Ekki gagnlegt að stilla fyrirtækjum upp gegn starfsfólki Jón Ísak Ragnarsson skrifar 29. júní 2025 17:21 Vinstra megin er Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóri SA, og hægra megin er Halla Gunnarsdóttir er formaður VR. Vísir/Einar/Vilhelm Framkvæmdastjóri SA segir það sorglegt ef það á að horfa á vinnumarkaðinn og beita þar vinstri pólitík sem snýst um að stilla upp fyrirtækjum gegn starfsfólki. Formaður VR segir að verðbólgan sé heimatilbúin og eigi rætur að rekja til gróðasóknar fyrirtækja, sem vilji ekki taka þátt í því sameiginlega verkefni að ná niður verðbólgu. Halla segir að henni finnist ekki endilega sjálfsagt að vextir á Íslandi haldi áfram að vera þeir hæstu í OECD, og reyndar með þeim hærri í heiminum séu stríðshrjáð svæði tekin út fyrir sviga. „Mér finnst ekki endilega sjálfsagt, vegna þess að það er augljóst að þessir háu vextir eru að bíta á vitlausum stöðum, þeir virka ekki á þennan vanda“ Hún segir að staðan sem upp er komin, að fólk sé ennþá að borga svimandi háa vexti einu og hálfu ári eftir undirritun kjarasamninga, veki upp spurning um stýritæki Seðlabankans og hvernig eigi að beita þeim til framtíðar. Orðræðan ekki uppbyggileg Sigríður segir að allir þeir sem hafa reynslu af því að vera ekki í vinstri pólitík, heldur fyrirtækjarekstri í íslensku atvinnulífi, átti sig á því að enginn nái árangri eða framförum nema með því að vera samtaka og samstíga. „Ég ætla að leyfa mér að halda því fram hér á þessum tímapunkti að þessi orð sem hafa fallið hér í þessum þætti séu ekki uppbyggileg,“ segir hún. Segir hún að þegar kjaraviðræður hófust fyrir núgildandi kjarasamninga hafi verðbólga á árinu hæst farið yfir tíu prósent á árinu. Þegar viðræður hafi staðið yfir hafi hún verið um átta prósent. „Í dag eru það mikil vonbrigði að verðbólgan sé 4,2 prósent, hún er 3,2 prósent án húsnæðisliðarins. Hún hefur farið úr átta prósentum niður í þetta 3,2 prósent.“ „Það er algjörlega samhljómur á milli hagsmuna heimila og hagsmuna fyrirtækja að hér sé stöðugt umhverfi.“ „Það sem við ættum að gera þegar þessi staða er, við ættum einmitt að vera stilla saman strengi og við ættum að vera snúa bökum saman og við ættum öll sem komum að þessu verkefni að horfa í eigin barm,“ segir Sigríður. Hægt er að hlusta á viðtalið á Sprengisandi á Bylgjunni í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Sprengisandur Bylgjan Efnahagsmál Vinnumarkaður Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent Fleiri fréttir Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Sjá meira
Halla segir að henni finnist ekki endilega sjálfsagt að vextir á Íslandi haldi áfram að vera þeir hæstu í OECD, og reyndar með þeim hærri í heiminum séu stríðshrjáð svæði tekin út fyrir sviga. „Mér finnst ekki endilega sjálfsagt, vegna þess að það er augljóst að þessir háu vextir eru að bíta á vitlausum stöðum, þeir virka ekki á þennan vanda“ Hún segir að staðan sem upp er komin, að fólk sé ennþá að borga svimandi háa vexti einu og hálfu ári eftir undirritun kjarasamninga, veki upp spurning um stýritæki Seðlabankans og hvernig eigi að beita þeim til framtíðar. Orðræðan ekki uppbyggileg Sigríður segir að allir þeir sem hafa reynslu af því að vera ekki í vinstri pólitík, heldur fyrirtækjarekstri í íslensku atvinnulífi, átti sig á því að enginn nái árangri eða framförum nema með því að vera samtaka og samstíga. „Ég ætla að leyfa mér að halda því fram hér á þessum tímapunkti að þessi orð sem hafa fallið hér í þessum þætti séu ekki uppbyggileg,“ segir hún. Segir hún að þegar kjaraviðræður hófust fyrir núgildandi kjarasamninga hafi verðbólga á árinu hæst farið yfir tíu prósent á árinu. Þegar viðræður hafi staðið yfir hafi hún verið um átta prósent. „Í dag eru það mikil vonbrigði að verðbólgan sé 4,2 prósent, hún er 3,2 prósent án húsnæðisliðarins. Hún hefur farið úr átta prósentum niður í þetta 3,2 prósent.“ „Það er algjörlega samhljómur á milli hagsmuna heimila og hagsmuna fyrirtækja að hér sé stöðugt umhverfi.“ „Það sem við ættum að gera þegar þessi staða er, við ættum einmitt að vera stilla saman strengi og við ættum að vera snúa bökum saman og við ættum öll sem komum að þessu verkefni að horfa í eigin barm,“ segir Sigríður. Hægt er að hlusta á viðtalið á Sprengisandi á Bylgjunni í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Sprengisandur Bylgjan Efnahagsmál Vinnumarkaður Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent Fleiri fréttir Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Sjá meira