Harmar ákvörðun Guðmundar Tómas Arnar Þorláksson skrifar 18. júní 2025 12:09 Gunnþór Ingvason, forstjóri Síldarvinnslunnar er nýr formaður SFS. Guðmundur í Brimi kaus ekki að tjá sig við fréttastofu. ARnar/Einar Nýr formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi harmar ákvörðunar Guðmundar Kristjánssonar að láta af formennsku. Hann segir klofning ekki vera til staðar innan SFS þrátt fyrir að Guðmundur í Brim hafi sagt á mánudag að áherslur hans sem formaður fengu engan stuðning hjá stjórn SFS. Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims sagði af sér sem formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi á mánudag. Hann sagði ástæðu brotthvarfs síns vera að áherslur hans sem formaður nytu ekki stuðnings Heiðrúnar Lindar Marteinsdóttur, framkvæmdastjóra SFS, né annarra í forystu samtakanna. Í yfirlýsingu ítrekaði Guðmundur að það væri hlutverk samtakanna að fræða og upplýsa almenning með öflugu samtali sem ætti sér ekki stað í dag. Samstarfið ekki borið skugga á vináttuna Gunnþór Ingvason, forstjóri Síldarvinnslunnar og þáverandi varaformaður SFS, tekur því við formennsku að minnsta kosti fram að næsta aðalfundi. Hann segir mikilvægast núna að vinna að sameiginlegum hagsmunum sjávarútvegs. „Auðvitað er maður að mörgu leyti auðmjúkur og stoltur að fá stuðning félaganna til að takast á við þetta.“ Guðmundur var kjörinn formaður í apríl en Gunnþór segir það hafa komið sér í opna skjöldu þegar hann sagði af sér. „Ég meina ég studdi hans til starfa fyrir tveimur mánuðum og ég er búinn að vinna náið og vel með honum í tvo mánuði og við erum góðir vinir svo það samstarf hefur ekki borið skugga á það.“ Allir að róa í sömu átt Spurður hvort hann hafi orðið var ágreining á milli Guðmundar og Heiðrúnar Lindar svarar hann því neitandi. „Eins og ég segi, ég hef unnið með Guðmundi lengi og hef ekki orðið var við neinn málefnalegan ágreining enda held ég að allir þeir sem eru innan stjórn samtakanna séu eins og Guðmundur, með ástríðu fyrir íslenskum sjávarútvegi.“ Enginn klofningur sé til staðar innan SFS. Allir í íslenskum sjávarútvegi rói í sömu átt. „Þetta er hans ákvörðun og ég virði hana en að sama skapi harma ég hana. Því Guðmundur er gífurlega öflugur maður í íslenskum sjávarútvegi. Hann er fæddur inn í sjávarútveginn.“ Sagði Gunnþór Ingvason, nýr formaður SFS en þess má geta að Guðmundur í Brimi kaus ekki að ræða við fréttastofu í dag og Heiðrún Lind svaraði ekki viðtalsbeiðnum. Heiðrún Lind er í stjórn Sýnar. Sjávarútvegur Atvinnurekendur Síldarvinnslan Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Fleiri fréttir Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Sjá meira
Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims sagði af sér sem formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi á mánudag. Hann sagði ástæðu brotthvarfs síns vera að áherslur hans sem formaður nytu ekki stuðnings Heiðrúnar Lindar Marteinsdóttur, framkvæmdastjóra SFS, né annarra í forystu samtakanna. Í yfirlýsingu ítrekaði Guðmundur að það væri hlutverk samtakanna að fræða og upplýsa almenning með öflugu samtali sem ætti sér ekki stað í dag. Samstarfið ekki borið skugga á vináttuna Gunnþór Ingvason, forstjóri Síldarvinnslunnar og þáverandi varaformaður SFS, tekur því við formennsku að minnsta kosti fram að næsta aðalfundi. Hann segir mikilvægast núna að vinna að sameiginlegum hagsmunum sjávarútvegs. „Auðvitað er maður að mörgu leyti auðmjúkur og stoltur að fá stuðning félaganna til að takast á við þetta.“ Guðmundur var kjörinn formaður í apríl en Gunnþór segir það hafa komið sér í opna skjöldu þegar hann sagði af sér. „Ég meina ég studdi hans til starfa fyrir tveimur mánuðum og ég er búinn að vinna náið og vel með honum í tvo mánuði og við erum góðir vinir svo það samstarf hefur ekki borið skugga á það.“ Allir að róa í sömu átt Spurður hvort hann hafi orðið var ágreining á milli Guðmundar og Heiðrúnar Lindar svarar hann því neitandi. „Eins og ég segi, ég hef unnið með Guðmundi lengi og hef ekki orðið var við neinn málefnalegan ágreining enda held ég að allir þeir sem eru innan stjórn samtakanna séu eins og Guðmundur, með ástríðu fyrir íslenskum sjávarútvegi.“ Enginn klofningur sé til staðar innan SFS. Allir í íslenskum sjávarútvegi rói í sömu átt. „Þetta er hans ákvörðun og ég virði hana en að sama skapi harma ég hana. Því Guðmundur er gífurlega öflugur maður í íslenskum sjávarútvegi. Hann er fæddur inn í sjávarútveginn.“ Sagði Gunnþór Ingvason, nýr formaður SFS en þess má geta að Guðmundur í Brimi kaus ekki að ræða við fréttastofu í dag og Heiðrún Lind svaraði ekki viðtalsbeiðnum. Heiðrún Lind er í stjórn Sýnar.
Sjávarútvegur Atvinnurekendur Síldarvinnslan Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Fleiri fréttir Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Sjá meira