Fleiri handteknir í Borgarnesi Agnar Már Másson skrifar 23. júní 2025 19:35 Húsleitin og meinta fíknienfaframleiðslan sveif undir radarinn hjá mörgum heimamönnum bæði á Raufarhofn og í Borgarnesi, að sögn íbúa sem fréttastofa hefur rætt við. Visir Sérsveitin og lögreglan réðust í síðustu viku í húsleit og handtökur í Borgarnesi í tengslum við umfangsmikla rannsókn á fíknefnaframleiðslu. Rannsóknin teygir anga sína frá Reykjavík að Raufarhöfn, en íbúi á Raufarhöfn lýsir grunsamlegri umferð á næturnar við hús sem lögregla hefur haft til rannsóknar. Lögregluembætti á Norðurlandi eystra, Vesturlandi og höfuðborgarsvæðinu réðust á miðvikudag í samhenta aðgerð víða um landið ásamt sérsveitinni í tengslum við rannsókn á skipulagðri brotastarfsemi og fíkniefnaframleiðslu. Á Norðurlandi eystra voru fimm handteknir eftir húsleit á Raufarhöfn. Á sama tíma stóð húsleit yfir í Borgarnesi, að sögn Ásmundar Kristins Ásmundssonar aðstoðaryfirlögregluþjóns á Vesturlandi, sem segir að sérsveitin hafi einnig aðstoðað við þær aðgerðir. Ásmundur segir að fólk hafi verið handtekið á Vesturlandi í tengslum við húsleit en gefur ekki upp fjölda handtekinna. Líklega sé búið að fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim. Hann gefur ekki upp hvort lögregla hafi lagt hald á hluti við húsleitina. Sem fyrr segir var húsleit einnig framkvæmd á Raufarhöfn á miðvikudag, nánar til tekið í rauðu húsi við Aðalbraut. Íbúar sem fréttastofa hefur talað við lýsa því að erlendur maður hafi búið í húsinu síðasta árið, og annar maður tvö árin þar áður. Lítið hafi farið fyrir manninum. Einn íbúi á Raufarhöfn lýsir því í samtali við fréttastofu í dag að bíll hafi af og til sést við húsið á næturnar einu sinni eða tvisvar í mánuði. Ökutækið hafi siðan verið horfið á braut snemma morguns. Sjómenn á bænum hafi orðið sérstaklega varir við ökutækið. Lögreglan sagðist á föstudag hafa lagt hald á fíkniefni við aðgerðina á Raufarhöfn. Eigandi rauða hússins, Jón Eyþór Gottskálksson, sagðist koma af fjöllum þegar blaðamaður ræddi við hann síðasta fimmtudag. Hann keypti húsið fyrir rúmu ári. Veistu meira? Áttu myndir? Þú getur sent okkur ábendingar á ritstjorn@visir.is. Lögreglumál Borgarbyggð Fíkniefnabrot Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Handtekinn í Dölunum Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Fleiri fréttir Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Sjá meira
Lögregluembætti á Norðurlandi eystra, Vesturlandi og höfuðborgarsvæðinu réðust á miðvikudag í samhenta aðgerð víða um landið ásamt sérsveitinni í tengslum við rannsókn á skipulagðri brotastarfsemi og fíkniefnaframleiðslu. Á Norðurlandi eystra voru fimm handteknir eftir húsleit á Raufarhöfn. Á sama tíma stóð húsleit yfir í Borgarnesi, að sögn Ásmundar Kristins Ásmundssonar aðstoðaryfirlögregluþjóns á Vesturlandi, sem segir að sérsveitin hafi einnig aðstoðað við þær aðgerðir. Ásmundur segir að fólk hafi verið handtekið á Vesturlandi í tengslum við húsleit en gefur ekki upp fjölda handtekinna. Líklega sé búið að fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim. Hann gefur ekki upp hvort lögregla hafi lagt hald á hluti við húsleitina. Sem fyrr segir var húsleit einnig framkvæmd á Raufarhöfn á miðvikudag, nánar til tekið í rauðu húsi við Aðalbraut. Íbúar sem fréttastofa hefur talað við lýsa því að erlendur maður hafi búið í húsinu síðasta árið, og annar maður tvö árin þar áður. Lítið hafi farið fyrir manninum. Einn íbúi á Raufarhöfn lýsir því í samtali við fréttastofu í dag að bíll hafi af og til sést við húsið á næturnar einu sinni eða tvisvar í mánuði. Ökutækið hafi siðan verið horfið á braut snemma morguns. Sjómenn á bænum hafi orðið sérstaklega varir við ökutækið. Lögreglan sagðist á föstudag hafa lagt hald á fíkniefni við aðgerðina á Raufarhöfn. Eigandi rauða hússins, Jón Eyþór Gottskálksson, sagðist koma af fjöllum þegar blaðamaður ræddi við hann síðasta fimmtudag. Hann keypti húsið fyrir rúmu ári. Veistu meira? Áttu myndir? Þú getur sent okkur ábendingar á ritstjorn@visir.is.
Lögreglumál Borgarbyggð Fíkniefnabrot Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Handtekinn í Dölunum Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Fleiri fréttir Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Sjá meira