Bezos færir brúðkaupið vegna mótmæla Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 25. júní 2025 07:59 Jeff Bezos og Lauren Sanchez ætla að gifta sig um næstu helgi. AP Jeff Bezos, einn ríkasti maður heims, hefur ákveðið að færa brúðkaupið sitt úr miðbæ Feneyja eftir mótmæli íbúa og loftslagsaðgerðasinna. Um tvö hundruð gestir hafa boðað komu sína, þar á meðal heimsfrægt fólk. Jeff Bezos og Lauren Sanchez, unnusta hans, ætla að halda þriggja daga brúðkaupsveislu um næstu helgi í miðborg Feneyja. Mikil leynd liggur yfir nákvæmri staðsetningu hátíðarhaldanna en fjöldinn allur af heimsfrægu fólki er á gestalistanum, svo sem Katy Perry, Kim Kardashian, Mick Jagger og Leonardo diCaprio. Til stóð að ljúka hátíðarhöldunum á laugardagskvöld með viðburði fyrir framan Scuola vecchia della Misericordia bygginguna sem er alveg í miðborg Feneyja. Nú hafa brúðarhjónin ákveðið að færa aðalhátíðarhöldin að Arsenale di Venezia sem er fjær miðbænum. Flestir gestanna mæta því á einkaflugvélum og áætlað er að koma þeirra muni hafa áhrif á flugumferð á flugvelli Feneyja. Þá er höfnin einnig full af lystisnekkjum og fimm hótel er uppbókuð. Hópur íbúa Feneyja var afar óánægður með ákvörðun stjórnvalda að forgangsraða þörfum ferðamanna framar en þörfum íbúa. Þeir mótmæltu ákvörðuninni ítrekað og hengdu meðal annars upp veggspjöld þar sem stóð „Ekkert pláss fyrir Bezos.“ Þá mótmæla einnig aðgerðarsinnar því að Bezos greiði ekki hærri skatta og séu lifnaðarhættir hans afar óumhverfisvænir. „Við erum stolt af þessu. Við erum ekki neinir, við eigum engan pening, ekkert,“ sagði Tommaso Cacciari, einn aðgerðasinnanna á vegum hópsins No Space for Bezos í samtali við breska ríkisútvarpið. Íbúarnir eigi ekki borgina Undanfarna daga hefur mikið gengið á í Feneyjarborg. Meðlimir í hóp sem kallar sig „Allir hata Elon“ komu fyrir stórri mynd af Bezos á torgi í miðbænum. Á henni stóð „ef þú getur leigt Feneyjar fyrir brúðkaupið þitt getur þú borgað hærri skatta.“ Lögreglan var fljót að fjarlæga myndina. „Mótmælin okkar snúast ekki um brúðkaupið sjálfs, heldur um hvað það stendur fyrir,“ segir Simona Abbate, mótmælandi á vegum Greenpeace. „Það er ekki einungis verið að fagna tveimur einstaklingum sem eru að gifta sig, þetta er að sýna lífsstíl sem óumhverfisvænn. Þeir ríkustu lifa í ofgnótt á meðan aðrir lifa með afleiðingum hlýnun jarðar sem þeir bjuggu ekki til.“ Líkt og kom fram hafa íbúar Feneyja einnig mótmælt því að gestirnir komi til borgarinnar. Borgarfulltrúi gefur lítið fyrir mótmælin og segir þau aðeins vera lítinn hluta af íbúunum. „Þessir mótmælendur haga sér eins og þeir eigi Feneyjar en þeir gera það ekki,“ sagði Simone Venturini borgarfulltrúi. Ítalía Brúðkaup Amazon Bandaríkin Mest lesið Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Tónlist Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Lífið „Þetta er þér að kenna“ Lífið Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ Lífið Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Lífið Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Lífið Fleiri fréttir Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Sjá meira
Jeff Bezos og Lauren Sanchez, unnusta hans, ætla að halda þriggja daga brúðkaupsveislu um næstu helgi í miðborg Feneyja. Mikil leynd liggur yfir nákvæmri staðsetningu hátíðarhaldanna en fjöldinn allur af heimsfrægu fólki er á gestalistanum, svo sem Katy Perry, Kim Kardashian, Mick Jagger og Leonardo diCaprio. Til stóð að ljúka hátíðarhöldunum á laugardagskvöld með viðburði fyrir framan Scuola vecchia della Misericordia bygginguna sem er alveg í miðborg Feneyja. Nú hafa brúðarhjónin ákveðið að færa aðalhátíðarhöldin að Arsenale di Venezia sem er fjær miðbænum. Flestir gestanna mæta því á einkaflugvélum og áætlað er að koma þeirra muni hafa áhrif á flugumferð á flugvelli Feneyja. Þá er höfnin einnig full af lystisnekkjum og fimm hótel er uppbókuð. Hópur íbúa Feneyja var afar óánægður með ákvörðun stjórnvalda að forgangsraða þörfum ferðamanna framar en þörfum íbúa. Þeir mótmæltu ákvörðuninni ítrekað og hengdu meðal annars upp veggspjöld þar sem stóð „Ekkert pláss fyrir Bezos.“ Þá mótmæla einnig aðgerðarsinnar því að Bezos greiði ekki hærri skatta og séu lifnaðarhættir hans afar óumhverfisvænir. „Við erum stolt af þessu. Við erum ekki neinir, við eigum engan pening, ekkert,“ sagði Tommaso Cacciari, einn aðgerðasinnanna á vegum hópsins No Space for Bezos í samtali við breska ríkisútvarpið. Íbúarnir eigi ekki borgina Undanfarna daga hefur mikið gengið á í Feneyjarborg. Meðlimir í hóp sem kallar sig „Allir hata Elon“ komu fyrir stórri mynd af Bezos á torgi í miðbænum. Á henni stóð „ef þú getur leigt Feneyjar fyrir brúðkaupið þitt getur þú borgað hærri skatta.“ Lögreglan var fljót að fjarlæga myndina. „Mótmælin okkar snúast ekki um brúðkaupið sjálfs, heldur um hvað það stendur fyrir,“ segir Simona Abbate, mótmælandi á vegum Greenpeace. „Það er ekki einungis verið að fagna tveimur einstaklingum sem eru að gifta sig, þetta er að sýna lífsstíl sem óumhverfisvænn. Þeir ríkustu lifa í ofgnótt á meðan aðrir lifa með afleiðingum hlýnun jarðar sem þeir bjuggu ekki til.“ Líkt og kom fram hafa íbúar Feneyja einnig mótmælt því að gestirnir komi til borgarinnar. Borgarfulltrúi gefur lítið fyrir mótmælin og segir þau aðeins vera lítinn hluta af íbúunum. „Þessir mótmælendur haga sér eins og þeir eigi Feneyjar en þeir gera það ekki,“ sagði Simone Venturini borgarfulltrúi.
Ítalía Brúðkaup Amazon Bandaríkin Mest lesið Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Tónlist Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Lífið „Þetta er þér að kenna“ Lífið Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ Lífið Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Lífið Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Lífið Fleiri fréttir Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Sjá meira