„Allar kannanir eru með einhverja óvissu“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 27. júní 2025 16:52 Stefán Hrafn Jónsson er prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands. Kristinn Ingvarsson Prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, segir margar skoðanakannanir ágætar en samt sem áður sé auðvelt að gera mistök við framkvæmd þeirra. Málið snúist um hversu nákvæmt svar rannsakendurnir vilji. Skoðanakannanir birtast oft á fjölmiðlum og segja til um allt frá fylgi stjórnmálaflokka til hver uppáhalds jólasveinn landsmanna sé. Eflaust eru einhverjir sem velta fyrir sér hversu áreiðanlegar kannanirnar séu í raun. „Þær eru í grunninn alveg ágætar,“ segir Stefán Hrafn Jónsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands. „Það eru tvær leiðir til að fá villu. Hvort þeir sem svara endurspegli þjóðina og hvort hún mæli það sem hún á að mæla. Það eru feykilega mörg tækifæri til að klúðra þessum þáttum.“ Það vakti athygli blaðamanns að í könnun framkvæmdri af Gallup sem fjallað var um á Viðskiptablaðinu voru einungis 399 manns sem svöruðu spurningu um veiðigjöld. Stefán Hrafn segir að ekki sé til nákvæm tala fyrir hversu marga þarf að spyrja til að niðurstaðan endurspegli skoðanir íslensku þjóðarinnar. „Það er ekki til ein tala, það fer eftir því hversu nákvæmt svarið er en mér finnst miklu stærri spurning hvernig voru þessir fjögur hundruð manns valdir,“ segir hann. Stefán Hrafn tekur sem dæmi kannanir framkvæmdar á vefsíðu Bylgjunnar en þar velja þeir sem sjá könnunina sjálfir hvort þeir taki þátt eða ekki. „Þar eru einstaklingar sem eru viljugir og hlusta á Bylgjunna og það er ekki víst að þeir endurspegli alla Íslendinga.“ Fer eftir hversu mikla óvissu fólk sættir sig við Málið snúist um hversu nákvæm svör sá sem rannsakar vill fá. „Það er almennt í þessum bransa þá setur þú fram niðurstöður með 95 prósent vissu. Algengast er að fjölmiðlar birti bara prósentuna, fimmtíu prósent en ekki 45 til 55 prósent með 95 prósenta vissu. Það fer ekki eins vel í lesendur þessi óvissa en allar kannanir eru með einhverja óvissu,“ segir Stefán Hrafn. Hann tekur sem dæmi að ef fjögur hundruð manns taki þátt í könnun og helmingur þeirra segist ósammála en hinn helmingurinn sammála sé skoðun Íslendinga á bilinu 45 til 55 prósent. „Skiptir það máli hvort það sé 45 eða 55 prósent? Jú þetta er sitthvoru megin við helming og við viljum vita hvort þetta sé helmingur þjóðarinnar.“ Hins vegar ef að fjögur þúsund manns taki þátt minnkar bilið niður í 48,4 til 51,5 prósent. „Til að svara hversu marga þarf til að lýsa ákveðnum hóp svara ég oft; hversu mikla óvissu sættir þú þig við?“ Fólk vandi sig við framkvæmdina Stefán Hrafn tekur einnig fram að oft eru framkvæmdar athuganir innanhúss hjá fyrirtækum sem framkvæma skoðanakannanir til að athuga hversu áreiðanlegar þær eru. „En það er ekki oft sem það eru birtar fréttir um það. Þær tæknilegu aðferðir eru svo leiðinlegar, þær eru ekkert til að bæta í fréttirnar,“ segir Stefán. „Fólk vandar sig á bak við og afhendir svo vöru og þannig byggir þú upp traust og orðspor.“ Erfiðara að fá fólk til að taka þátt Stefán Hrafn segir það sífellt erfiðara að fá nógu hátt svarhlutfall í skoðanakönnunum. „Það hefur verið erfiðara að fá gott svarhlutfall. Fólk er orðið svo þreytt á skoðanakönnunum,“ segir hann. „Unga fólkið skráir oft ekki símanúmerið sitt svo segjum að þú sért með 25 ára karlmann í úrtakinu gæti verið engin leið að finna hann af því hann skráir ekki símanúmerið sitt.“ Að auki eru oft margir sem svari ekki símanum þrátt fyrir ítrekuð símtöl. Skoðanakannanir Vísindi Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Fleiri fréttir Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Sjá meira
Skoðanakannanir birtast oft á fjölmiðlum og segja til um allt frá fylgi stjórnmálaflokka til hver uppáhalds jólasveinn landsmanna sé. Eflaust eru einhverjir sem velta fyrir sér hversu áreiðanlegar kannanirnar séu í raun. „Þær eru í grunninn alveg ágætar,“ segir Stefán Hrafn Jónsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands. „Það eru tvær leiðir til að fá villu. Hvort þeir sem svara endurspegli þjóðina og hvort hún mæli það sem hún á að mæla. Það eru feykilega mörg tækifæri til að klúðra þessum þáttum.“ Það vakti athygli blaðamanns að í könnun framkvæmdri af Gallup sem fjallað var um á Viðskiptablaðinu voru einungis 399 manns sem svöruðu spurningu um veiðigjöld. Stefán Hrafn segir að ekki sé til nákvæm tala fyrir hversu marga þarf að spyrja til að niðurstaðan endurspegli skoðanir íslensku þjóðarinnar. „Það er ekki til ein tala, það fer eftir því hversu nákvæmt svarið er en mér finnst miklu stærri spurning hvernig voru þessir fjögur hundruð manns valdir,“ segir hann. Stefán Hrafn tekur sem dæmi kannanir framkvæmdar á vefsíðu Bylgjunnar en þar velja þeir sem sjá könnunina sjálfir hvort þeir taki þátt eða ekki. „Þar eru einstaklingar sem eru viljugir og hlusta á Bylgjunna og það er ekki víst að þeir endurspegli alla Íslendinga.“ Fer eftir hversu mikla óvissu fólk sættir sig við Málið snúist um hversu nákvæm svör sá sem rannsakar vill fá. „Það er almennt í þessum bransa þá setur þú fram niðurstöður með 95 prósent vissu. Algengast er að fjölmiðlar birti bara prósentuna, fimmtíu prósent en ekki 45 til 55 prósent með 95 prósenta vissu. Það fer ekki eins vel í lesendur þessi óvissa en allar kannanir eru með einhverja óvissu,“ segir Stefán Hrafn. Hann tekur sem dæmi að ef fjögur hundruð manns taki þátt í könnun og helmingur þeirra segist ósammála en hinn helmingurinn sammála sé skoðun Íslendinga á bilinu 45 til 55 prósent. „Skiptir það máli hvort það sé 45 eða 55 prósent? Jú þetta er sitthvoru megin við helming og við viljum vita hvort þetta sé helmingur þjóðarinnar.“ Hins vegar ef að fjögur þúsund manns taki þátt minnkar bilið niður í 48,4 til 51,5 prósent. „Til að svara hversu marga þarf til að lýsa ákveðnum hóp svara ég oft; hversu mikla óvissu sættir þú þig við?“ Fólk vandi sig við framkvæmdina Stefán Hrafn tekur einnig fram að oft eru framkvæmdar athuganir innanhúss hjá fyrirtækum sem framkvæma skoðanakannanir til að athuga hversu áreiðanlegar þær eru. „En það er ekki oft sem það eru birtar fréttir um það. Þær tæknilegu aðferðir eru svo leiðinlegar, þær eru ekkert til að bæta í fréttirnar,“ segir Stefán. „Fólk vandar sig á bak við og afhendir svo vöru og þannig byggir þú upp traust og orðspor.“ Erfiðara að fá fólk til að taka þátt Stefán Hrafn segir það sífellt erfiðara að fá nógu hátt svarhlutfall í skoðanakönnunum. „Það hefur verið erfiðara að fá gott svarhlutfall. Fólk er orðið svo þreytt á skoðanakönnunum,“ segir hann. „Unga fólkið skráir oft ekki símanúmerið sitt svo segjum að þú sért með 25 ára karlmann í úrtakinu gæti verið engin leið að finna hann af því hann skráir ekki símanúmerið sitt.“ Að auki eru oft margir sem svari ekki símanum þrátt fyrir ítrekuð símtöl.
Skoðanakannanir Vísindi Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Fleiri fréttir Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Sjá meira
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir