Fleiri handteknir í Borgarnesi Agnar Már Másson skrifar 23. júní 2025 19:35 Húsleitin og meinta fíknienfaframleiðslan sveif undir radarinn hjá mörgum heimamönnum bæði á Raufarhofn og í Borgarnesi, að sögn íbúa sem fréttastofa hefur rætt við. Visir Sérsveitin og lögreglan réðust í síðustu viku í húsleit og handtökur í Borgarnesi í tengslum við umfangsmikla rannsókn á fíknefnaframleiðslu. Rannsóknin teygir anga sína frá Reykjavík að Raufarhöfn, en íbúi á Raufarhöfn lýsir grunsamlegri umferð á næturnar við hús sem lögregla hefur haft til rannsóknar. Lögregluembætti á Norðurlandi eystra, Vesturlandi og höfuðborgarsvæðinu réðust á miðvikudag í samhenta aðgerð víða um landið ásamt sérsveitinni í tengslum við rannsókn á skipulagðri brotastarfsemi og fíkniefnaframleiðslu. Á Norðurlandi eystra voru fimm handteknir eftir húsleit á Raufarhöfn. Á sama tíma stóð húsleit yfir í Borgarnesi, að sögn Ásmundar Kristins Ásmundssonar aðstoðaryfirlögregluþjóns á Vesturlandi, sem segir að sérsveitin hafi einnig aðstoðað við þær aðgerðir. Ásmundur segir að fólk hafi verið handtekið á Vesturlandi í tengslum við húsleit en gefur ekki upp fjölda handtekinna. Líklega sé búið að fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim. Hann gefur ekki upp hvort lögregla hafi lagt hald á hluti við húsleitina. Sem fyrr segir var húsleit einnig framkvæmd á Raufarhöfn á miðvikudag, nánar til tekið í rauðu húsi við Aðalbraut. Íbúar sem fréttastofa hefur talað við lýsa því að erlendur maður hafi búið í húsinu síðasta árið, og annar maður tvö árin þar áður. Lítið hafi farið fyrir manninum. Einn íbúi á Raufarhöfn lýsir því í samtali við fréttastofu í dag að bíll hafi af og til sést við húsið á næturnar einu sinni eða tvisvar í mánuði. Ökutækið hafi siðan verið horfið á braut snemma morguns. Sjómenn á bænum hafi orðið sérstaklega varir við ökutækið. Lögreglan sagðist á föstudag hafa lagt hald á fíkniefni við aðgerðina á Raufarhöfn. Eigandi rauða hússins, Jón Eyþór Gottskálksson, sagðist koma af fjöllum þegar blaðamaður ræddi við hann síðasta fimmtudag. Hann keypti húsið fyrir rúmu ári. Veistu meira? Áttu myndir? Þú getur sent okkur ábendingar á ritstjorn@visir.is. Lögreglumál Borgarbyggð Fíkniefnabrot Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Fleiri fréttir Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Særð álft syndir með Seltirningum í lauginni Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Sjá meira
Lögregluembætti á Norðurlandi eystra, Vesturlandi og höfuðborgarsvæðinu réðust á miðvikudag í samhenta aðgerð víða um landið ásamt sérsveitinni í tengslum við rannsókn á skipulagðri brotastarfsemi og fíkniefnaframleiðslu. Á Norðurlandi eystra voru fimm handteknir eftir húsleit á Raufarhöfn. Á sama tíma stóð húsleit yfir í Borgarnesi, að sögn Ásmundar Kristins Ásmundssonar aðstoðaryfirlögregluþjóns á Vesturlandi, sem segir að sérsveitin hafi einnig aðstoðað við þær aðgerðir. Ásmundur segir að fólk hafi verið handtekið á Vesturlandi í tengslum við húsleit en gefur ekki upp fjölda handtekinna. Líklega sé búið að fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim. Hann gefur ekki upp hvort lögregla hafi lagt hald á hluti við húsleitina. Sem fyrr segir var húsleit einnig framkvæmd á Raufarhöfn á miðvikudag, nánar til tekið í rauðu húsi við Aðalbraut. Íbúar sem fréttastofa hefur talað við lýsa því að erlendur maður hafi búið í húsinu síðasta árið, og annar maður tvö árin þar áður. Lítið hafi farið fyrir manninum. Einn íbúi á Raufarhöfn lýsir því í samtali við fréttastofu í dag að bíll hafi af og til sést við húsið á næturnar einu sinni eða tvisvar í mánuði. Ökutækið hafi siðan verið horfið á braut snemma morguns. Sjómenn á bænum hafi orðið sérstaklega varir við ökutækið. Lögreglan sagðist á föstudag hafa lagt hald á fíkniefni við aðgerðina á Raufarhöfn. Eigandi rauða hússins, Jón Eyþór Gottskálksson, sagðist koma af fjöllum þegar blaðamaður ræddi við hann síðasta fimmtudag. Hann keypti húsið fyrir rúmu ári. Veistu meira? Áttu myndir? Þú getur sent okkur ábendingar á ritstjorn@visir.is.
Lögreglumál Borgarbyggð Fíkniefnabrot Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Fleiri fréttir Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Særð álft syndir með Seltirningum í lauginni Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Sjá meira