„Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Smári Jökull Jónsson skrifar 9. júlí 2025 14:01 Alma Ýr Ingólfsdóttir er formaður Öryrkjabandalags Íslands. ÖBÍ Formaður Öryrkjabandalagsins segir ákvörðun ríkissaksóknara um að ákæra ekki fjóra menn sem höfðu samræði við fatlaða konu, staðfesta að það megi brjóta á fötluðu fólki. Hún segir fötluðum ekki trúað vegna skerðinga sinna. Á mánudag staðfesti ríkissaksóknari að ekki yrði lögð fram kæra gagnvart fjórum mönnum sem höfðu samræði við fatlaða konu að undirlagi annars manns. Sigurjón Ólafsson hlaut átta ára fangelsisdóm fyrir að hafa meðal annars endurtekið boðið mönnunum að hafa samræði við konuna án þess að láta hana vita og án þess að hún vildi. Alma Ýr Ingólfsdóttir, formaður Öryrkjabands Íslands segir málið bakslag í réttindabaráttu fatlaðs fólks. „Ég átta mig ekki á því hvað þarf til að fá menn ákærða þegar það er orðið hluti af gögnum málsins að þeir viðurkenna það að hafa haft samræði vði þessa konu án þess að fá samþykki hjá henni,“ sagði Alma í hádegisfréttum Bylgjunnar. „Það þarf að eiga sér stað gífurlega mikil tiltekt í kerfinu“ Hún segir rannsóknir sýna að fatlaðar konur og stúlkur séu sérstaklega útsettar fyrir hvers kyns ofbeldi. Ofbeldið eigi sér stað í öllum kimum samfélagsins, inni á stofnunum, heimilum og vinnustöðum. „Mér finnst þetta bara ömurleg niðurstaða og enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki.“ Þá sé það sorgleg staðreynd að fötluðu fólki sé ekki trúað vegna skerðinga sinna og að ofbeldi gagnvart fötluðum sé ekki litið nægilega alvarlegum augum. Það þýði að þegar á hólminn sé komið þori fatlað fólk ekki að segja frá upplifun sinni. „Það þarf bara að eiga sér gífurlega mikil tiltekt í kerfinu þar sem fötluðu fólki er gert kleift að njóta sinnar réttarstöðu, að því sem trúað og það geti treyst því að það sé verið að finna fyrir það en ekki gegn því,“ sagði Alma Ýr. Segir að viðurkenna þurfi vandann Hún segir að réttindagæsla fyrir fatlað fólk, þegar það var undir ráðuneyti, hafi upphaflega haft það markmið að taka við ábendingum þegar grunur vaknaði um ofbeldi. Þeirra hlutverk var að fylgja eftir málum og aðstoða. Nú sé réttindagæslan í umsjón Mannréttindastofnunar Íslands og hlutverkið sé áfram að taka við málum og koma í réttan farveg en ekki fylgja eftir. „Þegar upp kemur mál þar sem augljóslega um er að ræða fatlaðan einstakling sem beittur hefur verið ofbeldi þá getur hann haft með sér hæfan einstakling við skýrslutökur. Þá veltir maður fyrir sér hvað sé hæfur einstaklingur og hvernig því er beitt í framkvæmd.“ „Ef þú ert fatlaður þá getur þroskaskerðing eða annað torveldað því að koma þinni upplifun áleiðis ofan á áfallið sem verður við ofbeldið. Þetta er ótrúlega snúið en það þarf að stíga fastar niður fæti hvar sem það er. Það þarf að viðurkenna þennan mikla vanda og þetta mikla ofbeldi sem þrífst gagnvart þessum hópi samfélagsins,“ sagði Alma að lokum. Málefni fatlaðs fólks Kynferðisofbeldi Dómsmál Tengdar fréttir Falsaði fleiri bréf Verktaki á vegum Tripical falsaði bréf frá fleiri en einum skólastjóra í Frakklandi. Staðfestingabréfin voru meðal annars grundvöllur þess að Kennarasambandið greiddi starfsfólki ferðastyrk fyrir fræðsluferðir. 8. júlí 2025 20:37 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Sjá meira
