum en yfir 90% af húðkrabbameinum orsakast af útfljólubláum geislum hvort sem það er frá sólinni eða ljósabekkjum. Jenna Huld Eysteinsdóttir húðlæknir segir augljóst að grípa þurfi inn í. „Þegar við sjáum aukna tíðni á sortuæxlum sem er alveg samfara aukinni tíðni á ljósabekkjanotkun, þá vorum við með fyrstu löndum að banna ljósabekki undir 18 ára. Ég held það sé kominn tími til að alveg að banna þetta,“ sagði Jenna í viðtali sem birtist í kvöldfréttum Sýnar. Tíu sinnum meiri geislun en frá sólinni Hún segir það varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól og hún hafi þá orðið fyrir skaða. „Á góðum sólardegi eins og var í gær þegar sólin er sem sterkust, að fara í einn ljósatíma þá ertu að fá 10x meiri geislun á 10 mínútum heldur en frá sólinni. Það er alveg klárt að þessi útfljólubláa geislun er skaðleg.“ Jenna segir að þörf sé á átaki heilbrigðisyfirvalda líkt og farið var í um aldamótin þegar tíðni sortuæxla jókst. Hún segir rannsóknir sýna að hjá 97% kvenna sem greinist með sortuæxli sé saga um notkun ljósabekkja. „Rannsóknir sýna að ljósabekkir eru að valda fleiri húðkrabbameinum heldur en sígarettur lungnakrabbameini. Þetta er mjög krabbameinsvaldandi efni. Ef það er ekki hægt að banna þetta þá þarf að setja einhverjar álögur á þetta, tolla eða skatta því þetta er aukið álag á heilbrigðiskerfið.“ Sólin Heilbrigðismál Ljósabekkir Kvöldfréttir Tengdar fréttir Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Það er varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól, segir Jenna Huld Eysteinsdóttir húðlæknir. Þannig sé mikið brún húð í mikilli vörn. Hún segir fáránlegt að ekki sé búið að banna ljósabekki á Íslandi. 15. júlí 2025 10:23 Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fleiri fréttir Svara til saka eftir tvær vikur Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn og Símanum Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Sjá meira
Samkvæmt niðurstöðum úr könnun sem birtar voru á síðasta ári höfðu 14% ungmenna á aldrinum 15-17 ára farið í ljósabekk síðustu tólf mánuði þar á undan en notkun bekkjanna hér á landi er bönnuð þeim sem eru yngri en 18 ára. Notkun slíkra bekkja er alfarið bönnuð í þremur löndum en yfir 90% af húðkrabbameinum orsakast af útfljólubláum geislum hvort sem það er frá sólinni eða ljósabekkjum. Jenna Huld Eysteinsdóttir húðlæknir segir augljóst að grípa þurfi inn í. „Þegar við sjáum aukna tíðni á sortuæxlum sem er alveg samfara aukinni tíðni á ljósabekkjanotkun, þá vorum við með fyrstu löndum að banna ljósabekki undir 18 ára. Ég held það sé kominn tími til að alveg að banna þetta,“ sagði Jenna í viðtali sem birtist í kvöldfréttum Sýnar. Tíu sinnum meiri geislun en frá sólinni Hún segir það varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól og hún hafi þá orðið fyrir skaða. „Á góðum sólardegi eins og var í gær þegar sólin er sem sterkust, að fara í einn ljósatíma þá ertu að fá 10x meiri geislun á 10 mínútum heldur en frá sólinni. Það er alveg klárt að þessi útfljólubláa geislun er skaðleg.“ Jenna segir að þörf sé á átaki heilbrigðisyfirvalda líkt og farið var í um aldamótin þegar tíðni sortuæxla jókst. Hún segir rannsóknir sýna að hjá 97% kvenna sem greinist með sortuæxli sé saga um notkun ljósabekkja. „Rannsóknir sýna að ljósabekkir eru að valda fleiri húðkrabbameinum heldur en sígarettur lungnakrabbameini. Þetta er mjög krabbameinsvaldandi efni. Ef það er ekki hægt að banna þetta þá þarf að setja einhverjar álögur á þetta, tolla eða skatta því þetta er aukið álag á heilbrigðiskerfið.“
Sólin Heilbrigðismál Ljósabekkir Kvöldfréttir Tengdar fréttir Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Það er varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól, segir Jenna Huld Eysteinsdóttir húðlæknir. Þannig sé mikið brún húð í mikilli vörn. Hún segir fáránlegt að ekki sé búið að banna ljósabekki á Íslandi. 15. júlí 2025 10:23 Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fleiri fréttir Svara til saka eftir tvær vikur Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn og Símanum Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Sjá meira
Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Það er varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól, segir Jenna Huld Eysteinsdóttir húðlæknir. Þannig sé mikið brún húð í mikilli vörn. Hún segir fáránlegt að ekki sé búið að banna ljósabekki á Íslandi. 15. júlí 2025 10:23