„Það er samkeppni um starfsfólk“ Bjarki Sigurðsson skrifar 3. júlí 2025 11:52 Runólfur Pálsson er forstjóri Landspítalans. Vísir/Vilhelm Forstjóri Landspítalans fagnar svartri skýrslu Ríkisendurskoðenda. Mönnunarvandi hafi viðgengist á spítalanum allt of lengi. Það þurfi að hætta að tækla vandamálin með krísustjórnun og ráðast á rót vandans. Í gær kynnti Ríkisendurskoðun stóra úttekt sem málar upp ansi svarta mynd af stöðunni hvað varðar mönnun og flæði sjúklinga á Landspítalanum. Til að mynda vanti fimmtíu menntaða hjúkrunarfræðinga, fjórtán ljósmæður, þrjátíu lækna og tæplega fjögur hundruð sjúkraliða. Þá hafi viðbrögð yfirstjórnar einkennst af úrræðaleysi og kerfislegum lausatökum. Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítalans, segist fagna skýrslunni. Yfirmenn þar hafi lengi bent á vandann. „Það eru of mörg verkefni og of fátt fagfólk. Það hefur verið okkar viðfangsefni síðustu ár að berjast við það að halda þjónustunni á floti við þessar aðstæður. Það hefur að mörgu leyti gengið ágætlega en auðvitað er þetta gríðarlega erfið staða. Það er okkar frábæra starfsfólki að þakka að okkur hefur þó auðnast að veita þessa þjónustu sem okkur ber en álagið er gríðarlegt. Það er ekki á vísan að róa með þetta til framtíðar. Það verður að finna lausn á þessum vanda,“ segir Runólfur. Til að takast á við hlutina hafi Landspítalinn ráðið fleira ófaglært fólk. Það komi hins vegar ekki í stað faglærðs fólks. „Það hafa skapast ný störf innan heilbrigðisþjónustunnar í gegnum árin, meðal annars inni í einkarekinni þjónustu. Það er líka mikilvæg þjónusta, en það er samkeppni um starfsfólk, við þurfum líka að hafa það í huga. Mestu skiptir að við getum varðveitt þá þjónustu sem er brýnust hverju sinni. Landspítali er augljóslega þar í forgrunni,“ segir Runólfur. Stjórnvöld þurfi að móta skýrari stefnu. „Það þarf að bregðast skjótt við. Það þarf átak því tíminn líður hratt og verkefnin aukast stöðugt. Við höfum verið að sjá það undanfarin ár og við sjáum það glögglega í skýrslunni,“ segir Runólfur. Landspítalinn Stjórnsýsla Heilbrigðismál Ríkisendurskoðun Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Sjá meira
Í gær kynnti Ríkisendurskoðun stóra úttekt sem málar upp ansi svarta mynd af stöðunni hvað varðar mönnun og flæði sjúklinga á Landspítalanum. Til að mynda vanti fimmtíu menntaða hjúkrunarfræðinga, fjórtán ljósmæður, þrjátíu lækna og tæplega fjögur hundruð sjúkraliða. Þá hafi viðbrögð yfirstjórnar einkennst af úrræðaleysi og kerfislegum lausatökum. Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítalans, segist fagna skýrslunni. Yfirmenn þar hafi lengi bent á vandann. „Það eru of mörg verkefni og of fátt fagfólk. Það hefur verið okkar viðfangsefni síðustu ár að berjast við það að halda þjónustunni á floti við þessar aðstæður. Það hefur að mörgu leyti gengið ágætlega en auðvitað er þetta gríðarlega erfið staða. Það er okkar frábæra starfsfólki að þakka að okkur hefur þó auðnast að veita þessa þjónustu sem okkur ber en álagið er gríðarlegt. Það er ekki á vísan að róa með þetta til framtíðar. Það verður að finna lausn á þessum vanda,“ segir Runólfur. Til að takast á við hlutina hafi Landspítalinn ráðið fleira ófaglært fólk. Það komi hins vegar ekki í stað faglærðs fólks. „Það hafa skapast ný störf innan heilbrigðisþjónustunnar í gegnum árin, meðal annars inni í einkarekinni þjónustu. Það er líka mikilvæg þjónusta, en það er samkeppni um starfsfólk, við þurfum líka að hafa það í huga. Mestu skiptir að við getum varðveitt þá þjónustu sem er brýnust hverju sinni. Landspítali er augljóslega þar í forgrunni,“ segir Runólfur. Stjórnvöld þurfi að móta skýrari stefnu. „Það þarf að bregðast skjótt við. Það þarf átak því tíminn líður hratt og verkefnin aukast stöðugt. Við höfum verið að sjá það undanfarin ár og við sjáum það glögglega í skýrslunni,“ segir Runólfur.
Landspítalinn Stjórnsýsla Heilbrigðismál Ríkisendurskoðun Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Sjá meira