Á mánudag staðfesti ríkissaksóknari að ekki yrði lögð fram kæra gagnvart fjórum mönnum sem höfðu samræði við fatlaða konu að undirlagi annars manns. Sigurjón Ólafsson hlaut átta ára fangelsisdóm fyrir að hafa meðal annars endurtekið boðið mönnunum að hafa samræði við konuna án þess að láta hana vita og án þess að hún vildi. Alma Ýr Ingólfsdóttir, formaður Öryrkjabands Íslands segir málið bakslag í réttindabaráttu fatlaðs fólks. „Ég átta mig ekki á því hvað þarf til að fá menn ákærða þegar það er orðið hluti af gögnum málsins að þeir viðurkenna það að hafa haft samræði vði þessa konu án þess að fá samþykki hjá henni,“ sagði Alma í hádegisfréttum Bylgjunnar. „Það þarf að eiga sér stað gífurlega mikil tiltekt í kerfinu“ Hún segir rannsóknir sýna að fatlaðar konur og stúlkur séu sérstaklega útsettar fyrir hvers kyns ofbeldi. Ofbeldið eigi sér stað í öllum kimum samfélagsins, inni á stofnunum, heimilum og vinnustöðum. „Mér finnst þetta bara ömurleg niðurstaða og enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki.“ Þá sé það sorgleg staðreynd að fötluðu fólki sé ekki trúað vegna skerðinga sinna og að ofbeldi gagnvart fötluðum sé ekki litið nægilega alvarlegum augum. Það þýði að þegar á hólminn sé komið þori fatlað fólk ekki að segja frá upplifun sinni. „Það þarf bara að eiga sér gífurlega mikil tiltekt í kerfinu þar sem fötluðu fólki er gert kleift að njóta sinnar réttarstöðu, að því sem trúað og það geti treyst því að það sé verið að finna fyrir það en ekki gegn því,“ sagði Alma Ýr. Segir að viðurkenna þurfi vandann Hún segir að réttindagæsla fyrir fatlað fólk, þegar það var undir ráðuneyti, hafi upphaflega haft það markmið að taka við ábendingum þegar grunur vaknaði um ofbeldi. Þeirra hlutverk var að fylgja eftir málum og aðstoða. Nú sé réttindagæslan í umsjón Mannréttindastofnunar Íslands og hlutverkið sé áfram að taka við málum og koma í réttan farveg en ekki fylgja eftir. „Þegar upp kemur mál þar sem augljóslega um er að ræða fatlaðan einstakling sem beittur hefur verið ofbeldi þá getur hann haft með sér hæfan einstakling við skýrslutökur. Þá veltir maður fyrir sér hvað sé hæfur einstaklingur og hvernig því er beitt í framkvæmd.“ „Ef þú ert fatlaður þá getur þroskaskerðing eða annað torveldað því að koma þinni upplifun áleiðis ofan á áfallið sem verður við ofbeldið. Þetta er ótrúlega snúið en það þarf að stíga fastar niður fæti hvar sem það er. Það þarf að viðurkenna þennan mikla vanda og þetta mikla ofbeldi sem þrífst gagnvart þessum hópi samfélagsins,“ sagði Alma að lokum.
Málefni fatlaðs fólks Kynferðisofbeldi Dómsmál Tengdar fréttir Falsaði fleiri bréf Verktaki á vegum Tripical falsaði bréf frá fleiri en einum skólastjóra í Frakklandi. Staðfestingabréfin voru meðal annars grundvöllur þess að Kennarasambandið greiddi starfsfólki ferðastyrk fyrir fræðsluferðir. 8. júlí 2025 20:37 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Sjá meira
Falsaði fleiri bréf Verktaki á vegum Tripical falsaði bréf frá fleiri en einum skólastjóra í Frakklandi. Staðfestingabréfin voru meðal annars grundvöllur þess að Kennarasambandið greiddi starfsfólki ferðastyrk fyrir fræðsluferðir. 8. júlí 2025 20:37