Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Jón Þór Stefánsson skrifar 14. júlí 2025 11:43 Atvik málsins áttu sér stað í íbúð konunnar í Breiðholti. Vísir/Vilhelm Ymur Art Runólfsson, fertugur karlmaður, beitti fjórum hnífum þegar hann varð móður sinni að bana í íbúð hennar í Breiðholti í október síðastliðnum. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í dómi á hendur Ym. Greint var frá því á dögunum að Ymur hefði í Héraðsdómi Reykjavíkur verið sakfelldur fyrir drápið. Hann var metinn sakhæfur, en var ekki gerð refsing. Í staðinn er honum gert að sæta öryggisgæslu. Í ákæru sagði að hann hefði stungið hana með hnífi að minnsta kosti 22 sinnum. Lögreglu barst tilkynning um málið rétt fyrir miðnætti þann 23. október. Það var öryggisvörður sem lét lögreglu vita. Öryggisverðinum hafði borist neyðarkall frá móðurinni, en hún var með öryggishnapp. Hann hafði komið heim til hennar áður og mun hafa vitað að Ymur byggi hjá móður sinni og drifið sig heim til hennar. Fyrir dómi sagðist öryggisvörðurinn hafa bankað þrisvar á hurðina. Hann hafi heyrt einhvern umgang og svo hafi Ymur opnað hurðina og sagt við hann: „Gakktu í bæinn, hún er dauð.“ Öryggisvörðurinn hafi þá spurt hvað hann ætti við og Ymur endurtekið umrædd orð. Öryggisvörðurinn hafi síðan gengið inn í svefnherbergið og séð framan í hina látnu, hlaupið út og hringt á lögreglu. Fram kemur að honum barst neyðarkallið klukkan 23:44 og hann hringt á lögregluna, korteri síðar. Fundu fjóra blóðuga hnífa Þegar lögreglu bar að garði sat Ymur í sófa í stofu íbúðarinnar. Hann var handtekinn og kynnt að hann hefði réttarstöðu sakbornings. Móðirin lá í rúmi í svefnherbergi. Fram kemur að sængin hafi verið blóðug og að áverkar á konunni hafi verið sjáanlegir. Endurlífgunartilraunir hafi ekki borið árangur. Ymur mun hafa spurt hvort móðir sín væri dauð, og ítrekað sagt að hann hefði drepið hana. Á leið á lögreglustöðina hafi hann sagt að ef hún væri ekki látin hefði hann reynt að drepa hana og beitt til þess fjórum hnífum. Fram kemur að á vettvangi hafi fundist tveir hnífar í eldhúsi sem voru báðir blóðugir og tveir í svefnherberginu, sem voru líka blóðugir. Vildi kanna hvort „þriðji maðurinn“ hefði verið inni Í skýrslutöku sem var tekin af Ym daginn eftir drápið sagðist hann hafa stungið hanaeinhvers staðar í brjóstkassann en ekki ætlað að drepa hana. Já, ég sting hana eitthvað og ég ætlaði ekkert að drepa hana,“ mun hann hafa sagt orðrétt. Nokkrum dögum seinna sagðist hann ekki muna eftir því að hafa stungið hana, og að hann hefði verið í taugaáfalli þegar fyrsta skýrslan var tekin og fundið fyrir þrýstingi frá lögreglu. „Í raun og veru þá man ég ekki eftir því að hafa stungið hana en ég man að ég tók þessa hnífa,“ sagði hann. Í byrjun árs hafi hann svo aftur talað um að hann myndi ekki eftir að hafa stungið hana. Þá hafi hann sagst vilja fá verkfræðing til að kanna „hvort að þriðji maðurinn gæti ekki hafa verið þarna inni“. Sagði atvikin eins og í bíómynd Fyrir dómi bar Ymur fyrir sig minnisleysi. Hann kannaðist við að hafa verið í íbúðinni umrætt kvöld og verið í samskiptum við móður sína. Hann sagðist þó ekki muna eftir að hafa stungið hana, heldur hafi hann verið að reyna að hjálpa henni. Þá neitaði hann því að hafa rifist við móður sína umrætt kvöld. Í gegnum tíðina hefðu samskipti hans við móðurina verið alls konar. Hún hefði oft sigað á hann lögreglu að tilefnislausu. Hann sagði móður sína hafa verið mjög tilætlunarsama. Jafnframt vildi hann meina að móðir hans hefði verið dugleg að veita sjálfri sér skaða, og sett lyf út í drykki hjá fólki. Þá hefði hún getað hent sér í alls konar hlutverk, en alltaf verið í fórnarlambshlutverki. Hún hefði verið búin að „siga öllu kerfinu á hann“. Ymur sagði að umrætt kvöld hefði hann setið inni í stofu þegar hátalarinn frá öryggisfyrirtækinu hefði farið í gang. Hún hafi verið spurð hvort allt væri í lagi, og hún svarað til að Ymur væri að ráðast á hana, og í sömu andrá hefði hún brosað til hans meðan hann stóð í svefnherbergisdyragættinni. Hann sagðist hafa lent í þessu áður. Þá hafi „hellst yfir hann hvað hún væri að reyna“, en hann hafi ekkert verið að ráðast á hana. Hún hafi byrlað honum með ofskynjunarlyfjum og verið „algerlega miskunnarlaus.