Kerfið bilaði og atkvæði greidd upp á gamla mátann Árni Sæberg skrifar 27. júní 2025 13:42 Forseti Alþingis greiddi atkvæði með afbrigðunum, eins og allir aðrir viðstaddir þingmenn. Vísir Atkvæðagreiðslukerfið í þingsal Alþingis bilaði í morgun og því þurftu þingmenn að greiða atkvæði með gamla laginu, einfaldlega með því að rétta upp hönd. Á dagskrá þingsins var önnur umræða um frumvarp til laga um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga. Með frumvarpinu er lagt til að færa reglur um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga og starfsemi hans úr lögum um tekjustofna sveitarfélaga í ný heildarlög um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga þar sem einnig eru lagðar til breytingar á regluverki sjóðsins. Meginbreytingin felst í því að tekið verður upp nýtt almennt jöfnunarframlag sem byggist á nýju jöfnunarlíkani til einföldunar á jöfnunarkerfinu. Þá eru einnig lagðar til ýmsar aðrar breytingar sem hafa að markmiði að einfalda regluverk sjóðsins og auka gagnsæi þess. Frumvarpið, sem byggist að mestu á vinnu starfshóps um endurskoðun á regluverki Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, var áður lagt fram á fyrra löggjafarþingi án þess að það næði fram að ganga. Of skammur tími liðinn Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, tilkynnti áður en málið var tekið fyrir að svo háttaði um það að of skammt væri liðið frá útbýtingu nefndarálits með breytingartillögu minnihluta umhverfis- og samgöngunefndar því þyrfti að leita samþykkis fyrir því að taka nefndarálitið á dagskrá. Greiddi atkvæði með en sagði vinnubrögðin óboðleg Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, tók til máls áður en atkvæði voru greidd um afbrigðin og sagðist að sjálfsögðu myndu greiða atkvæði með því að taka nefndarálitið á dagskrá, enda væri um mjög gott álit að ræða. „En mér finnst ástæða til að benda á þessi vinnubrögð. Nú hefur frumvarp um Jöfnunarsjóð legið inni í umhverfis- og samgöngunefnd í töluverðan tíma en það var í gær sem það var rifið út með löngu nefndaráliti meirihlutans, þar sem var með engu hlustað á breytingartillögu, sem ég hafði meðal annars lagt fram. Ég átti mögulega von á því að meirihlutinn hér á þingi sæi kannski örlitla glæfu á því að hlusta á skynsemisrök frá minni hlutanum. En nei, það var ekki hægt.“ Nægur tími verði til að kynna sér málið Guðmundur Ari Sigurjónsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, steig þá í pontu og sagði að samkomulag hefði verið um að taka málið fyrir í dag. Hefði verið vilji til að breyta dagskránni hefði mátt hreyfa mótbárum á fundi þingflokksformanna í gær. „Ég tek það einnig fram að það er skilningur meðal flokkanna að þessi umræða mun ekki klárast í dag en ef þingmenn vilja meiri tíma til að glöggva sig á nefndarálitum og flytja ræðu hér þegar málið kemur aftur á dagskrá, þá er ljóst að við erum að flytja nefndarálit, opna umræðu og svo verður henni frestað. Mér þykir mikilvægt að halda þessu til haga í ljósi þessara orða þeirra orða sem féllu hér.“ Jón Gunnarsson hélt lokaræðuna áður en gengið var til atkvæðagreiðslu um afbrigðin. Hann sagði málið skipta gríðarlegu máli enda væri verið að hækka skatta um það bil 86 þúsund manns með frumvarpinu. „Það er svo sem í anda þessarar ríkisstjórnar, sem hóf vegferðina á því að lofa fólki um allt land að skattar yrðu ekki hækkaðir. En hér er sem sagt í þessu máli, eins og það er afgreitt frá nefndinni, og það er ástæða til að vekja athygli á því, að þá leiðir það til skattahækkana á um 86 þúsund einstaklingum, ef mér telst rétt til. Allir réttu upp hönd Forseti þingsins tilkynnti þá að svo háttaði til að aðkvæðagreiðslukerfi í borði virkaði ekki sem stæði og því myndi atkvæðagreiðsla um afbrigðin fara fram með gamla laginu, með handauppréttingu. „Forseti biður háttvirtir þingmenn sem hyggjast segja já, styðja afbrigðin að rétta upp hönd. Forseti sér ekki betur en að allir viðstaddir þingmenn hafi greitt atkvæði og styðji afbrigðin. Þau eru þá afgreidd með þrjátíu og sjö atkvæðum. Alþingi Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Fleiri fréttir „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Sjá meira
Á dagskrá þingsins var önnur umræða um frumvarp til laga um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga. Með frumvarpinu er lagt til að færa reglur um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga og starfsemi hans úr lögum um tekjustofna sveitarfélaga í ný heildarlög um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga þar sem einnig eru lagðar til breytingar á regluverki sjóðsins. Meginbreytingin felst í því að tekið verður upp nýtt almennt jöfnunarframlag sem byggist á nýju jöfnunarlíkani til einföldunar á jöfnunarkerfinu. Þá eru einnig lagðar til ýmsar aðrar breytingar sem hafa að markmiði að einfalda regluverk sjóðsins og auka gagnsæi þess. Frumvarpið, sem byggist að mestu á vinnu starfshóps um endurskoðun á regluverki Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, var áður lagt fram á fyrra löggjafarþingi án þess að það næði fram að ganga. Of skammur tími liðinn Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, tilkynnti áður en málið var tekið fyrir að svo háttaði um það að of skammt væri liðið frá útbýtingu nefndarálits með breytingartillögu minnihluta umhverfis- og samgöngunefndar því þyrfti að leita samþykkis fyrir því að taka nefndarálitið á dagskrá. Greiddi atkvæði með en sagði vinnubrögðin óboðleg Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, tók til máls áður en atkvæði voru greidd um afbrigðin og sagðist að sjálfsögðu myndu greiða atkvæði með því að taka nefndarálitið á dagskrá, enda væri um mjög gott álit að ræða. „En mér finnst ástæða til að benda á þessi vinnubrögð. Nú hefur frumvarp um Jöfnunarsjóð legið inni í umhverfis- og samgöngunefnd í töluverðan tíma en það var í gær sem það var rifið út með löngu nefndaráliti meirihlutans, þar sem var með engu hlustað á breytingartillögu, sem ég hafði meðal annars lagt fram. Ég átti mögulega von á því að meirihlutinn hér á þingi sæi kannski örlitla glæfu á því að hlusta á skynsemisrök frá minni hlutanum. En nei, það var ekki hægt.“ Nægur tími verði til að kynna sér málið Guðmundur Ari Sigurjónsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, steig þá í pontu og sagði að samkomulag hefði verið um að taka málið fyrir í dag. Hefði verið vilji til að breyta dagskránni hefði mátt hreyfa mótbárum á fundi þingflokksformanna í gær. „Ég tek það einnig fram að það er skilningur meðal flokkanna að þessi umræða mun ekki klárast í dag en ef þingmenn vilja meiri tíma til að glöggva sig á nefndarálitum og flytja ræðu hér þegar málið kemur aftur á dagskrá, þá er ljóst að við erum að flytja nefndarálit, opna umræðu og svo verður henni frestað. Mér þykir mikilvægt að halda þessu til haga í ljósi þessara orða þeirra orða sem féllu hér.“ Jón Gunnarsson hélt lokaræðuna áður en gengið var til atkvæðagreiðslu um afbrigðin. Hann sagði málið skipta gríðarlegu máli enda væri verið að hækka skatta um það bil 86 þúsund manns með frumvarpinu. „Það er svo sem í anda þessarar ríkisstjórnar, sem hóf vegferðina á því að lofa fólki um allt land að skattar yrðu ekki hækkaðir. En hér er sem sagt í þessu máli, eins og það er afgreitt frá nefndinni, og það er ástæða til að vekja athygli á því, að þá leiðir það til skattahækkana á um 86 þúsund einstaklingum, ef mér telst rétt til. Allir réttu upp hönd Forseti þingsins tilkynnti þá að svo háttaði til að aðkvæðagreiðslukerfi í borði virkaði ekki sem stæði og því myndi atkvæðagreiðsla um afbrigðin fara fram með gamla laginu, með handauppréttingu. „Forseti biður háttvirtir þingmenn sem hyggjast segja já, styðja afbrigðin að rétta upp hönd. Forseti sér ekki betur en að allir viðstaddir þingmenn hafi greitt atkvæði og styðji afbrigðin. Þau eru þá afgreidd með þrjátíu og sjö atkvæðum.
Alþingi Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Fleiri fréttir „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Sjá meira