Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Sunna Sæmundsdóttir skrifar 15. júlí 2025 12:13 Lengsta umræðan var um veiðigjöld og stóð hún samtals yfir í um 162 klukkustundir. vísir/Vilhelm Þingmenn Sjálfstæðisflokksins raða sér í flest efstu sætin á lista yfir þá sem töluðu mest á liðnum þingvetri. Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring og segir titilinn leggjast ágætlega í sig Alþingi var sett hinn 4. febrúar eða fyrir rúmum fimm mánuðum. Á þeim tíma var haldinn 91 þingfundur og stóðu þeir samtals yfir í um 710 klukkustundir. Sá lengsti varði í átján og hálfan tíma og líkt og fram hefur komið var lengsta umræðan um veiðigjöld en rætt var um málið í um 162 klukkustundir. Það kemur því lítið á óvart að þau sem tóku virkan þátt í umræðunni tróna í efstu sætum yfir þá þingmenn sem töluðu manna mest. Ræðukóngur að þessu sinni er Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem talaði í 1.548 mínútur eða tæpar 26 klukkustundir. Hann segir titilinn leggjast ágætlega í sig. Njáll Trausti Friðbertsson er ræðukóngur eftir liðinn þingvetur.Vísir/Vilhelm „Það er búið að vera mikil umræða um mörg stór mál síðan í byrjun febrúar og þetta er kannski svolítið mikið á mínum þekkingarsviðum og áhugasviðum sem umræðan hefur verið. Þannig það er bara áhugavert að lenda í þessari stöðu,“ segir Njáll Trausti. Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, talaði næst mest, eða í 1.509 mínútur og þar á eftir er Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, sem talaði í 1.492 mínútur. Í fjórða sæti er Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins sem talaði í 1.399 mínútur. Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, talaði næst mest á liðnu þingi.Vísir/Ívar Fannar Njáll Trausti segir umræðuna um veiðigjöld standa upp úr þar á þinginu sem hann hafi viðrað áhyggjur sínar af áhrifum breytinganna á sjávarþorp í kringum landið. „En svo höfum líka verið að ræða varnar- og öryggismálin, búin að ræða innviði í samfélaginu, og ég hef haft mikinn áhuga á samgöngumálum og raforkumálum.“ Hann segir þingveturinn hafa verið sérstakan að mörgu leyti en bindur vondir við gott samstarf í haut. „Vonandi er skárri þingvetur fram undan en það sem við höfum verið að upplifa síðustu mánuði, sem ég held að sé alveg fordæmalaust.“ Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Fleiri fréttir Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Sjá meira
Alþingi var sett hinn 4. febrúar eða fyrir rúmum fimm mánuðum. Á þeim tíma var haldinn 91 þingfundur og stóðu þeir samtals yfir í um 710 klukkustundir. Sá lengsti varði í átján og hálfan tíma og líkt og fram hefur komið var lengsta umræðan um veiðigjöld en rætt var um málið í um 162 klukkustundir. Það kemur því lítið á óvart að þau sem tóku virkan þátt í umræðunni tróna í efstu sætum yfir þá þingmenn sem töluðu manna mest. Ræðukóngur að þessu sinni er Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem talaði í 1.548 mínútur eða tæpar 26 klukkustundir. Hann segir titilinn leggjast ágætlega í sig. Njáll Trausti Friðbertsson er ræðukóngur eftir liðinn þingvetur.Vísir/Vilhelm „Það er búið að vera mikil umræða um mörg stór mál síðan í byrjun febrúar og þetta er kannski svolítið mikið á mínum þekkingarsviðum og áhugasviðum sem umræðan hefur verið. Þannig það er bara áhugavert að lenda í þessari stöðu,“ segir Njáll Trausti. Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, talaði næst mest, eða í 1.509 mínútur og þar á eftir er Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, sem talaði í 1.492 mínútur. Í fjórða sæti er Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins sem talaði í 1.399 mínútur. Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, talaði næst mest á liðnu þingi.Vísir/Ívar Fannar Njáll Trausti segir umræðuna um veiðigjöld standa upp úr þar á þinginu sem hann hafi viðrað áhyggjur sínar af áhrifum breytinganna á sjávarþorp í kringum landið. „En svo höfum líka verið að ræða varnar- og öryggismálin, búin að ræða innviði í samfélaginu, og ég hef haft mikinn áhuga á samgöngumálum og raforkumálum.“ Hann segir þingveturinn hafa verið sérstakan að mörgu leyti en bindur vondir við gott samstarf í haut. „Vonandi er skárri þingvetur fram undan en það sem við höfum verið að upplifa síðustu mánuði, sem ég held að sé alveg fordæmalaust.“
Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Fleiri fréttir Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Sjá meira