“ Einnig er haft eftir Ym að þessi atvik væru eins og í bíómynd, og að hann væri þúsund ára. Hún hafi fengið hann til að búa hjá henni Greint hefur verið frá því að Ymur hafði árið 2006 verið sýknaður af ákæru um að stinga föður sinn, en þá var hann metinn ósakhæfur. Síðan árið 2022 hafi hann verið dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir að stinga móður sína. Hann kláraði afplánun seint síðastliðinn september, um mánuði áður en hann varð móður sinni að bana. Fyrir dómi sagði Ymur að þegar hann hafi losnað úr fangelsi hefðu engin úrræði staðið honum til boða, nema gistiheimili. Móðir hans hafi viljað að hann flytti til hennar og hún sannfært hann um það. Hún hafi sagt upp heimaþjónustunni, heimilishjálpinni, hjúkruninni og talið að Ymur gæti séð um það allt saman. Hann hefði því verið stöðugt á ferðinni með henni hjá læknum og sjúkraþjálfurum. Ymur sagðist hafa verið mjög kúgaður og bældur vegna þessa. Myndbandsupptaka úr íbúðinni Í íbúð móðurinnar var öryggismyndavél sem sýndi stofu heimilisins. Hljóðlaus upptaka úr henni var á meðal sönnunargagna málsins. Hljóðupptaka, líklega frá neyðarhnappi öryggisfyrirtækis, var bætt við hljóðrás myndbandsins. Í dómnum er efni myndbandsins lýst á þann veg að á því megi sjá Ym rífast og skammast við móður sína skömmu áður en neyðarkallið var sent út. Hann sé æstur og baðar út höndum þegar móðir hans gengur út úr stofunni í göngugrind, og úr mynd. Ymur yfirgefi stofuna líka og hverfi einnig úr mynd um það leyti sem starfsmaður öryggisfyrirtækisins spyrji móður hans í gegnum kallkerfi neyðarhnappsins hvor hún þurfi á aðstoð að halda. Um tíu mínútum síðar komi hann úr stofunni. Þá virðist hann móður og andstuttur, og klæðir sig úr hettupeysu og bol. Aftur hverfi hann úr mynd, en komi aftur skömmu síðar og byrji að taka saman muni sem hann setji í svartan bakpoka. Aftur hverfi hann úr mynd, en þá sé hann líklega að opna fyrir öryggisverðinum. Fær um að stjórna gjörðum sínum Í niðurstöðukafla dómsins segir að framburður Yms, um að hann hafi komið að móður sinni látinni sé mjög ótrúverðugur. Fyrir liggi lögfull sönnun þess að hann hafði orðið henni að bana. Fimm geðlæknar gáfu skýrslu fyrir dómi, og dómurinn var skipaður sérfróðum meðdómanda, en það mun hafa verið til þess að hjálpa til við að meta hvort Ymur hafi verið sakhæfur eða ekki á verknaðarstundu. Í dómnum segir að myndbandsupptakan sé lykilsönnunargagn til þess að meta það. Miðað við upptökuna hafi Ymur ekki virst ófær um að stjórna gjörðum sínum vegna geðsjúkdóms í skilningi hegningarlaga. Því var ekki fallist á að hann væri ósakhæfur. Hins vegar var það niðurstaða dómsins að ólíklegt væri að fangelsisrefsing myndi bera árangur í hans tilfelli. Hann hefði margítrekað verið vistaður í fangelsi og það ekki hjálpað honum hingað til. Fangelsi hafi ekki viðunandi möguleika á því að sinna vanda af hans toga. Þá sé auðvelt að nálgast fíkniefni í fangelsum, sem sé honum ekki til betrunar. Fram kemur að mjög mikilvægt sé að hann fái viðeigandi úrræði og að hann verði undir góðu eftirliti. Ymur var eins og áður segir sakfelldur og gert að sæta öryggisvistun. Þá er honum gert að greiða fjórum aðstandendum móður sinnar 1,5 milljónir króna, hverju um sig. Og um 12,5 milljónir í sakarkostnað. Banaði móður sinni í Breiðholti Dómsmál Lögreglumál Reykjavík Geðheilbrigði Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fleiri fréttir Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Sjá meira
Greint var frá því á dögunum að Ymur hefði í Héraðsdómi Reykjavíkur verið sakfelldur fyrir drápið. Hann var metinn sakhæfur, en var ekki gerð refsing. Í staðinn er honum gert að sæta öryggisgæslu. Í ákæru sagði að hann hefði stungið hana með hnífi að minnsta kosti 22 sinnum. Lögreglu barst tilkynning um málið rétt fyrir miðnætti þann 23. október. Það var öryggisvörður sem lét lögreglu vita. Öryggisverðinum hafði borist neyðarkall frá móðurinni, en hún var með öryggishnapp. Hann hafði komið heim til hennar áður og mun hafa vitað að Ymur byggi hjá móður sinni og drifið sig heim til hennar. Fyrir dómi sagðist öryggisvörðurinn hafa bankað þrisvar á hurðina. Hann hafi heyrt einhvern umgang og svo hafi Ymur opnað hurðina og sagt við hann: „Gakktu í bæinn, hún er dauð.“ Öryggisvörðurinn hafi þá spurt hvað hann ætti við og Ymur endurtekið umrædd orð. Öryggisvörðurinn hafi síðan gengið inn í svefnherbergið og séð framan í hina látnu, hlaupið út og hringt á lögreglu. Fram kemur að honum barst neyðarkallið klukkan 23:44 og hann hringt á lögregluna, korteri síðar. Fundu fjóra blóðuga hnífa Þegar lögreglu bar að garði sat Ymur í sófa í stofu íbúðarinnar. Hann var handtekinn og kynnt að hann hefði réttarstöðu sakbornings. Móðirin lá í rúmi í svefnherbergi. Fram kemur að sængin hafi verið blóðug og að áverkar á konunni hafi verið sjáanlegir. Endurlífgunartilraunir hafi ekki borið árangur. Ymur mun hafa spurt hvort móðir sín væri dauð, og ítrekað sagt að hann hefði drepið hana. Á leið á lögreglustöðina hafi hann sagt að ef hún væri ekki látin hefði hann reynt að drepa hana og beitt til þess fjórum hnífum. Fram kemur að á vettvangi hafi fundist tveir hnífar í eldhúsi sem voru báðir blóðugir og tveir í svefnherberginu, sem voru líka blóðugir. Vildi kanna hvort „þriðji maðurinn“ hefði verið inni Í skýrslutöku sem var tekin af Ym daginn eftir drápið sagðist hann hafa stungið hanaeinhvers staðar í brjóstkassann en ekki ætlað að drepa hana. Já, ég sting hana eitthvað og ég ætlaði ekkert að drepa hana,“ mun hann hafa sagt orðrétt. Nokkrum dögum seinna sagðist hann ekki muna eftir því að hafa stungið hana, og að hann hefði verið í taugaáfalli þegar fyrsta skýrslan var tekin og fundið fyrir þrýstingi frá lögreglu. „Í raun og veru þá man ég ekki eftir því að hafa stungið hana en ég man að ég tók þessa hnífa,“ sagði hann. Í byrjun árs hafi hann svo aftur talað um að hann myndi ekki eftir að hafa stungið hana. Þá hafi hann sagst vilja fá verkfræðing til að kanna „hvort að þriðji maðurinn gæti ekki hafa verið þarna inni“. Sagði atvikin eins og í bíómynd Fyrir dómi bar Ymur fyrir sig minnisleysi. Hann kannaðist við að hafa verið í íbúðinni umrætt kvöld og verið í samskiptum við móður sína. Hann sagðist þó ekki muna eftir að hafa stungið hana, heldur hafi hann verið að reyna að hjálpa henni. Þá neitaði hann því að hafa rifist við móður sína umrætt kvöld. Í gegnum tíðina hefðu samskipti hans við móðurina verið alls konar. Hún hefði oft sigað á hann lögreglu að tilefnislausu. Hann sagði móður sína hafa verið mjög tilætlunarsama. Jafnframt vildi hann meina að móðir hans hefði verið dugleg að veita sjálfri sér skaða, og sett lyf út í drykki hjá fólki. Þá hefði hún getað hent sér í alls konar hlutverk, en alltaf verið í fórnarlambshlutverki. Hún hefði verið búin að „siga öllu kerfinu á hann“. Ymur sagði að umrætt kvöld hefði hann setið inni í stofu þegar hátalarinn frá öryggisfyrirtækinu hefði farið í gang. Hún hafi verið spurð hvort allt væri í lagi, og hún svarað til að Ymur væri að ráðast á hana, og í sömu andrá hefði hún brosað til hans meðan hann stóð í svefnherbergisdyragættinni. Hann sagðist hafa lent í þessu áður. Þá hafi „hellst yfir hann hvað hún væri að reyna“, en hann hafi ekkert verið að ráðast á hana. Hún hafi byrlað honum með ofskynjunarlyfjum og verið „algerlega miskunnarlaus.