Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 5. júlí 2025 18:07 Nikkurnar þandar. Sigurður Harðarson Harmónikkutónar hljóma út um allt á Reyðarfirði um helgina því þar stendur yfir harmonikkulandsmót með tónleikum, böllum og almennri gleði. Harmoniku- og hljóðfæraleikarar af öllu landinu eru mættir á mótið til að spila saman eins og þeim einum er lagið. Landsmótið hófst formlega fimmtudaginn 3. júlí en í gær voru tónleikar í íþróttahúsinu á Reyðarfirði og harmonikudansleikur um kvöldið. Dagskráin heldur svo áfram á fullum krafti í dag en sérstakir hátíðartónleikar verða á milli fjögur og fimm í íþróttahúsinu og ball í kvöld. Marta Guðlaug Svavarsdóttir er formaður harmonikuunnenda á Norðfirði og veit því allt um landsmótið en þau eru haldin þriðja hvert ár hér og þar um landið. „Það er bara hefðbundin dagskrá eins og vanalega. Harmonikkusveitir alls staðar af landinu koma og spila bæði á tónleikum og böllum, dansað og svo er gaman. Við erum í félagi Harmonikuunnenda á Norðfirði og tókum þá ákvörðun að halda viðburðinn á Reyðarfirði í þetta skipti. Síðast þegar félagið hélt þennan viðburð þá var hann haldin á Norðfirði“, segir Marta. Harmoniku- og hljóðfæraleikarar af öllu landinu eru mættir á mótið til að spila saman.Sigurður Harðarson Og eru allir velkomnir á mótið um helgina eða ? „Já, það er ekkert aldurstakmark og 15 ára og yngri fá frítt inn á alla viðburði en þurfa að vera í fylgd með forráðamönnum á dansleikjunum“, segir Marta. Sjálf segist Marta Guðlaug hafa byrjað að spila á harmonikku tíu ára gömul og hefur varla getað hætt síðan. En hvernig lýsir hún harmonikkunni, sem hljóðfæri? „Harmonikan er rosalega fjölhæft hljóðfæri og það er hægt að spila hvað sem er og það er hægt að gera gott mót bara með eina harmonikku en það fer líka vel að hafa margar saman“.Og þetta að lokum frá Mörtu. „Við hvetjum bara alla, sem hafa áhuga eða eru forvitnir að mæta og taka þátt í gleðinni með okkur um helgina“. Tónlist Fjarðabyggð Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Trump staðfestir Epstein-lögin Erlent Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Innlent Halli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Sjá meira
Landsmótið hófst formlega fimmtudaginn 3. júlí en í gær voru tónleikar í íþróttahúsinu á Reyðarfirði og harmonikudansleikur um kvöldið. Dagskráin heldur svo áfram á fullum krafti í dag en sérstakir hátíðartónleikar verða á milli fjögur og fimm í íþróttahúsinu og ball í kvöld. Marta Guðlaug Svavarsdóttir er formaður harmonikuunnenda á Norðfirði og veit því allt um landsmótið en þau eru haldin þriðja hvert ár hér og þar um landið. „Það er bara hefðbundin dagskrá eins og vanalega. Harmonikkusveitir alls staðar af landinu koma og spila bæði á tónleikum og böllum, dansað og svo er gaman. Við erum í félagi Harmonikuunnenda á Norðfirði og tókum þá ákvörðun að halda viðburðinn á Reyðarfirði í þetta skipti. Síðast þegar félagið hélt þennan viðburð þá var hann haldin á Norðfirði“, segir Marta. Harmoniku- og hljóðfæraleikarar af öllu landinu eru mættir á mótið til að spila saman.Sigurður Harðarson Og eru allir velkomnir á mótið um helgina eða ? „Já, það er ekkert aldurstakmark og 15 ára og yngri fá frítt inn á alla viðburði en þurfa að vera í fylgd með forráðamönnum á dansleikjunum“, segir Marta. Sjálf segist Marta Guðlaug hafa byrjað að spila á harmonikku tíu ára gömul og hefur varla getað hætt síðan. En hvernig lýsir hún harmonikkunni, sem hljóðfæri? „Harmonikan er rosalega fjölhæft hljóðfæri og það er hægt að spila hvað sem er og það er hægt að gera gott mót bara með eina harmonikku en það fer líka vel að hafa margar saman“.Og þetta að lokum frá Mörtu. „Við hvetjum bara alla, sem hafa áhuga eða eru forvitnir að mæta og taka þátt í gleðinni með okkur um helgina“.
Tónlist Fjarðabyggð Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Trump staðfestir Epstein-lögin Erlent Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Innlent Halli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Sjá meira