Ný könnun Gallup: Samfylkingin bætir við sig og Framsókn þurrkast út Atli Ísleifsson skrifar 18. júní 2025 07:32 Einar Þorsteinsson er oddviti Framsóknar í borginni, en Heiða Björg Hilmisdóttir, oddviti Samfylkingar, tók við borgarstjórastólnum af honum í febrúar síðastliðinn. Vísir/Ívar Sjálfstæðisflokkurinn mælist áfram með mest fylgi flokka í Reykjavík. Samfylkingin er á siglingu og myndi bæta við sig tveimur borgarfulltrúum í átta, en Framsókn myndi missa alla sína fjóra. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skoðanakönnun Gallup sem unnin var fyrir Viðskiptablaðið. Sjálfstæðisflokkurinn mælist þar með rúmlega 31 prósenta fylgi samanborið við 34 prósenta fylgi í mars. Flokkurinn myndi þó bæta við sig tveimur borgarfulltrúum ef þetta yrði niðurstaða kosninga, fara úr sex í átta. Í könnuninni mælist Samfylkingin með 26 prósenta fylgi og fengi sjö borgarfulltrúa í stað fimm. Flokkurinn mældist með 20 prósenta fylgi í könnun Gallup sem framkvæmd var í mars og hefur því bætt nokkuð við sig á milli kannana. Athygli vekur að Framsókn – sem hlaut tæplega nítján prósenta fylgi í kosningunum 2022 og fjóra fulltrúa kjörna – mælist nú með 3,1 prósenta fylgi og myndi því missa alla sína borgarfulltrúa. Sósíalistar mælast með rúmlega níu prósenta fylgi en mældist með rúmlega þrettán prósenta fylgi í mars. Flokkurinn myndi samkvæmt könnuninni halda sínum tveimur borgarfulltrúum. Flokkur fólksins og Vinstri græn mælast nú með um 4,5 prósenta fylgi og myndu báðir halda sínum eina borgarfulltrúa. Píratar myndi sömuleiðis fá einn borgarfulltrúa kjörinn, en eftir kosningarnar 2022 náði flokkurinn inn þremur. Í könnuninni nú mælist flokkurinn með 5,7 prósenta fylgi, aðeins meira en í síðustu könnun í mars. Viðreisn mælist í könnuninni með 10,6 prósenta fylgi og fengi tvo borgarfulltrúa kjörna, en Þórdís Lóa Þórhallsdóttir er nú eini borgarfulltrúi flokksins. Miðflokkurinn mælist í könnuninni með 5,4 prósenta fylgi og myndi ná inn einum manni, en flokkurinn náði ekki neinum manni inn í kosningunum 2022. Könnun Gallup fyrir Viðskiptablaðið var framkvæmd dagana 1. til 31. maí en í úrtaki voru 4.263 Reykvíkingar átján ára og eldri. Þátttökuhlutfallið var 43,4 prósent. Skoðanakannanir Borgarstjórn Reykjavík Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Viðreisn Miðflokkurinn Samfylkingin Vinstri græn Sósíalistaflokkurinn Flokkur fólksins Píratar Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Fleiri fréttir Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Sjá meira
Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skoðanakönnun Gallup sem unnin var fyrir Viðskiptablaðið. Sjálfstæðisflokkurinn mælist þar með rúmlega 31 prósenta fylgi samanborið við 34 prósenta fylgi í mars. Flokkurinn myndi þó bæta við sig tveimur borgarfulltrúum ef þetta yrði niðurstaða kosninga, fara úr sex í átta. Í könnuninni mælist Samfylkingin með 26 prósenta fylgi og fengi sjö borgarfulltrúa í stað fimm. Flokkurinn mældist með 20 prósenta fylgi í könnun Gallup sem framkvæmd var í mars og hefur því bætt nokkuð við sig á milli kannana. Athygli vekur að Framsókn – sem hlaut tæplega nítján prósenta fylgi í kosningunum 2022 og fjóra fulltrúa kjörna – mælist nú með 3,1 prósenta fylgi og myndi því missa alla sína borgarfulltrúa. Sósíalistar mælast með rúmlega níu prósenta fylgi en mældist með rúmlega þrettán prósenta fylgi í mars. Flokkurinn myndi samkvæmt könnuninni halda sínum tveimur borgarfulltrúum. Flokkur fólksins og Vinstri græn mælast nú með um 4,5 prósenta fylgi og myndu báðir halda sínum eina borgarfulltrúa. Píratar myndi sömuleiðis fá einn borgarfulltrúa kjörinn, en eftir kosningarnar 2022 náði flokkurinn inn þremur. Í könnuninni nú mælist flokkurinn með 5,7 prósenta fylgi, aðeins meira en í síðustu könnun í mars. Viðreisn mælist í könnuninni með 10,6 prósenta fylgi og fengi tvo borgarfulltrúa kjörna, en Þórdís Lóa Þórhallsdóttir er nú eini borgarfulltrúi flokksins. Miðflokkurinn mælist í könnuninni með 5,4 prósenta fylgi og myndi ná inn einum manni, en flokkurinn náði ekki neinum manni inn í kosningunum 2022. Könnun Gallup fyrir Viðskiptablaðið var framkvæmd dagana 1. til 31. maí en í úrtaki voru 4.263 Reykvíkingar átján ára og eldri. Þátttökuhlutfallið var 43,4 prósent.
Skoðanakannanir Borgarstjórn Reykjavík Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Viðreisn Miðflokkurinn Samfylkingin Vinstri græn Sósíalistaflokkurinn Flokkur fólksins Píratar Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Fleiri fréttir Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Sjá meira