Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Tómas Arnar Þorláksson skrifar 2. júlí 2025 19:45 Sandra B. Franks, formaður sjúkraliðafélags Íslands. vísir Búast má við því að allt fari í skrúfuna ef ekki verður bætt úr mönnunarvanda Landspítalans að sögn formanns Sjúkraliðafélags Íslands. Dökk mynd er dregin upp í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar og þar kemur meðal annars fram að hátt í fjögur hundruð sjúkraliða vanti til starfa. Dökk mynd er dreginn upp af stöðunni á Landspítalanum í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar en þar segir að úrræðaleysi og kerfisleg lausatök hafi einkennt viðbrögð yfirstjórnar heilbrigðismála hér á landi síðustu ár. Landspítalinn hafi búið við „ofurálag“ allan seinni hluta síðasta árs. Ekki er gert ráð fyrir slíku ástandi nema í undantekningartilfellum. Segir félagið tala fyrir daufum eyrum Skýrslan var kynnt fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í morgun. Ríkisendurskoðandi kallar eftir því að heilbrigðisráðuneytið ráðist á rót vandans að fundi loknum. Í skýrslunni er fjallað um umfangsmikinn mönnunarvanda en ekki hefur verið mögulegt að fullmanna stöðugildi sem fjárhagsáætlanir Landspítalans gera ráð fyrir. Verst er staðan hjá sjúkraliðum þar sem vantar í 379 stöður. Sandra B. Franks, formaður félags sjúkraliða fagnar skýrslunni. Félagið hafi varað við þessari þróun til margra ára en talað fyrir daufum eyrum. „Ég myndi segja að þetta væri vandamál Landspítalans. Sjúkraliðar eru til í kerfinu. Það eru um 4000 sjúkraliðar með starfsleyfi sem sjúkraliðar en margir hafa kosið að vera við eitthvað allt annað en að starfa í faginu. Það eru einhverjar ástæður fyrir því sem við vitum alveg hverjar eru. Það eru allt of lág laun, það eru litlir starfsþróunarmöguleikar. Það er kerfisbundið vanmat á vinnuframlagi stéttarinnar.“ Miður sín vegna stöðunnar Um alvarlega stöðu sé að ræða. „Þú getur rétt ímyndað þér að fá þjónustu hjá fagfólki sem er fagmenntað að sinna öðru fólki eða hjá þeim sem hafa ekki þessa þekkingu. Það er náttúrulega alveg himinn og haf. Bæði að vinna með þannig fólki og þiggja þjónustu þessara aðila.“ Hún biðlar til stjórnvalda að ráðast í aðgerðir til að bæta kjör stéttarinnar og hvetja til frekari nýliðunar. Á næstu 15 árum munu 40 prósent félagsmanna eldast úr faginu að sögn Söndru. Hvaða afleiðingar mun það hafa ef það verður ekki bætt úr þessu á komandi árum? „Ég get ekki ímyndað mér annað en að það fari bara allt í skrúfuna. Ég er bara alveg miður mín yfir þessari stöðu.“ Landspítalinn Stjórnsýsla Heilbrigðismál Ríkisendurskoðun Mest lesið Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Fleiri fréttir Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Sjá meira
Dökk mynd er dreginn upp af stöðunni á Landspítalanum í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar en þar segir að úrræðaleysi og kerfisleg lausatök hafi einkennt viðbrögð yfirstjórnar heilbrigðismála hér á landi síðustu ár. Landspítalinn hafi búið við „ofurálag“ allan seinni hluta síðasta árs. Ekki er gert ráð fyrir slíku ástandi nema í undantekningartilfellum. Segir félagið tala fyrir daufum eyrum Skýrslan var kynnt fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í morgun. Ríkisendurskoðandi kallar eftir því að heilbrigðisráðuneytið ráðist á rót vandans að fundi loknum. Í skýrslunni er fjallað um umfangsmikinn mönnunarvanda en ekki hefur verið mögulegt að fullmanna stöðugildi sem fjárhagsáætlanir Landspítalans gera ráð fyrir. Verst er staðan hjá sjúkraliðum þar sem vantar í 379 stöður. Sandra B. Franks, formaður félags sjúkraliða fagnar skýrslunni. Félagið hafi varað við þessari þróun til margra ára en talað fyrir daufum eyrum. „Ég myndi segja að þetta væri vandamál Landspítalans. Sjúkraliðar eru til í kerfinu. Það eru um 4000 sjúkraliðar með starfsleyfi sem sjúkraliðar en margir hafa kosið að vera við eitthvað allt annað en að starfa í faginu. Það eru einhverjar ástæður fyrir því sem við vitum alveg hverjar eru. Það eru allt of lág laun, það eru litlir starfsþróunarmöguleikar. Það er kerfisbundið vanmat á vinnuframlagi stéttarinnar.“ Miður sín vegna stöðunnar Um alvarlega stöðu sé að ræða. „Þú getur rétt ímyndað þér að fá þjónustu hjá fagfólki sem er fagmenntað að sinna öðru fólki eða hjá þeim sem hafa ekki þessa þekkingu. Það er náttúrulega alveg himinn og haf. Bæði að vinna með þannig fólki og þiggja þjónustu þessara aðila.“ Hún biðlar til stjórnvalda að ráðast í aðgerðir til að bæta kjör stéttarinnar og hvetja til frekari nýliðunar. Á næstu 15 árum munu 40 prósent félagsmanna eldast úr faginu að sögn Söndru. Hvaða afleiðingar mun það hafa ef það verður ekki bætt úr þessu á komandi árum? „Ég get ekki ímyndað mér annað en að það fari bara allt í skrúfuna. Ég er bara alveg miður mín yfir þessari stöðu.“
Landspítalinn Stjórnsýsla Heilbrigðismál Ríkisendurskoðun Mest lesið Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Fleiri fréttir Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Sjá meira