Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Tómas Arnar Þorláksson skrifar 27. júní 2025 22:41 Hinrik Lárusson, stofnandi Lux veitinga. Íslenskur kokkur stefnir á fyrsta sæti í stærstu kokkakeppni heims sem fer fram í Frakklandi árið 2027. Undirbúningurinn hefst strax í dag þó að eitt og hálft ár sé til stefnu. Fréttastofa kíkti í heimsókn í eldhús kappans. Hinrik Lárusson var formlega tilkynntur sem fulltrúi Íslands á Bocuse d'Or í dag eftir að hafa borið sigur úr býtum í forkeppninni hér á landi. Keppnin fer fram á tveggja ára fresti í janúar í Lyon í Frakklandi þar sem að bestu kokkar heims koma saman og keppa um besta réttinn. „Þetta er lang langstærsta svið og matr eiðslukeppni í heiminum. Þarna koma allir flottustu og bestu kokkar í heimi. Þetta er bara eins og að vera á fótboltavelli. Það er bara stemmning og stuð og það eru alllir búnir að vera þarna í eitt til tvö ár að æfa,“ segir Hinrik. Verið draumur lengi Hinrik segir að draumur sé að rætast. Hann hefur tvisvar tekið þátt í keppninni sem aðstoðarmaður árið 2015 og 2017. „Síðan þá hefur þetta bara verið draumur að keppa sjálfur. Ég er búinn að vinna að þessu lengi og búinn að taka þátt í mörgum keppnum svo nú er maður tilbúinn.“ Ýmsir kannast við Hinrik enda hefur hann víða komið við. Hann stofnaði til að mynda Lux veitingar ásamt Viktori Erni Andréssyni. Hann sá einnig um veitingarnar í þáttunum Bannað að hlæja sem slóu í gegn á sjónvarpsstöð Sýnar. Farin að sjá fyrir sér hvað skal matreiða Verða því næstu átján mánuðir tileinkaðir undirbúningi fyrir keppnina en fyrsta þrekraunin er á næsta ári þegar að undankeppni í Evrópu fer fram. „Í rauninni byrjar þetta núna að ég fer að setja saman teymið mitt. Það er þjálfari það er aðstoðarmaður. Það eru oftast svona þrír aðstoðarmenn sem eru á bak við tjöldin.“ Ertu strax farinn að sjá fyrir þér hvað þú ætlar að bjóða upp á í keppninni? „Já það er alltaf svona aftast í hnakkanum.“ Stefnir að sjálfsögðu á fyrsta sæti Hann segist í raun ekki muna eftir tíð þar sem hann stóð ekki í eldamennsku. „Ég ólst upp á hóteli og þar fékk um tvennt að velja. Það er að fara í herbergin og búa um rúm eða fara í eldhúsið. Þarna var ég tólf ára, síðan þá hef ég verið bara fastur í eldhúsinu.“ Síðan þá hefur hann tvisvar verið matreiðslunemi ársins og matreiðslumaður ársins á síðasta ári og keppt víða um heim með góðum árangri. Hann setur markið hátt. Hvaða sæti stefnirðu á? „Ég stefni að sjálfsögðu á fyrsta sæti.“ Þú sættir þig ekki við neitt minna? „Nei ekki neitt sko, ekki neitt.“ Kokkalandsliðið Mest lesið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Lífið Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Lífið Kjólasaga Brooklyns loðin Tíska og hönnun Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Lífið Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Lífið Halla T meðal sofandi risa Menning Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Lífið Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið Fleiri fréttir Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Sjá meira
Hinrik Lárusson var formlega tilkynntur sem fulltrúi Íslands á Bocuse d'Or í dag eftir að hafa borið sigur úr býtum í forkeppninni hér á landi. Keppnin fer fram á tveggja ára fresti í janúar í Lyon í Frakklandi þar sem að bestu kokkar heims koma saman og keppa um besta réttinn. „Þetta er lang langstærsta svið og matr eiðslukeppni í heiminum. Þarna koma allir flottustu og bestu kokkar í heimi. Þetta er bara eins og að vera á fótboltavelli. Það er bara stemmning og stuð og það eru alllir búnir að vera þarna í eitt til tvö ár að æfa,“ segir Hinrik. Verið draumur lengi Hinrik segir að draumur sé að rætast. Hann hefur tvisvar tekið þátt í keppninni sem aðstoðarmaður árið 2015 og 2017. „Síðan þá hefur þetta bara verið draumur að keppa sjálfur. Ég er búinn að vinna að þessu lengi og búinn að taka þátt í mörgum keppnum svo nú er maður tilbúinn.“ Ýmsir kannast við Hinrik enda hefur hann víða komið við. Hann stofnaði til að mynda Lux veitingar ásamt Viktori Erni Andréssyni. Hann sá einnig um veitingarnar í þáttunum Bannað að hlæja sem slóu í gegn á sjónvarpsstöð Sýnar. Farin að sjá fyrir sér hvað skal matreiða Verða því næstu átján mánuðir tileinkaðir undirbúningi fyrir keppnina en fyrsta þrekraunin er á næsta ári þegar að undankeppni í Evrópu fer fram. „Í rauninni byrjar þetta núna að ég fer að setja saman teymið mitt. Það er þjálfari það er aðstoðarmaður. Það eru oftast svona þrír aðstoðarmenn sem eru á bak við tjöldin.“ Ertu strax farinn að sjá fyrir þér hvað þú ætlar að bjóða upp á í keppninni? „Já það er alltaf svona aftast í hnakkanum.“ Stefnir að sjálfsögðu á fyrsta sæti Hann segist í raun ekki muna eftir tíð þar sem hann stóð ekki í eldamennsku. „Ég ólst upp á hóteli og þar fékk um tvennt að velja. Það er að fara í herbergin og búa um rúm eða fara í eldhúsið. Þarna var ég tólf ára, síðan þá hef ég verið bara fastur í eldhúsinu.“ Síðan þá hefur hann tvisvar verið matreiðslunemi ársins og matreiðslumaður ársins á síðasta ári og keppt víða um heim með góðum árangri. Hann setur markið hátt. Hvaða sæti stefnirðu á? „Ég stefni að sjálfsögðu á fyrsta sæti.“ Þú sættir þig ekki við neitt minna? „Nei ekki neitt sko, ekki neitt.“
Kokkalandsliðið Mest lesið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Lífið Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Lífið Kjólasaga Brooklyns loðin Tíska og hönnun Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Lífið Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Lífið Halla T meðal sofandi risa Menning Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Lífið Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið Fleiri fréttir Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Sjá meira