Þingmenn stjórnarandstöðu sagðir barnalegir Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 18. júní 2025 13:24 Þingmenn stjórnarflokkanna saka stjórnarandstöðuna um málþóf á Alþingi, þingmenn hennar hafi verið barnalegir í framgöngu. Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokks vísar gagnrýninni til föðurhúsanna. Vísir Þingmenn stjórnarflokkanna saka stjórnarandstöðuna um ófagleg vinnubrögð á Alþingi til að tefja að mál komist í gegn. Þingmaður Viðreisnar telur endurskoða þurfi þann tíma sem þingmenn hafa í ræðustól. Vælukór segir þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Þingfundur hófst að nýju á Alþingi klukkan hálf ellefu í morgun og voru þrettán þingmenn á mælendaskrá um störf þingsins. Á þingfundi í dag eru níu mál á dagskrá og þar á meðal er kosning í bankaráð Seðlabankans. Síðasta mál á dagskrá í dag er frumvarp atvinnuvegaráðherra um veiðigjald. Það er meðal þeirra mála sem stjórnarflokkarnir og stjórnarandstaðan hafa tekist á um síðustu vikur. Vill stytta ræðutíma Guðbrandur Einarsson þingmaður Viðreisnar vill að breytingar verði gerðar á ræðutíma þingmanna á Alþingi ella sé erfitt að koma málum í gegn. „Það getur ekki gengið að hópur þingmanna sem eru kannski með 45 prósent þingmanna á bak við sig komi ekki nokkrum sköpuðum hlut í gegn. Þannig að ég held, virðulegi forseti, að þetta sé mál sem við þurfum að taka til gagngerrar endurskoðunar. Að hér séum við endalaust að karpa um hluti sem við getum svo sannarlega verið sammála um. Mér fannst skrítið að minnihlutinn á síðasta Alþingi næði ekki nokkrum sköpuðum hlut í gegn og fór að velta fyrir mér hvort það þyrfti að setja á kvóta á umræður sem eiga sér stað í þinginu , sagði Guðbrandur Einarsson á Alþingi undir ræðuliðnum Störf þingsins. Líkist börnum með tilfinningavanda Ása Berglind Hjálmarsdóttir þingmaður Samfylkingar furðaði sig einnig á vinnubrögðum stjórnarandstöðunnar á Alþingi í morgun. „Hér hefur ekki aðeins verið talað miklu meira en tíðkast undanfarin ár í hverju málinu á fætur öðru í þeim tilgangi að koma í veg fyrir framgang mála ríkisstjórnarinnar, heldur hafa sumir þingmenn sýnt á sér þannig hliðar að ég hreinlega vona að enginn sé að horfa. Háttvirtir þingmenn hafa komið upp og bókstaflega öskrað á samstarfsfólk sitt líkt og börn með tilfinningavanda sem þau hafa ekki þroska til að ráða við,“ sagði Ása undir liðnum Störf þingsins í morgun. Vælukór Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokks vísaði gagnrýninni til föðurhúsanna. „Vælukórinn gleymir alveg, að hugsa í eigin barm og hver getur verið ástæðan fyrir því að umræðan hafi lengst hér í þingsal,“ sagði Vilhjálmur í ræðu sinni. Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Breytingar á veiðigjöldum Tengdar fréttir Er lýðræði bannað ef Sjálfstæðisflokkurinn er ekki í ríkisstjórn? Í dag mun hefjast fyrirstaða til að reyna að koma í veg fyrir að veiðigjöld verði leiðrétt með þeim hætti að þjóðin, eigandi auðlindar, fái sanngjarna hlutdeild í arðinum sem hún skapar. Fyrirstaðan verður leidd af Sjálfstæðisflokknum, pólitískum armi Samtaka íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja (SFS). 18. júní 2025 08:02 Meirihlutinn spari mínútur til að kasta klukkutímum á glæ Veiðigjaldafrumvarp atvinnuvegaráðherra var afgreitt úr þingnefnd í morgun. Þingmaður Miðflokksins segir meirihlutann spara mínútur til þess eins að kasta klukkutímum á glæ á komandi þingfundum með því að flýta meðferð frumvarpsins í nefndinni. Allir tali fyrir daufum eyrum meirihlutans. Formaður nefndarinnar fagnar því að minnihlutinn hafi mætt í vinnuna. 14. júní 2025 11:55 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fleiri fréttir Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi Webb smellti af nýburamyndum „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Konan er fundin Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður Sjá meira
Þingfundur hófst að nýju á Alþingi klukkan hálf ellefu í morgun og voru þrettán þingmenn á mælendaskrá um störf þingsins. Á þingfundi í dag eru níu mál á dagskrá og þar á meðal er kosning í bankaráð Seðlabankans. Síðasta mál á dagskrá í dag er frumvarp atvinnuvegaráðherra um veiðigjald. Það er meðal þeirra mála sem stjórnarflokkarnir og stjórnarandstaðan hafa tekist á um síðustu vikur. Vill stytta ræðutíma Guðbrandur Einarsson þingmaður Viðreisnar vill að breytingar verði gerðar á ræðutíma þingmanna á Alþingi ella sé erfitt að koma málum í gegn. „Það getur ekki gengið að hópur þingmanna sem eru kannski með 45 prósent þingmanna á bak við sig komi ekki nokkrum sköpuðum hlut í gegn. Þannig að ég held, virðulegi forseti, að þetta sé mál sem við þurfum að taka til gagngerrar endurskoðunar. Að hér séum við endalaust að karpa um hluti sem við getum svo sannarlega verið sammála um. Mér fannst skrítið að minnihlutinn á síðasta Alþingi næði ekki nokkrum sköpuðum hlut í gegn og fór að velta fyrir mér hvort það þyrfti að setja á kvóta á umræður sem eiga sér stað í þinginu , sagði Guðbrandur Einarsson á Alþingi undir ræðuliðnum Störf þingsins. Líkist börnum með tilfinningavanda Ása Berglind Hjálmarsdóttir þingmaður Samfylkingar furðaði sig einnig á vinnubrögðum stjórnarandstöðunnar á Alþingi í morgun. „Hér hefur ekki aðeins verið talað miklu meira en tíðkast undanfarin ár í hverju málinu á fætur öðru í þeim tilgangi að koma í veg fyrir framgang mála ríkisstjórnarinnar, heldur hafa sumir þingmenn sýnt á sér þannig hliðar að ég hreinlega vona að enginn sé að horfa. Háttvirtir þingmenn hafa komið upp og bókstaflega öskrað á samstarfsfólk sitt líkt og börn með tilfinningavanda sem þau hafa ekki þroska til að ráða við,“ sagði Ása undir liðnum Störf þingsins í morgun. Vælukór Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokks vísaði gagnrýninni til föðurhúsanna. „Vælukórinn gleymir alveg, að hugsa í eigin barm og hver getur verið ástæðan fyrir því að umræðan hafi lengst hér í þingsal,“ sagði Vilhjálmur í ræðu sinni.
Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Breytingar á veiðigjöldum Tengdar fréttir Er lýðræði bannað ef Sjálfstæðisflokkurinn er ekki í ríkisstjórn? Í dag mun hefjast fyrirstaða til að reyna að koma í veg fyrir að veiðigjöld verði leiðrétt með þeim hætti að þjóðin, eigandi auðlindar, fái sanngjarna hlutdeild í arðinum sem hún skapar. Fyrirstaðan verður leidd af Sjálfstæðisflokknum, pólitískum armi Samtaka íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja (SFS). 18. júní 2025 08:02 Meirihlutinn spari mínútur til að kasta klukkutímum á glæ Veiðigjaldafrumvarp atvinnuvegaráðherra var afgreitt úr þingnefnd í morgun. Þingmaður Miðflokksins segir meirihlutann spara mínútur til þess eins að kasta klukkutímum á glæ á komandi þingfundum með því að flýta meðferð frumvarpsins í nefndinni. Allir tali fyrir daufum eyrum meirihlutans. Formaður nefndarinnar fagnar því að minnihlutinn hafi mætt í vinnuna. 14. júní 2025 11:55 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fleiri fréttir Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi Webb smellti af nýburamyndum „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Konan er fundin Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður Sjá meira
Er lýðræði bannað ef Sjálfstæðisflokkurinn er ekki í ríkisstjórn? Í dag mun hefjast fyrirstaða til að reyna að koma í veg fyrir að veiðigjöld verði leiðrétt með þeim hætti að þjóðin, eigandi auðlindar, fái sanngjarna hlutdeild í arðinum sem hún skapar. Fyrirstaðan verður leidd af Sjálfstæðisflokknum, pólitískum armi Samtaka íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja (SFS). 18. júní 2025 08:02
Meirihlutinn spari mínútur til að kasta klukkutímum á glæ Veiðigjaldafrumvarp atvinnuvegaráðherra var afgreitt úr þingnefnd í morgun. Þingmaður Miðflokksins segir meirihlutann spara mínútur til þess eins að kasta klukkutímum á glæ á komandi þingfundum með því að flýta meðferð frumvarpsins í nefndinni. Allir tali fyrir daufum eyrum meirihlutans. Formaður nefndarinnar fagnar því að minnihlutinn hafi mætt í vinnuna. 14. júní 2025 11:55