“ Einnig er haft eftir Ym að þessi atvik væru eins og í bíómynd, og að hann væri þúsund ára. Hún hafi fengið hann til að búa hjá henni Greint hefur verið frá því að Ymur hafði árið 2006 verið sýknaður af ákæru um að stinga föður sinn, en þá var hann metinn ósakhæfur. Síðan árið 2022 hafi hann verið dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir að stinga móður sína. Hann kláraði afplánun seint síðastliðinn september, um mánuði áður en hann varð móður sinni að bana. Fyrir dómi sagði Ymur að þegar hann hafi losnað úr fangelsi hefðu engin úrræði staðið honum til boða, nema gistiheimili. Móðir hans hafi viljað að hann flytti til hennar og hún sannfært hann um það. Hún hafi sagt upp heimaþjónustunni, heimilishjálpinni, hjúkruninni og talið að Ymur gæti séð um það allt saman. Hann hefði því verið stöðugt á ferðinni með henni hjá læknum og sjúkraþjálfurum. Ymur sagðist hafa verið mjög kúgaður og bældur vegna þessa. Myndbandsupptaka úr íbúðinni Í íbúð móðurinnar var öryggismyndavél sem sýndi stofu heimilisins. Hljóðlaus upptaka úr henni var á meðal sönnunargagna málsins. Hljóðupptaka, líklega frá neyðarhnappi öryggisfyrirtækis, var bætt við hljóðrás myndbandsins. Í dómnum er efni myndbandsins lýst á þann veg að á því megi sjá Ym rífast og skammast við móður sína skömmu áður en neyðarkallið var sent út. Hann sé æstur og baðar út höndum þegar móðir hans gengur út úr stofunni í göngugrind, og úr mynd. Ymur yfirgefi stofuna líka og hverfi einnig úr mynd um það leyti sem starfsmaður öryggisfyrirtækisins spyrji móður hans í gegnum kallkerfi neyðarhnappsins hvor hún þurfi á aðstoð að halda. Um tíu mínútum síðar komi hann úr stofunni. Þá virðist hann móður og andstuttur, og klæðir sig úr hettupeysu og bol. Aftur hverfi hann úr mynd, en komi aftur skömmu síðar og byrji að taka saman muni sem hann setji í svartan bakpoka. Aftur hverfi hann úr mynd, en þá sé hann líklega að opna fyrir öryggisverðinum. Fær um að stjórna gjörðum sínum Í niðurstöðukafla dómsins segir að framburður Yms, um að hann hafi komið að móður sinni látinni sé mjög ótrúverðugur. Fyrir liggi lögfull sönnun þess að hann hafði orðið henni að bana. Fimm geðlæknar gáfu skýrslu fyrir dómi, og dómurinn var skipaður sérfróðum meðdómanda, en það mun hafa verið til þess að hjálpa til við að meta hvort Ymur hafi verið sakhæfur eða ekki á verknaðarstundu. Í dómnum segir að myndbandsupptakan sé lykilsönnunargagn til þess að meta það. Miðað við upptökuna hafi Ymur ekki virst ófær um að stjórna gjörðum sínum vegna geðsjúkdóms í skilningi hegningarlaga. Því var ekki fallist á að hann væri ósakhæfur. Hins vegar var það niðurstaða dómsins að ólíklegt væri að fangelsisrefsing myndi bera árangur í hans tilfelli. Hann hefði margítrekað verið vistaður í fangelsi og það ekki hjálpað honum hingað til. Fangelsi hafi ekki viðunandi möguleika á því að sinna vanda af hans toga. Þá sé auðvelt að nálgast fíkniefni í fangelsum, sem sé honum ekki til betrunar. Fram kemur að mjög mikilvægt sé að hann fái viðeigandi úrræði og að hann verði undir góðu eftirliti. Ymur var eins og áður segir sakfelldur og gert að sæta öryggisvistun. Þá er honum gert að greiða fjórum aðstandendum móður sinnar 1,5 milljónir króna, hverju um sig. Og um 12,5 milljónir í sakarkostnað.
Banaði móður sinni í Breiðholti Dómsmál Lögreglumál Reykjavík Geðheilbrigði Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fleiri fréttir Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels