Þeir sem sendu ábendingarnar verði að stíga fram Bjarki Sigurðsson skrifar 18. febrúar 2024 22:55 Michael O'Toole, írskur blaðamaður hjá Irish Daily Star, segir mál Jóns Þrastar hvergi nærri lokið. vísir Írskur blaðamaður telur lögreglu ætla að halda áfram að leita að Jóni Þresti Jónssyni, þrátt fyrir að eftirgrennslan hafi enn ekki borið árangur, eftir að nafnlausar ábendingar bárust um hugsanleg afdrif hans. Þeir sem sendu vísbendingarnar verði að stíga fram svo Jón Þröstur finnist. Jón Þröstur Jónsson hvarf í Dyflinni, höfuðborg Írlands, fyrir fimm árum síðan. Jón sem var þá 41 árs gamall var staddur í borginni ásamt unnustu sinni til að taka þátt í pókermóti og skoða borgina. Leitin lá í dvala í nokkur ár þar til nýlega bárust lögreglunni þar í landi tvær nafnlausar ábendingar um hvað gæti hafa gerst við Jón. Við það hófst leitaraðgerð í almenningsgarði nærri flugvelli borgarinnar sem skilaði engum árangri. Lögreglan telji hann látinn Michael O'Toole, írskur blaðamaður hjá Irish Daily Star, sérhæfir sig í glæpamálum og mannshvörfum. Hann segir málinu þó hvergi nærri lokið hjá írsku lögreglunni. Hann hefur fylgst vel með málinu síðustu ár. „Það er leitt til þess að vita að lögreglan telur að Jón Þröstur sé látinn og að hann hafi líklega látist daginn sem hans var saknað. Ég tel að þeir muni bíða þar til þeir finna jarðneskar leifar hans, ef þeir finna þær, áður en þeir ákveða næstu skref.“ „Ég tel þá vita að hann hafi látist þennan dag, hvort sem það var af slysförum þegar hann hitti einhvern eða hvort glæpur hafi verið framinn, þ.e. hvort hann hafi verið myrtur. Það er líklegasta tilgátan. En það er munur á því að hafa tilgátu og hafa sönnunargögn í höndum. Þar til þeir finna jarðneskar leifar Jóns Þrastar hafa þeir lítið annað en tilgátu í höndum,“ segir Michael. Einhver þarf að stíga fram Það er ekki óalgengt að fólk hverfi í Írlandi og segir Michael að tugir mannhvarfsmála séu enn óleyst. Hann telur að fólkið sem sendi nafnlausu ábendingarnar þurfi að stíga fram til að málið leysist. „Annað af tvennu þarf að gerast: Ef Jón Þröstur er látinn eins og lögregluna grunar, kann einhver að finna líkið af tilviljun, t.d. einstaklingur á göngu með hund sinn. Ef það gerist ekki þarf einhver með upplýsingar að stíga fram og ræða við yfirvöld hér,“ segir Michael. Klippa: Málinu ekki lokið Áhugi hjá almenningi Almenningur í Írlandi hefur áhuga á málinu sem gæti að mati Michaels orðið til þess að fleiri vísbendingar berist lögreglu. „Ýmiss orðrómur er á kreiki þótt hann tengist ekki Jóni Þresti. En ef orðrómur er á kreiki er áhugi á málinu hjá almenningi. Írska lögreglan sendi út ákall til almennings í síðustu viku og þá fór leitin af stað. Almenningur hefur sýnt áhuga á málinu,“ segir Michael. Írland Leitin að Jóni Þresti Tengdar fréttir Hafi ætlað að hitta einhvern í garðinum Lögregluyfirvöld í Dublin telja nú líklegt að Jón Þröstur Jónsson hafi ætlað sér að hitta einhvern í almenningsgarðinum Santry Demense. Hann hafi látist í kjölfar þess fundar. Þetta herma heimildir írska miðilsins Dublin Live. 13. febrúar 2024 23:11 Nýjar vísbendingar varðandi hvarf Jóns Þrastar Systkini Jóns Þrastar Jónssonar sem hvarf í Dublin á Írlandi fyrir fimm árum eru mætt til írsku höfuðborgarinnar í þeim tilgangi að aðstoða við rannsókn lögreglu á málinu. Írska lögreglan segir tvær nýjar vísbendingar hafa borist og leitar til almennings. 9. febrúar 2024 15:05 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Fleiri fréttir Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Sjá meira
Jón Þröstur Jónsson hvarf í Dyflinni, höfuðborg Írlands, fyrir fimm árum síðan. Jón sem var þá 41 árs gamall var staddur í borginni ásamt unnustu sinni til að taka þátt í pókermóti og skoða borgina. Leitin lá í dvala í nokkur ár þar til nýlega bárust lögreglunni þar í landi tvær nafnlausar ábendingar um hvað gæti hafa gerst við Jón. Við það hófst leitaraðgerð í almenningsgarði nærri flugvelli borgarinnar sem skilaði engum árangri. Lögreglan telji hann látinn Michael O'Toole, írskur blaðamaður hjá Irish Daily Star, sérhæfir sig í glæpamálum og mannshvörfum. Hann segir málinu þó hvergi nærri lokið hjá írsku lögreglunni. Hann hefur fylgst vel með málinu síðustu ár. „Það er leitt til þess að vita að lögreglan telur að Jón Þröstur sé látinn og að hann hafi líklega látist daginn sem hans var saknað. Ég tel að þeir muni bíða þar til þeir finna jarðneskar leifar hans, ef þeir finna þær, áður en þeir ákveða næstu skref.“ „Ég tel þá vita að hann hafi látist þennan dag, hvort sem það var af slysförum þegar hann hitti einhvern eða hvort glæpur hafi verið framinn, þ.e. hvort hann hafi verið myrtur. Það er líklegasta tilgátan. En það er munur á því að hafa tilgátu og hafa sönnunargögn í höndum. Þar til þeir finna jarðneskar leifar Jóns Þrastar hafa þeir lítið annað en tilgátu í höndum,“ segir Michael. Einhver þarf að stíga fram Það er ekki óalgengt að fólk hverfi í Írlandi og segir Michael að tugir mannhvarfsmála séu enn óleyst. Hann telur að fólkið sem sendi nafnlausu ábendingarnar þurfi að stíga fram til að málið leysist. „Annað af tvennu þarf að gerast: Ef Jón Þröstur er látinn eins og lögregluna grunar, kann einhver að finna líkið af tilviljun, t.d. einstaklingur á göngu með hund sinn. Ef það gerist ekki þarf einhver með upplýsingar að stíga fram og ræða við yfirvöld hér,“ segir Michael. Klippa: Málinu ekki lokið Áhugi hjá almenningi Almenningur í Írlandi hefur áhuga á málinu sem gæti að mati Michaels orðið til þess að fleiri vísbendingar berist lögreglu. „Ýmiss orðrómur er á kreiki þótt hann tengist ekki Jóni Þresti. En ef orðrómur er á kreiki er áhugi á málinu hjá almenningi. Írska lögreglan sendi út ákall til almennings í síðustu viku og þá fór leitin af stað. Almenningur hefur sýnt áhuga á málinu,“ segir Michael.
Írland Leitin að Jóni Þresti Tengdar fréttir Hafi ætlað að hitta einhvern í garðinum Lögregluyfirvöld í Dublin telja nú líklegt að Jón Þröstur Jónsson hafi ætlað sér að hitta einhvern í almenningsgarðinum Santry Demense. Hann hafi látist í kjölfar þess fundar. Þetta herma heimildir írska miðilsins Dublin Live. 13. febrúar 2024 23:11 Nýjar vísbendingar varðandi hvarf Jóns Þrastar Systkini Jóns Þrastar Jónssonar sem hvarf í Dublin á Írlandi fyrir fimm árum eru mætt til írsku höfuðborgarinnar í þeim tilgangi að aðstoða við rannsókn lögreglu á málinu. Írska lögreglan segir tvær nýjar vísbendingar hafa borist og leitar til almennings. 9. febrúar 2024 15:05 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Fleiri fréttir Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Sjá meira
Hafi ætlað að hitta einhvern í garðinum Lögregluyfirvöld í Dublin telja nú líklegt að Jón Þröstur Jónsson hafi ætlað sér að hitta einhvern í almenningsgarðinum Santry Demense. Hann hafi látist í kjölfar þess fundar. Þetta herma heimildir írska miðilsins Dublin Live. 13. febrúar 2024 23:11
Nýjar vísbendingar varðandi hvarf Jóns Þrastar Systkini Jóns Þrastar Jónssonar sem hvarf í Dublin á Írlandi fyrir fimm árum eru mætt til írsku höfuðborgarinnar í þeim tilgangi að aðstoða við rannsókn lögreglu á málinu. Írska lögreglan segir tvær nýjar vísbendingar hafa borist og leitar til almennings. 9. febrúar 2024 15:05