Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 5. júlí 2025 18:07 Nikkurnar þandar. Sigurður Harðarson Harmónikkutónar hljóma út um allt á Reyðarfirði um helgina því þar stendur yfir harmonikkulandsmót með tónleikum, böllum og almennri gleði. Harmoniku- og hljóðfæraleikarar af öllu landinu eru mættir á mótið til að spila saman eins og þeim einum er lagið. Landsmótið hófst formlega fimmtudaginn 3. júlí en í gær voru tónleikar í íþróttahúsinu á Reyðarfirði og harmonikudansleikur um kvöldið. Dagskráin heldur svo áfram á fullum krafti í dag en sérstakir hátíðartónleikar verða á milli fjögur og fimm í íþróttahúsinu og ball í kvöld. Marta Guðlaug Svavarsdóttir er formaður harmonikuunnenda á Norðfirði og veit því allt um landsmótið en þau eru haldin þriðja hvert ár hér og þar um landið. „Það er bara hefðbundin dagskrá eins og vanalega. Harmonikkusveitir alls staðar af landinu koma og spila bæði á tónleikum og böllum, dansað og svo er gaman. Við erum í félagi Harmonikuunnenda á Norðfirði og tókum þá ákvörðun að halda viðburðinn á Reyðarfirði í þetta skipti. Síðast þegar félagið hélt þennan viðburð þá var hann haldin á Norðfirði“, segir Marta. Harmoniku- og hljóðfæraleikarar af öllu landinu eru mættir á mótið til að spila saman.Sigurður Harðarson Og eru allir velkomnir á mótið um helgina eða ? „Já, það er ekkert aldurstakmark og 15 ára og yngri fá frítt inn á alla viðburði en þurfa að vera í fylgd með forráðamönnum á dansleikjunum“, segir Marta. Sjálf segist Marta Guðlaug hafa byrjað að spila á harmonikku tíu ára gömul og hefur varla getað hætt síðan. En hvernig lýsir hún harmonikkunni, sem hljóðfæri? „Harmonikan er rosalega fjölhæft hljóðfæri og það er hægt að spila hvað sem er og það er hægt að gera gott mót bara með eina harmonikku en það fer líka vel að hafa margar saman“.Og þetta að lokum frá Mörtu. „Við hvetjum bara alla, sem hafa áhuga eða eru forvitnir að mæta og taka þátt í gleðinni með okkur um helgina“. Tónlist Fjarðabyggð Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Sjá meira
Landsmótið hófst formlega fimmtudaginn 3. júlí en í gær voru tónleikar í íþróttahúsinu á Reyðarfirði og harmonikudansleikur um kvöldið. Dagskráin heldur svo áfram á fullum krafti í dag en sérstakir hátíðartónleikar verða á milli fjögur og fimm í íþróttahúsinu og ball í kvöld. Marta Guðlaug Svavarsdóttir er formaður harmonikuunnenda á Norðfirði og veit því allt um landsmótið en þau eru haldin þriðja hvert ár hér og þar um landið. „Það er bara hefðbundin dagskrá eins og vanalega. Harmonikkusveitir alls staðar af landinu koma og spila bæði á tónleikum og böllum, dansað og svo er gaman. Við erum í félagi Harmonikuunnenda á Norðfirði og tókum þá ákvörðun að halda viðburðinn á Reyðarfirði í þetta skipti. Síðast þegar félagið hélt þennan viðburð þá var hann haldin á Norðfirði“, segir Marta. Harmoniku- og hljóðfæraleikarar af öllu landinu eru mættir á mótið til að spila saman.Sigurður Harðarson Og eru allir velkomnir á mótið um helgina eða ? „Já, það er ekkert aldurstakmark og 15 ára og yngri fá frítt inn á alla viðburði en þurfa að vera í fylgd með forráðamönnum á dansleikjunum“, segir Marta. Sjálf segist Marta Guðlaug hafa byrjað að spila á harmonikku tíu ára gömul og hefur varla getað hætt síðan. En hvernig lýsir hún harmonikkunni, sem hljóðfæri? „Harmonikan er rosalega fjölhæft hljóðfæri og það er hægt að spila hvað sem er og það er hægt að gera gott mót bara með eina harmonikku en það fer líka vel að hafa margar saman“.Og þetta að lokum frá Mörtu. „Við hvetjum bara alla, sem hafa áhuga eða eru forvitnir að mæta og taka þátt í gleðinni með okkur um helgina“.
Tónlist Fjarðabyggð Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Sjá meira