Mikil reiði á Þingeyri vegna flutnings fóðurstöðvar Arctic Fish Lovísa Arnardóttir skrifar 28. júní 2025 21:02 Á mánudag verður íbúafundur haldinn vegna lokunar stöðvarinnar. Samsett Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, þingmaður Samfylkingar og formaður íbúasamtakanna Átaks, hverfisráðs Ísafjarðarbæjar á Þingeyri, segja það sorglegt og mikið áfall fyrir íbúabyggð á Þingeyri að flytja eigi fóðurstöð Arctic Fish á Ísafjörð. Alls starfa níu í fóðurstöðinni. Guðrún Steinþórsdóttir, formaður Íbúasamtakanna Átaks, hverfisráðs Ísafjarðarbæjar á Þingeyri, segir það dapurlega frétt að Arctic Fish ætli að loka fóðurstöð sinni í bænum og opna aðra á Ísafirði. Með lokuninni flytjast níu störf úr bænum. Áætlað er að halda íbúafund um flutninginn á mánudaginn. Greint var frá því í gær að Arctic Fish hefði ákveðið að opna nýja fóðurmiðstöð á Ísafirði í haust. Í frétt Bæjarins besta í gær kom fram að fóðurmiðstöðin myndi þá sameinast höfuðstöðvum í Sindragötu á Ísafirði og að öllu starfsfólki hafi verið boðið að halda sínu starfi á nýjum stað auk þess sem boðið verði upp á ferðir á vinnutíma fyrir starfsfólk. Flutningur fóðurmiðstöðvarinnar hefur þó víðtækari áhrif en bara að störfin séu flutt. Meðal þeirra sem starfa hjá Arctic Fish eru tveir starfsmenn sjúkrabifreiðarinnar í bænum, starfsmaður slökkviliðs og meðlimur björgunarsveitarinnar í bænum. Guðrún segir íbúa afar reiða yfir baktjaldamakki hjá Arctic Fish.Aðsend Í pósti sem Guðrún sendi á þingmenn, ráðherra og bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar í gær segir hún lokunina eflaust eiga eftir að hafa ófyrirsjáanlegar afleiðingar fyrir byggðina á Þingeyri. „Þingeyri var flokkuð á sínum tíma sem brothætt byggð og Byggðastofnun lagði heilmikinn pening í verkefni til að reyna að efla byggðina, svo loksins þegar byggðin er aðeins að rétta úr kútnum þá á að reyta af okkur fjaðrirnar. Ég og við hér á Þingeyri skiljum það vel að fyrirtæki vilji hagræða í rekstri, en með þessari aðgerð missum við 2 af 4 útkalls-aðilum sjúkrabifreiðar sem hér er staðsett, sem er mjög alvarlegt.“ Illa gert af Arctic Fish Í fóðurstöðinni vinni fjölskyldufólk og það sé fyrirséð að ef það eru ekki störf fyrir þau í bænum muni sömuleiðis fækka í grunnskólanum. „Okkur finnst þetta illa gert af Arctic Fish að hafa farið í þessar aðgerðir með þessum hætti, því þetta virðist vera búið að vera í undirbúningi í langan tíma án þess að þeir vilji viðurkenna það. Þeir hefðu betur upplýst fólk fyrir löngu um hvað væri í pípunum svo fólk vissi hvað það væri að ráða sig í… hér hefur fólk verið bjartsýnt, fjárfest í eignum sem það hefði trúlega ekki gert hefði það vitað hver stefna Arctic Fish væri og kannski heldur aldrei ráðið sig hjá þeim heldur.“ Hún segir að betra hefði verið að gefa fólki einhvern fyrirvara. Það hefði litið betur út en „baktjaldamakkið“ sem virðist hafa verið í gangi lengi. „Hér er mikill hiti í fólki og fólk segir að þeir geti bara hengt þessa hringi sína um hálsinn á sér og tekið þá með sér, og við boðið öðrum afnot af firðinum okkar fallega, þeim sem vilja gefa meira af sér til samfélagsins hér á Þingeyri.“ Mikil samfélagsleg áhrif Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, bæjarstjóri á Ísafirði, segir í samtali við fréttastofu að það sé afar sorglegt að fyrirtækið taki þessa ákvörðun og það auðvitað mikið áfall fyrir íbúa Þingeyrar. „Þetta hefur rosalega mikil áhrif á samfélagið og það eru spurningar um samfélagslega ábyrgð fyrirtækisins sem þarf að spyrja að og hvort það þurfi ekki að fara fram eitthvað samtal og samráð við íbúa,“ segir hún. „Þetta er sorgleg og erfið staða. Þetta eru íbúar í sveitarfélaginu okkar og við stöndum auðvitað alltaf með þeim.“ Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, bæjastjóri í Ísafjarðarbæ, segir málið afar sorglegt og stöðuna erfiða. Vísir/Anton Brink Hún segir þetta hafa víðtækari áhrif því. Fólk hafi valið sér búsetu út frá atvinnu og mörg þeirra sem vinni í fóðurstöðinni sjái ekki endilega fyrir sér að aka í einn og hálfan tíma á dag á milli Ísafjarðar og Þingeyrar. Fyrirtækið hafi ekki hugsað þetta til enda Arna Lára Jónsdóttir, fyrrverandi bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar og þingmaður Samfylkingarinnar, segist hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum að heyra þessar fréttir. Hún verði sjálf í þinginu á mánudag þegar íbúafundurinn fer fram en hefði annars séð fyrir sér að mæta. „Það verður að huga að samfélagslegri ábyrgð. Þetta er búið að vera ofboðslega góður vinnustaður. Það hefur ekki verið mikil fjölbreytni í störfum á Þingeyri en þarna var komið með góð störf sem hentuðu líka konum. Þetta eru gríðarleg vonbrigði og ég er ekki mjög kát með þessa ákvörðun fyrirtækisins.“ Arna Lára Jónsdóttir, fyrrverand bæjarstjóri á Ísafirði og nú þingkona Samfylkingar, segist reið yfir þessum flutningum fóðurstöðvarinnar. Vísir/Vilhelm Arna Lára segir að Arctic Fish ætti að taka Bakkafrost í Færeyjum sér til fyrirmyndar. „Þar gerir fyrirtækið markvisst úr því að dreifa sínum starfsstöðvum um allar Færeyjar svo allir fái að njóta þessara krafta. Ég held að fyrirtækið hafi ekki hugsað þetta alla leið, og til enda. Þau ættu frekar að nýta kosti þess að hafa fyrirtækið á Þingeyri. Ísafjarðarbær Fiskeldi Byggðamál Sjókvíaeldi Tengdar fréttir Ráðinn forstjóri Arctic Fish Fiskeldisfélagið Arctic Fish hefur ráðið Daníel Jakobsson sem forstjóra frá og með 1. maí 2025. Daníel tekur við stöðunni af Stein Ove Tveiten. 29. apríl 2025 07:14 Mest lesið Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Drengurinn fannst heill á húfi Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Maður talinn af eftir jarðfall Erlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Fleiri fréttir „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Sjá meira
Guðrún Steinþórsdóttir, formaður Íbúasamtakanna Átaks, hverfisráðs Ísafjarðarbæjar á Þingeyri, segir það dapurlega frétt að Arctic Fish ætli að loka fóðurstöð sinni í bænum og opna aðra á Ísafirði. Með lokuninni flytjast níu störf úr bænum. Áætlað er að halda íbúafund um flutninginn á mánudaginn. Greint var frá því í gær að Arctic Fish hefði ákveðið að opna nýja fóðurmiðstöð á Ísafirði í haust. Í frétt Bæjarins besta í gær kom fram að fóðurmiðstöðin myndi þá sameinast höfuðstöðvum í Sindragötu á Ísafirði og að öllu starfsfólki hafi verið boðið að halda sínu starfi á nýjum stað auk þess sem boðið verði upp á ferðir á vinnutíma fyrir starfsfólk. Flutningur fóðurmiðstöðvarinnar hefur þó víðtækari áhrif en bara að störfin séu flutt. Meðal þeirra sem starfa hjá Arctic Fish eru tveir starfsmenn sjúkrabifreiðarinnar í bænum, starfsmaður slökkviliðs og meðlimur björgunarsveitarinnar í bænum. Guðrún segir íbúa afar reiða yfir baktjaldamakki hjá Arctic Fish.Aðsend Í pósti sem Guðrún sendi á þingmenn, ráðherra og bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar í gær segir hún lokunina eflaust eiga eftir að hafa ófyrirsjáanlegar afleiðingar fyrir byggðina á Þingeyri. „Þingeyri var flokkuð á sínum tíma sem brothætt byggð og Byggðastofnun lagði heilmikinn pening í verkefni til að reyna að efla byggðina, svo loksins þegar byggðin er aðeins að rétta úr kútnum þá á að reyta af okkur fjaðrirnar. Ég og við hér á Þingeyri skiljum það vel að fyrirtæki vilji hagræða í rekstri, en með þessari aðgerð missum við 2 af 4 útkalls-aðilum sjúkrabifreiðar sem hér er staðsett, sem er mjög alvarlegt.“ Illa gert af Arctic Fish Í fóðurstöðinni vinni fjölskyldufólk og það sé fyrirséð að ef það eru ekki störf fyrir þau í bænum muni sömuleiðis fækka í grunnskólanum. „Okkur finnst þetta illa gert af Arctic Fish að hafa farið í þessar aðgerðir með þessum hætti, því þetta virðist vera búið að vera í undirbúningi í langan tíma án þess að þeir vilji viðurkenna það. Þeir hefðu betur upplýst fólk fyrir löngu um hvað væri í pípunum svo fólk vissi hvað það væri að ráða sig í… hér hefur fólk verið bjartsýnt, fjárfest í eignum sem það hefði trúlega ekki gert hefði það vitað hver stefna Arctic Fish væri og kannski heldur aldrei ráðið sig hjá þeim heldur.“ Hún segir að betra hefði verið að gefa fólki einhvern fyrirvara. Það hefði litið betur út en „baktjaldamakkið“ sem virðist hafa verið í gangi lengi. „Hér er mikill hiti í fólki og fólk segir að þeir geti bara hengt þessa hringi sína um hálsinn á sér og tekið þá með sér, og við boðið öðrum afnot af firðinum okkar fallega, þeim sem vilja gefa meira af sér til samfélagsins hér á Þingeyri.“ Mikil samfélagsleg áhrif Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, bæjarstjóri á Ísafirði, segir í samtali við fréttastofu að það sé afar sorglegt að fyrirtækið taki þessa ákvörðun og það auðvitað mikið áfall fyrir íbúa Þingeyrar. „Þetta hefur rosalega mikil áhrif á samfélagið og það eru spurningar um samfélagslega ábyrgð fyrirtækisins sem þarf að spyrja að og hvort það þurfi ekki að fara fram eitthvað samtal og samráð við íbúa,“ segir hún. „Þetta er sorgleg og erfið staða. Þetta eru íbúar í sveitarfélaginu okkar og við stöndum auðvitað alltaf með þeim.“ Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, bæjastjóri í Ísafjarðarbæ, segir málið afar sorglegt og stöðuna erfiða. Vísir/Anton Brink Hún segir þetta hafa víðtækari áhrif því. Fólk hafi valið sér búsetu út frá atvinnu og mörg þeirra sem vinni í fóðurstöðinni sjái ekki endilega fyrir sér að aka í einn og hálfan tíma á dag á milli Ísafjarðar og Þingeyrar. Fyrirtækið hafi ekki hugsað þetta til enda Arna Lára Jónsdóttir, fyrrverandi bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar og þingmaður Samfylkingarinnar, segist hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum að heyra þessar fréttir. Hún verði sjálf í þinginu á mánudag þegar íbúafundurinn fer fram en hefði annars séð fyrir sér að mæta. „Það verður að huga að samfélagslegri ábyrgð. Þetta er búið að vera ofboðslega góður vinnustaður. Það hefur ekki verið mikil fjölbreytni í störfum á Þingeyri en þarna var komið með góð störf sem hentuðu líka konum. Þetta eru gríðarleg vonbrigði og ég er ekki mjög kát með þessa ákvörðun fyrirtækisins.“ Arna Lára Jónsdóttir, fyrrverand bæjarstjóri á Ísafirði og nú þingkona Samfylkingar, segist reið yfir þessum flutningum fóðurstöðvarinnar. Vísir/Vilhelm Arna Lára segir að Arctic Fish ætti að taka Bakkafrost í Færeyjum sér til fyrirmyndar. „Þar gerir fyrirtækið markvisst úr því að dreifa sínum starfsstöðvum um allar Færeyjar svo allir fái að njóta þessara krafta. Ég held að fyrirtækið hafi ekki hugsað þetta alla leið, og til enda. Þau ættu frekar að nýta kosti þess að hafa fyrirtækið á Þingeyri.
Ísafjarðarbær Fiskeldi Byggðamál Sjókvíaeldi Tengdar fréttir Ráðinn forstjóri Arctic Fish Fiskeldisfélagið Arctic Fish hefur ráðið Daníel Jakobsson sem forstjóra frá og með 1. maí 2025. Daníel tekur við stöðunni af Stein Ove Tveiten. 29. apríl 2025 07:14 Mest lesið Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Drengurinn fannst heill á húfi Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Maður talinn af eftir jarðfall Erlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Fleiri fréttir „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Sjá meira
Ráðinn forstjóri Arctic Fish Fiskeldisfélagið Arctic Fish hefur ráðið Daníel Jakobsson sem forstjóra frá og með 1. maí 2025. Daníel tekur við stöðunni af Stein Ove Tveiten. 29. apríl 2025 07:14
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir