Harmar ákvörðun Guðmundar Tómas Arnar Þorláksson skrifar 18. júní 2025 12:09 Gunnþór Ingvason, forstjóri Síldarvinnslunnar er nýr formaður SFS. Guðmundur í Brimi kaus ekki að tjá sig við fréttastofu. ARnar/Einar Nýr formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi harmar ákvörðunar Guðmundar Kristjánssonar að láta af formennsku. Hann segir klofning ekki vera til staðar innan SFS þrátt fyrir að Guðmundur í Brim hafi sagt á mánudag að áherslur hans sem formaður fengu engan stuðning hjá stjórn SFS. Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims sagði af sér sem formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi á mánudag. Hann sagði ástæðu brotthvarfs síns vera að áherslur hans sem formaður nytu ekki stuðnings Heiðrúnar Lindar Marteinsdóttur, framkvæmdastjóra SFS, né annarra í forystu samtakanna. Í yfirlýsingu ítrekaði Guðmundur að það væri hlutverk samtakanna að fræða og upplýsa almenning með öflugu samtali sem ætti sér ekki stað í dag. Samstarfið ekki borið skugga á vináttuna Gunnþór Ingvason, forstjóri Síldarvinnslunnar og þáverandi varaformaður SFS, tekur því við formennsku að minnsta kosti fram að næsta aðalfundi. Hann segir mikilvægast núna að vinna að sameiginlegum hagsmunum sjávarútvegs. „Auðvitað er maður að mörgu leyti auðmjúkur og stoltur að fá stuðning félaganna til að takast á við þetta.“ Guðmundur var kjörinn formaður í apríl en Gunnþór segir það hafa komið sér í opna skjöldu þegar hann sagði af sér. „Ég meina ég studdi hans til starfa fyrir tveimur mánuðum og ég er búinn að vinna náið og vel með honum í tvo mánuði og við erum góðir vinir svo það samstarf hefur ekki borið skugga á það.“ Allir að róa í sömu átt Spurður hvort hann hafi orðið var ágreining á milli Guðmundar og Heiðrúnar Lindar svarar hann því neitandi. „Eins og ég segi, ég hef unnið með Guðmundi lengi og hef ekki orðið var við neinn málefnalegan ágreining enda held ég að allir þeir sem eru innan stjórn samtakanna séu eins og Guðmundur, með ástríðu fyrir íslenskum sjávarútvegi.“ Enginn klofningur sé til staðar innan SFS. Allir í íslenskum sjávarútvegi rói í sömu átt. „Þetta er hans ákvörðun og ég virði hana en að sama skapi harma ég hana. Því Guðmundur er gífurlega öflugur maður í íslenskum sjávarútvegi. Hann er fæddur inn í sjávarútveginn.“ Sagði Gunnþór Ingvason, nýr formaður SFS en þess má geta að Guðmundur í Brimi kaus ekki að ræða við fréttastofu í dag og Heiðrún Lind svaraði ekki viðtalsbeiðnum. Heiðrún Lind er í stjórn Sýnar. Sjávarútvegur Atvinnurekendur Síldarvinnslan Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims sagði af sér sem formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi á mánudag. Hann sagði ástæðu brotthvarfs síns vera að áherslur hans sem formaður nytu ekki stuðnings Heiðrúnar Lindar Marteinsdóttur, framkvæmdastjóra SFS, né annarra í forystu samtakanna. Í yfirlýsingu ítrekaði Guðmundur að það væri hlutverk samtakanna að fræða og upplýsa almenning með öflugu samtali sem ætti sér ekki stað í dag. Samstarfið ekki borið skugga á vináttuna Gunnþór Ingvason, forstjóri Síldarvinnslunnar og þáverandi varaformaður SFS, tekur því við formennsku að minnsta kosti fram að næsta aðalfundi. Hann segir mikilvægast núna að vinna að sameiginlegum hagsmunum sjávarútvegs. „Auðvitað er maður að mörgu leyti auðmjúkur og stoltur að fá stuðning félaganna til að takast á við þetta.“ Guðmundur var kjörinn formaður í apríl en Gunnþór segir það hafa komið sér í opna skjöldu þegar hann sagði af sér. „Ég meina ég studdi hans til starfa fyrir tveimur mánuðum og ég er búinn að vinna náið og vel með honum í tvo mánuði og við erum góðir vinir svo það samstarf hefur ekki borið skugga á það.“ Allir að róa í sömu átt Spurður hvort hann hafi orðið var ágreining á milli Guðmundar og Heiðrúnar Lindar svarar hann því neitandi. „Eins og ég segi, ég hef unnið með Guðmundi lengi og hef ekki orðið var við neinn málefnalegan ágreining enda held ég að allir þeir sem eru innan stjórn samtakanna séu eins og Guðmundur, með ástríðu fyrir íslenskum sjávarútvegi.“ Enginn klofningur sé til staðar innan SFS. Allir í íslenskum sjávarútvegi rói í sömu átt. „Þetta er hans ákvörðun og ég virði hana en að sama skapi harma ég hana. Því Guðmundur er gífurlega öflugur maður í íslenskum sjávarútvegi. Hann er fæddur inn í sjávarútveginn.“ Sagði Gunnþór Ingvason, nýr formaður SFS en þess má geta að Guðmundur í Brimi kaus ekki að ræða við fréttastofu í dag og Heiðrún Lind svaraði ekki viðtalsbeiðnum. Heiðrún Lind er í stjórn Sýnar.
Sjávarútvegur Atvinnurekendur Síldarvinnslan Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira