Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Árni Sæberg skrifar 10. júlí 2025 09:57 Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra flytur óvænt ávarp í þinginu í dag. Vísir/Vilhelm Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra ávarpaði þingheim óvænt í upphafi þingfundar í dag. Fulltrúar annarra flokka brugðust við ávarpinu að því loknu. Kristrún lýsti því yfir að ríkisstjórnin muni verja lýðveldið Ísland. Talsverða athygli vakti í gærkvöldi þegar Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, ákvað að slíta fundi Alþingis klukkan 23:39, þegar hún sat í stóli forseta þingsins. Hún er fimmti varaforseti Alþingis. Þingfundur dagsins hófst á ávarpi forsætisráðherra en samkvæmt dagskrá átti hann að hefjast á áframhaldandi umræðu um veiðigjöld. Ávarpið og umræður í kjölfarið má sjá í spilaranum hér að neðan: „Það er komin upp ný staða í íslenskum stjórnmálum, sem er fordæmalaus í sögu lýðveldisins Íslands. Minnihlutinn á Alþingi viðurkennir ekki umboð meirihlutans til að fylgja sinni stefnu og stendur í vegi fyrir lýðræðislegri afgreiðslu mála á Alþingi,“ sagði Kristrún í upphafi ávarpsins. Aldrei lengra gengið í málþófi Framferði minnihlutans eigi sér engin fordæmi og stjórnarandstaðan hafi gengið lengra í málþófi en hafi nokkurn tímann verið gert á Alþingi Íslendinga. Sú staða sem upp er komin sé alvarleg fyrir lýðræðið og stjórnskipan landsins og þýðir í raun að minnihlutinn viðurkenni ekki niðurstöður kosninga heldur freisti þess að stýra þinginu þrátt fyrir að vera ekki með meirihluta á Alþingi. „Lýðræðið er dýrmætt en viðkvæmt. Það veltur ekki aðeins á skrifuðum reglum, stjórnarskrá og þingsköpum, heldur einnig óskráðum reglum og virðingu fyrir lýðræðislegum leikreglum. Hvernig við umgöngumst lýðræðið skiptir máli, hvernig við umgöngumst vald, réttindi og skyldur skiptir máli. Og ábyrgð okkar sem sitjum á Alþingi er mikil. Nú er verkefni okkar að sýna að lýðræðið virki, að það geti átt sér stað valdaskipti hér á Íslandi, þegar þjóðin kýs nýtt upphaf í kosningum. Þetta er það sem er í húfi, að lýðræðið virki, fyrir fólkið.“ Muni verja lýðveldið Ísland Loks sagði Kristrún það skyldu sína sem forsætisráðherra að standa vörð um lýðræðið í landinu. Því lýsti hún eftirfarandi yfir fyrir hönd ríkisstjórnarinnar og meirihlutans á Alþingi: „Við munum verja lýðveldið Ísland. Við munum verja stjórnskipan landsins og heiður Alþingis.“ Fréttin hefur verið uppfærð Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Breytingar á veiðigjöldum Samfylkingin Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fleiri fréttir Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Sjá meira
Talsverða athygli vakti í gærkvöldi þegar Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, ákvað að slíta fundi Alþingis klukkan 23:39, þegar hún sat í stóli forseta þingsins. Hún er fimmti varaforseti Alþingis. Þingfundur dagsins hófst á ávarpi forsætisráðherra en samkvæmt dagskrá átti hann að hefjast á áframhaldandi umræðu um veiðigjöld. Ávarpið og umræður í kjölfarið má sjá í spilaranum hér að neðan: „Það er komin upp ný staða í íslenskum stjórnmálum, sem er fordæmalaus í sögu lýðveldisins Íslands. Minnihlutinn á Alþingi viðurkennir ekki umboð meirihlutans til að fylgja sinni stefnu og stendur í vegi fyrir lýðræðislegri afgreiðslu mála á Alþingi,“ sagði Kristrún í upphafi ávarpsins. Aldrei lengra gengið í málþófi Framferði minnihlutans eigi sér engin fordæmi og stjórnarandstaðan hafi gengið lengra í málþófi en hafi nokkurn tímann verið gert á Alþingi Íslendinga. Sú staða sem upp er komin sé alvarleg fyrir lýðræðið og stjórnskipan landsins og þýðir í raun að minnihlutinn viðurkenni ekki niðurstöður kosninga heldur freisti þess að stýra þinginu þrátt fyrir að vera ekki með meirihluta á Alþingi. „Lýðræðið er dýrmætt en viðkvæmt. Það veltur ekki aðeins á skrifuðum reglum, stjórnarskrá og þingsköpum, heldur einnig óskráðum reglum og virðingu fyrir lýðræðislegum leikreglum. Hvernig við umgöngumst lýðræðið skiptir máli, hvernig við umgöngumst vald, réttindi og skyldur skiptir máli. Og ábyrgð okkar sem sitjum á Alþingi er mikil. Nú er verkefni okkar að sýna að lýðræðið virki, að það geti átt sér stað valdaskipti hér á Íslandi, þegar þjóðin kýs nýtt upphaf í kosningum. Þetta er það sem er í húfi, að lýðræðið virki, fyrir fólkið.“ Muni verja lýðveldið Ísland Loks sagði Kristrún það skyldu sína sem forsætisráðherra að standa vörð um lýðræðið í landinu. Því lýsti hún eftirfarandi yfir fyrir hönd ríkisstjórnarinnar og meirihlutans á Alþingi: „Við munum verja lýðveldið Ísland. Við munum verja stjórnskipan landsins og heiður Alþingis.“ Fréttin hefur verið uppfærð
Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Breytingar á veiðigjöldum Samfylkingin Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fleiri fréttir Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Sjá meira