Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 6. júlí 2025 08:16 Björn Skúlason, eiginmaður forseta Íslands, rekur heilsufyrirtækið Just Björn. Vísir/Samsett Björn Skúlason, eiginmaður Höllu Tómasdóttur forseta Íslands, óskaði á föstudag Bandaríkjamönnum til hamingju þjóðhátíðardag sinn og sagði að fagna skyldi frelsinu „okkar.“ Á sautjánda júní birti hann fræðifærslu um meltingargerla. Björn Skúlason rekur fyrirtæki sem heitir Just Björn og sýslar með fæðubótarefni og heilsuvörur unnar með kollageni. Hugrakkar hetjur sem börðust fyrir frelsi „okkar“ Í fyrradag, á þjóðhátíðardag Bandaríkjanna, birtist færsla á reikning fyrirtækisins á samfélagsmiðlinum Instagram þar sem hann óskar Bandaríkjamönnum til hamingju með ansi athyglisverðu orðalagi, miðað við það að hann sé maki forseta Íslands. „Gleðilegan þjóðhátíðardag! Í dag fögnum við frelsi okkar og hugrökku hetjunum sem börðust fyrir því. Söfnumst saman vinir og fjölskylda, grillum, horfum á flugelda og segjum sögur af samheldni og von,“ stendur í færslunni. Í umræddri færslu hvetur hann fylgjendur sína til að fagna Bandaríkjaher.Skjáskot Á sautjánda júní birtist ein færsla á reikningnum. Hún lýtur að næringarfræði og er henni ætlað að fræða fylgjendur um muninn á svokölluðum forlífsgerlum og meltingargerlum. „Þegar kemur að þarmaheilsu hefurðu eflaust heyrt talað um forlífsgerla og meltingargerla. Þeir kunna að hljóma líkir og báðir stuðla að heilbrigðri þarmaflóru en þeir sinna ólíkum hlutverkum í meltingarkerfi okkar,“ segir í færslunni sem er ekki beint þjóðlegur fróðleikur. Fyrirtækið skráð í Bandaríkjunum Eftir því sem blaðamaður kemst næst er félagið Just Björn skráð í Delaware-ríki í austanverðum Bandaríkjunum sem er algengt fyrir fyrirtæki af sama toga og Björns sem eru rekin úr New York-ríki. Fyrirtækið er skráð sem svokallað public benefit corporation eða almannahagsmunafyrirtæki. Slík fyrirtæki skuldbinda sig til að taka tillit til hagsmuna hluthafa og samfélagsins í heild og gera grein fyrir samfélagslegum áhrifum sínum opinberlega. Birni Skúlasyni er umhugað um þarmaflóruna.Skjáskot Þó svo að fyrirtækið sé skráð í Bandaríkjunum er það óneitanlega rekið af Birni Skúlasyni af Bessastöðum og á eigin reikningi á samfélagsmiðlum titlar Björn sig fyrst og fremst stofnanda og forstjóra Just Björn. Delaware-ríki er ekki skylt að gefa upp starfsmannaskrár opinberlega þannig að ekki er hægt að sjá hvort samfélagsmiðlastjóri sé á mála hjá fyrirtækinu en Björn Skúlason talar ítrekað um sig í fyrstu persónu í færslum á reikningnum. Forseti Íslands 17. júní Halla Tómasdóttir Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Björn Skúlason rekur fyrirtæki sem heitir Just Björn og sýslar með fæðubótarefni og heilsuvörur unnar með kollageni. Hugrakkar hetjur sem börðust fyrir frelsi „okkar“ Í fyrradag, á þjóðhátíðardag Bandaríkjanna, birtist færsla á reikning fyrirtækisins á samfélagsmiðlinum Instagram þar sem hann óskar Bandaríkjamönnum til hamingju með ansi athyglisverðu orðalagi, miðað við það að hann sé maki forseta Íslands. „Gleðilegan þjóðhátíðardag! Í dag fögnum við frelsi okkar og hugrökku hetjunum sem börðust fyrir því. Söfnumst saman vinir og fjölskylda, grillum, horfum á flugelda og segjum sögur af samheldni og von,“ stendur í færslunni. Í umræddri færslu hvetur hann fylgjendur sína til að fagna Bandaríkjaher.Skjáskot Á sautjánda júní birtist ein færsla á reikningnum. Hún lýtur að næringarfræði og er henni ætlað að fræða fylgjendur um muninn á svokölluðum forlífsgerlum og meltingargerlum. „Þegar kemur að þarmaheilsu hefurðu eflaust heyrt talað um forlífsgerla og meltingargerla. Þeir kunna að hljóma líkir og báðir stuðla að heilbrigðri þarmaflóru en þeir sinna ólíkum hlutverkum í meltingarkerfi okkar,“ segir í færslunni sem er ekki beint þjóðlegur fróðleikur. Fyrirtækið skráð í Bandaríkjunum Eftir því sem blaðamaður kemst næst er félagið Just Björn skráð í Delaware-ríki í austanverðum Bandaríkjunum sem er algengt fyrir fyrirtæki af sama toga og Björns sem eru rekin úr New York-ríki. Fyrirtækið er skráð sem svokallað public benefit corporation eða almannahagsmunafyrirtæki. Slík fyrirtæki skuldbinda sig til að taka tillit til hagsmuna hluthafa og samfélagsins í heild og gera grein fyrir samfélagslegum áhrifum sínum opinberlega. Birni Skúlasyni er umhugað um þarmaflóruna.Skjáskot Þó svo að fyrirtækið sé skráð í Bandaríkjunum er það óneitanlega rekið af Birni Skúlasyni af Bessastöðum og á eigin reikningi á samfélagsmiðlum titlar Björn sig fyrst og fremst stofnanda og forstjóra Just Björn. Delaware-ríki er ekki skylt að gefa upp starfsmannaskrár opinberlega þannig að ekki er hægt að sjá hvort samfélagsmiðlastjóri sé á mála hjá fyrirtækinu en Björn Skúlason talar ítrekað um sig í fyrstu persónu í færslum á reikningnum.
Forseti Íslands 17. júní Halla Tómasdóttir Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira