Er lýðræði bannað ef Sjálfstæðisflokkurinn er ekki í ríkisstjórn? Þórður Snær Júlíusson skrifar 18. júní 2025 08:02 Í dag mun hefjast fyrirstaða til að reyna að koma í veg fyrir að veiðigjöld verði leiðrétt með þeim hætti að þjóðin, eigandi auðlindar, fái sanngjarna hlutdeild í arðinum sem hún skapar. Fyrirstaðan verður leidd af Sjálfstæðisflokknum, pólitískum armi Samtaka íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja (SFS). Þingflokksformaður hans útskýrði hana sem gagnverk lýðræðisins, eins og Sjálfstæðisflokkurinn skilur það, í grein sem birtist á þjóðhátíðardegi Íslendinga í gær. Þar segir meðal annars: „Það gerist stundum í kjölfar kosninga að nýir stjórnarherrar fyllast kappi sem í verstu tilfellum getur jaðrað við dramb. Biðin eftir áhrifum getur stundum orðið svo löng að dómgreindin bilar þegar í ríkisstjórn er komið. Þá reynir á Alþingi og starfsreglur þess. Við slíkar aðstæður er það skylda stjórnarandstöðunnar að koma í veg fyrir verstu slysin […] Í virku lýðræði er það skylda minnihlutans að veita stöðugt aðhald og svo viðnám þegar meirihlutinn reynir að knýja fram óvönduð mál.“ Þjóðríki þar sem kjörinn meirihluti hafni aðhaldi í krafti atkvæða þykja, að hennar mati, sjaldnast til fyrirmyndar. „Stjórnarandstaða hefur sitt hlutverk og ber að sinna því. Annað væri svik við þjóðina – og ekki síður lýðveldið Ísland.“ Þetta er ansi löng leið, í gegnum mikið orðasalat, til að segja það upphátt að ef Sjálfstæðisflokkurinn er ósammála einhverju þá telur hann sig einfaldlega hafa rétt til þess að koma í veg fyrir að það verði að veruleika. Það sé einhvers konar hefð að hann ráði jafnvel þegar kjósendur hafa ákveðið að hann ráði ekki. Vilja banna mál sem þau eru ósammála Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra kjarnaði þessa stöðu vel í svörum við óundirbúnum fyrirspurnum í byrjun viku. Þar sagði hún skýrt að það viti allir í þingsal Alþingis að „minni hlutinn vill banna meiri hlutanum að hækka veiðigjöld. Það er það sem þetta snýst um […] Það sem við munum gera af fullum þunga er að klára þetta mál.“ Í svörum sínum minnti forsætisráðherra á að það væri stór lýðræðislegur meirihluti fyrir því að fara í leiðréttingu veiðigjalda og ríkisstjórn í landinu sem fékk umboð til verka. „Minnihlutinn verður að sætta sig við það.“ Það sé alltaf vilji til að eiga samtal við minnihlutann. „En um hvað er það samtal? Að taka af dagskrá öll okkar stóru pólitísku mál sem minni hlutinn tapaði á því að vera á móti í síðustu kosningum? Um hvað er verið að semja? Hér er verið að stoppa mál. Það er verið að stoppa bókun 35 sem er risa meirihluti fyrir í þinginu og síðasta ríkisstjórn reyndi sjálf að ná í gegn oftar en einu sinni og það er verið að stoppa hér risastórt hagsmunamál þjóðarinnar sem ríflegur meirihluti er fyrir. Eigum við að gefa eftir og leyfa ykkur að banna okkur að gera ákveðna hluti?“ Svarið við því er nei. Þeir sem raunverulega er verið að verja Það er ekki bara Sjálfstæðisflokkurinn sem telur það lýðræðislega fásinnu að eitthvað fólk sem honum finnst í besta falli vera boðflennur við ríkisstjórnarborðið þangað til að kjósendur átti sig á því að hið eðlilega ástand sé áframhaldandi og endalaus stöðnunar- og íhaldsstjórn. SFS er aldrei fjarri undan. Samtökin hafa eytt gríðarlegu fjármagni í auglýsingar og áróður til að reyna að hræða þjóðina frá því að hún fái réttlátan skerf í hagnaðinum sem verður af fiskveiðum. Í þeirri herferð hafa þau ekki hikað við að nota fólkið á gólfinu og sveitarfélögin sem treysta á útgerðir sem byggðarfestu sem skjöld. Ef ríkið dirfist að taka til sín stærri hlutdeild þá á það bitna á þessu fólki og þessum sveitarfélögum. Útgerðin muni sjá til þess. En raunveruleikinn er sá að það eru aðallega fjórar fjölskyldur og eitt kaupfélag, sem eiga samtals um 500 milljarða króna í eigið fé og manna obbann af stjórn hagsmunasamtakanna sem hóta, sem munu þurfa að sætta sig við það að græða aðeins minna en þau græða núna. Fyrirtæki þessa hóps munu borga nær alla viðbótina sem leiðrétt veiðigjöld leiða af sér. Það er nú allur harmurinn af þessari aðgerð. Gerið endilega fleiri auglýsingar Herferð SFS hefur haft þveröfug áhrif en stefnt var að. Því fleiri sjónvarpsauglýsingar sem eru framleiddar, því fleiri hótanir sem settar eru fram, því fleiri ræður sem þingmenn samtakanna flytja á Alþingi, því einarðari verður staðfesta þjóðarinnar sem styður leiðrétt veiðigjöld. Í stað þess að reyna að eiga eðlilegt samtal og samstarf við stjórnvöld og faglegar stofnanir sem grundvallast á gagnkvæmri virðingu og þeirri sannfæringu að það sem sé gott fyrir íslenskan sjávarútveg sé gott fyrir samfélag okkar í heild þá hafa SFS bara haldið áfram að grafa sig dýpra ofan í tilætlunarsömu frekjuholuna sem samtökin virðast föst í. Þótt þjóðin sé ýmsu vön frá þeim grátkór þá tók steininn sennilega úr hjá mörgum þegar SFS birti kolranga tilkynningu á vef sínum þar sem fullyrt var að ef veiðigjald hefði verið leiðrétt í fyrra þá hefði það verið um 23 milljarðar króna, í stað 10,3 milljarða króna sem hefði þýtt vel rúmlega tvöföldun á veiðigjaldi. Og annað eins væri yfirvofandi á þessu ári. Þessar tölur, sem SFS sagði að byggðu á útreikningum Skattsins, eru með öllu rangar. Líkt og kemur fram í nefndaráliti með frumvarpinu hefðu leiðrétt veiðigjöld verið 17,7 milljarðar króna í fyrra samkvæmt þeim forsendum sem Skatturinn og atvinnuvegaráðuneytið gefa sér við útreikning eftir að búið er að taka tillit til þeirra breytingartillagna sem atvinnuveganefnd hefur gert á frumvarpinu, og hlífa meðal annars enn frekar litlum og meðalstórum útgerðum. Reyna að reka ráðherra Í tilkynningu SFS voru auk þess settar fram ásakanir á hendur atvinnuvegaráðuneytinu um að hafa reynt að afvegaleiða Alþingi og að hafa óeðlileg afskipti af starfsemi stofnana ríkisins, Skattinum og Fiskistofu, til að komast að hentugri niðurstöðu. Þau sögðu brögð vera í tafli. Morgunblaðið skrifaði frétt um málið á forsendum SFS þar sem sagði: „Það er grafalvarleg ásökun um að ráðherra hafi af ásettu ráði reynt að villa um fyrir þinginu. Reynist það rétt er það afsagnarástæða; Alþingi verður að geta treyst því að ráðherrar segi því satt og rétt frá, enda þiggja þeir vald sitt frá því.“ Um verulega alvarlegar og rangar fullyrðingar er að ræða af hálfu SFS sem var vísað á bug í sameiginlegri yfirlýsingu atvinnuvegaráðuneytisins, fjármála- og efnahagsráðuneytisins, Skattsins og Fiskistofu þann 16. júní. Atvinnuvegaráðherra sagði í grein sama dag að það sé grafalvarlegt mál þegar viðbragð þessara sömu hagsmunaafla við því að ráða ekki öllu lengur sé „að ráðast að stofnunum ríkisins að því er virðist í þeim tilgangi að þvinga fram aðra niðurstöðu. Við því verður brugðist af fullum þunga.“ SFS hætti samt ekki þarna. Samtökin birtu mynd af Íslandskorti á samfélagsmiðlum í byrjun viku þar sem merkt var við heimilisfesti þeirra fyrirtækja sem væru „líkleg til að fara fyrst, verði frumvarp um tvöföldun veiðigjalda að veruleika“. Í stað þess að staldra við og reyna að komast upp úr holunni, þá var grafið enn dýpra. Hættur eftir tvo mánuði Ljóst er að það eru fleiri en bara stjórnsýslan, þingheimur og þorri almennings sem ofbauð þessi framkoma. Guðmundur Kristjánsson, forstjóri og aðaleigandi stærsta einstaka sjávarútvegsfyrirtækis landsins, sagði af sér sem stjórnarformaður SFS í kjölfarið. Hann hafði setið í um tvo mánuði. Í tilkynningu sagði Guðmundur ástæðu afsagnar sinnar vera þá að áherslur hans í starfi SFS nytu ekki stuðnings Heiðrúnar Lindar Marteinsdóttur, framkvæmdastjóra samtakanna, né félaga hans í forystu samtakanna. Þrátt fyrir kostulega skaðaminnkunartilraun eftirmanns hans á formannsstóli, Gunnþórs Ingvasonar, í forsíðufrétt Morgunblaðsins á þjóðhátíðardaginn þar sem hann reyndi að selja þá hugmynd að afsögn Guðmundar snerist sennilega bara um að hann væri United-maður en Gunnþór héldi með Liverpool, þá er öllum ljóst að skoðanamunur um aðferðafræði í veiðigjaldamálinu liggur að baki afsögninni. Guðmundur vill ekki standa fyrir alvarlegum ásökunum á hendur stjórnmálamönnum og opinberum stofnunum. Og honum hugnast heldur nær örugglega ekki hótanir SFS í garð sjávarútvegssveitarfélaga og fyrirtækjanna sem þar starfa. Það bannar enginn lýðræði Það er erfitt að missa völd. En það er gangvirki lýðræðisins að þeir sem fá til þess umboð í kosningum, þeir stjórna. Sú ríkisstjórn sem nú situr er með 36 þingmenn á Alþingi en stjórnarandstaðan er með 27. Sú stjórn sem nú situr lagði fram skýra stefnuyfirlýsingu í desember og hefur fylgt henni eftir með framlagningu mála, líkt og eðlilegt er. Sú stjórn er samstíga, dugleg og samhent og því rennur undan henni. Sú stjórn hefur sýnt það í verki að hún vandar til verka og sýnir stjórnarandstöðu viðeigandi tillit við vinnslu mála. Sú stjórn er alltaf til í samtal ef það samtal er grundvallað á raunveruleika, ekki ranghugmyndum. Sú stjórn verður vinsælli eftir því sem almenningur sér meira af verkum hennar. Sú stjórn samanstendur af Samfylkingu, Viðreisn og Flokki fólksins. Sú stjórn er með skýrar pólitískar áherslur. Sú stjórn inniheldur ekki gömlu valdaflokkana og ætlar ekki að leyfa þeim að banna hápólitískum framfaramálum að verða að veruleika. Vegna þess að þannig virkar ekki lýðræðið. Höfundur er framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar og einn eigenda nytjastofna á Íslandsmiðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórður Snær Júlíusson Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Samfylkingin Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Sjá meira
Í dag mun hefjast fyrirstaða til að reyna að koma í veg fyrir að veiðigjöld verði leiðrétt með þeim hætti að þjóðin, eigandi auðlindar, fái sanngjarna hlutdeild í arðinum sem hún skapar. Fyrirstaðan verður leidd af Sjálfstæðisflokknum, pólitískum armi Samtaka íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja (SFS). Þingflokksformaður hans útskýrði hana sem gagnverk lýðræðisins, eins og Sjálfstæðisflokkurinn skilur það, í grein sem birtist á þjóðhátíðardegi Íslendinga í gær. Þar segir meðal annars: „Það gerist stundum í kjölfar kosninga að nýir stjórnarherrar fyllast kappi sem í verstu tilfellum getur jaðrað við dramb. Biðin eftir áhrifum getur stundum orðið svo löng að dómgreindin bilar þegar í ríkisstjórn er komið. Þá reynir á Alþingi og starfsreglur þess. Við slíkar aðstæður er það skylda stjórnarandstöðunnar að koma í veg fyrir verstu slysin […] Í virku lýðræði er það skylda minnihlutans að veita stöðugt aðhald og svo viðnám þegar meirihlutinn reynir að knýja fram óvönduð mál.“ Þjóðríki þar sem kjörinn meirihluti hafni aðhaldi í krafti atkvæða þykja, að hennar mati, sjaldnast til fyrirmyndar. „Stjórnarandstaða hefur sitt hlutverk og ber að sinna því. Annað væri svik við þjóðina – og ekki síður lýðveldið Ísland.“ Þetta er ansi löng leið, í gegnum mikið orðasalat, til að segja það upphátt að ef Sjálfstæðisflokkurinn er ósammála einhverju þá telur hann sig einfaldlega hafa rétt til þess að koma í veg fyrir að það verði að veruleika. Það sé einhvers konar hefð að hann ráði jafnvel þegar kjósendur hafa ákveðið að hann ráði ekki. Vilja banna mál sem þau eru ósammála Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra kjarnaði þessa stöðu vel í svörum við óundirbúnum fyrirspurnum í byrjun viku. Þar sagði hún skýrt að það viti allir í þingsal Alþingis að „minni hlutinn vill banna meiri hlutanum að hækka veiðigjöld. Það er það sem þetta snýst um […] Það sem við munum gera af fullum þunga er að klára þetta mál.“ Í svörum sínum minnti forsætisráðherra á að það væri stór lýðræðislegur meirihluti fyrir því að fara í leiðréttingu veiðigjalda og ríkisstjórn í landinu sem fékk umboð til verka. „Minnihlutinn verður að sætta sig við það.“ Það sé alltaf vilji til að eiga samtal við minnihlutann. „En um hvað er það samtal? Að taka af dagskrá öll okkar stóru pólitísku mál sem minni hlutinn tapaði á því að vera á móti í síðustu kosningum? Um hvað er verið að semja? Hér er verið að stoppa mál. Það er verið að stoppa bókun 35 sem er risa meirihluti fyrir í þinginu og síðasta ríkisstjórn reyndi sjálf að ná í gegn oftar en einu sinni og það er verið að stoppa hér risastórt hagsmunamál þjóðarinnar sem ríflegur meirihluti er fyrir. Eigum við að gefa eftir og leyfa ykkur að banna okkur að gera ákveðna hluti?“ Svarið við því er nei. Þeir sem raunverulega er verið að verja Það er ekki bara Sjálfstæðisflokkurinn sem telur það lýðræðislega fásinnu að eitthvað fólk sem honum finnst í besta falli vera boðflennur við ríkisstjórnarborðið þangað til að kjósendur átti sig á því að hið eðlilega ástand sé áframhaldandi og endalaus stöðnunar- og íhaldsstjórn. SFS er aldrei fjarri undan. Samtökin hafa eytt gríðarlegu fjármagni í auglýsingar og áróður til að reyna að hræða þjóðina frá því að hún fái réttlátan skerf í hagnaðinum sem verður af fiskveiðum. Í þeirri herferð hafa þau ekki hikað við að nota fólkið á gólfinu og sveitarfélögin sem treysta á útgerðir sem byggðarfestu sem skjöld. Ef ríkið dirfist að taka til sín stærri hlutdeild þá á það bitna á þessu fólki og þessum sveitarfélögum. Útgerðin muni sjá til þess. En raunveruleikinn er sá að það eru aðallega fjórar fjölskyldur og eitt kaupfélag, sem eiga samtals um 500 milljarða króna í eigið fé og manna obbann af stjórn hagsmunasamtakanna sem hóta, sem munu þurfa að sætta sig við það að græða aðeins minna en þau græða núna. Fyrirtæki þessa hóps munu borga nær alla viðbótina sem leiðrétt veiðigjöld leiða af sér. Það er nú allur harmurinn af þessari aðgerð. Gerið endilega fleiri auglýsingar Herferð SFS hefur haft þveröfug áhrif en stefnt var að. Því fleiri sjónvarpsauglýsingar sem eru framleiddar, því fleiri hótanir sem settar eru fram, því fleiri ræður sem þingmenn samtakanna flytja á Alþingi, því einarðari verður staðfesta þjóðarinnar sem styður leiðrétt veiðigjöld. Í stað þess að reyna að eiga eðlilegt samtal og samstarf við stjórnvöld og faglegar stofnanir sem grundvallast á gagnkvæmri virðingu og þeirri sannfæringu að það sem sé gott fyrir íslenskan sjávarútveg sé gott fyrir samfélag okkar í heild þá hafa SFS bara haldið áfram að grafa sig dýpra ofan í tilætlunarsömu frekjuholuna sem samtökin virðast föst í. Þótt þjóðin sé ýmsu vön frá þeim grátkór þá tók steininn sennilega úr hjá mörgum þegar SFS birti kolranga tilkynningu á vef sínum þar sem fullyrt var að ef veiðigjald hefði verið leiðrétt í fyrra þá hefði það verið um 23 milljarðar króna, í stað 10,3 milljarða króna sem hefði þýtt vel rúmlega tvöföldun á veiðigjaldi. Og annað eins væri yfirvofandi á þessu ári. Þessar tölur, sem SFS sagði að byggðu á útreikningum Skattsins, eru með öllu rangar. Líkt og kemur fram í nefndaráliti með frumvarpinu hefðu leiðrétt veiðigjöld verið 17,7 milljarðar króna í fyrra samkvæmt þeim forsendum sem Skatturinn og atvinnuvegaráðuneytið gefa sér við útreikning eftir að búið er að taka tillit til þeirra breytingartillagna sem atvinnuveganefnd hefur gert á frumvarpinu, og hlífa meðal annars enn frekar litlum og meðalstórum útgerðum. Reyna að reka ráðherra Í tilkynningu SFS voru auk þess settar fram ásakanir á hendur atvinnuvegaráðuneytinu um að hafa reynt að afvegaleiða Alþingi og að hafa óeðlileg afskipti af starfsemi stofnana ríkisins, Skattinum og Fiskistofu, til að komast að hentugri niðurstöðu. Þau sögðu brögð vera í tafli. Morgunblaðið skrifaði frétt um málið á forsendum SFS þar sem sagði: „Það er grafalvarleg ásökun um að ráðherra hafi af ásettu ráði reynt að villa um fyrir þinginu. Reynist það rétt er það afsagnarástæða; Alþingi verður að geta treyst því að ráðherrar segi því satt og rétt frá, enda þiggja þeir vald sitt frá því.“ Um verulega alvarlegar og rangar fullyrðingar er að ræða af hálfu SFS sem var vísað á bug í sameiginlegri yfirlýsingu atvinnuvegaráðuneytisins, fjármála- og efnahagsráðuneytisins, Skattsins og Fiskistofu þann 16. júní. Atvinnuvegaráðherra sagði í grein sama dag að það sé grafalvarlegt mál þegar viðbragð þessara sömu hagsmunaafla við því að ráða ekki öllu lengur sé „að ráðast að stofnunum ríkisins að því er virðist í þeim tilgangi að þvinga fram aðra niðurstöðu. Við því verður brugðist af fullum þunga.“ SFS hætti samt ekki þarna. Samtökin birtu mynd af Íslandskorti á samfélagsmiðlum í byrjun viku þar sem merkt var við heimilisfesti þeirra fyrirtækja sem væru „líkleg til að fara fyrst, verði frumvarp um tvöföldun veiðigjalda að veruleika“. Í stað þess að staldra við og reyna að komast upp úr holunni, þá var grafið enn dýpra. Hættur eftir tvo mánuði Ljóst er að það eru fleiri en bara stjórnsýslan, þingheimur og þorri almennings sem ofbauð þessi framkoma. Guðmundur Kristjánsson, forstjóri og aðaleigandi stærsta einstaka sjávarútvegsfyrirtækis landsins, sagði af sér sem stjórnarformaður SFS í kjölfarið. Hann hafði setið í um tvo mánuði. Í tilkynningu sagði Guðmundur ástæðu afsagnar sinnar vera þá að áherslur hans í starfi SFS nytu ekki stuðnings Heiðrúnar Lindar Marteinsdóttur, framkvæmdastjóra samtakanna, né félaga hans í forystu samtakanna. Þrátt fyrir kostulega skaðaminnkunartilraun eftirmanns hans á formannsstóli, Gunnþórs Ingvasonar, í forsíðufrétt Morgunblaðsins á þjóðhátíðardaginn þar sem hann reyndi að selja þá hugmynd að afsögn Guðmundar snerist sennilega bara um að hann væri United-maður en Gunnþór héldi með Liverpool, þá er öllum ljóst að skoðanamunur um aðferðafræði í veiðigjaldamálinu liggur að baki afsögninni. Guðmundur vill ekki standa fyrir alvarlegum ásökunum á hendur stjórnmálamönnum og opinberum stofnunum. Og honum hugnast heldur nær örugglega ekki hótanir SFS í garð sjávarútvegssveitarfélaga og fyrirtækjanna sem þar starfa. Það bannar enginn lýðræði Það er erfitt að missa völd. En það er gangvirki lýðræðisins að þeir sem fá til þess umboð í kosningum, þeir stjórna. Sú ríkisstjórn sem nú situr er með 36 þingmenn á Alþingi en stjórnarandstaðan er með 27. Sú stjórn sem nú situr lagði fram skýra stefnuyfirlýsingu í desember og hefur fylgt henni eftir með framlagningu mála, líkt og eðlilegt er. Sú stjórn er samstíga, dugleg og samhent og því rennur undan henni. Sú stjórn hefur sýnt það í verki að hún vandar til verka og sýnir stjórnarandstöðu viðeigandi tillit við vinnslu mála. Sú stjórn er alltaf til í samtal ef það samtal er grundvallað á raunveruleika, ekki ranghugmyndum. Sú stjórn verður vinsælli eftir því sem almenningur sér meira af verkum hennar. Sú stjórn samanstendur af Samfylkingu, Viðreisn og Flokki fólksins. Sú stjórn er með skýrar pólitískar áherslur. Sú stjórn inniheldur ekki gömlu valdaflokkana og ætlar ekki að leyfa þeim að banna hápólitískum framfaramálum að verða að veruleika. Vegna þess að þannig virkar ekki lýðræðið. Höfundur er framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar og einn eigenda nytjastofna á Íslandsmiðum.
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar