Teikn á lofti þegar kemur að áfengisneyslu unglinga Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 16. júní 2025 12:52 Árni Guðmundsson formaður Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum segir teikn á lofti um að áfengisneysla unglinga sé að aukast. Vísir/Vilhelm Teikn á lofti eru um að áfengisneysla meðal unglinga sé að aukast. Þetta segir formaður Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum en hann furðar sig á að fimm árum eftir að netsala áfengis var kærð til lögreglu sé enn engin niðurstaða komin í málið. Eftir hádegi standa samtökin Fræðsla og forvarnir – félag áhugafólks um forvarnir og heilsueflingu, Foreldrasamtök gegn áfengisauglýsingum, IOGT á Íslandi og SAFF-Samstarf félagasamtaka í forvörnum fyrir málþingi um áfengi og lýðheilsu. Dagurinn í dag var valinn þar sem hálfur áratugur er nú síðan að ÁTVR kærði netsöluaðila áfengis en enn hefur engin niðurstaða fengist í málið. Árni Guðmundsson formaður Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum er einn þeirra sem heldur erindi á málþinginu. „Við erum að glíma við það að það eru engin viðbrögð við ólöglegri áfengissölu á Íslandi og það náttúrulega setur allt á endann í öllu sem kallast íslenskt forvarnarstarf og ógn við til dæmis það sem við köllum íslenska módelið í forvörnum. Þannig við erum að brýna bæði fyrir almenningi og yfirvöldum að við þurfum að láta okkur þessi mál varða. Auðvitað þurfa opinberir aðilar eins og lögreglan að taka á málum og ekki láta fólk bíða í hálfan áratug eftir niðurstöðu í einföldu máli um ólöglega áfengissölu.“ Árni segir áhyggjuefni að vísbendingar séu um að áfengisneysla unglinga sé að aukast á ný. „Ég er sjálfur tengdur æskulýðsbransanum og félagsmiðstöðvunum og því yndislega umhverfi öllu saman og þar heyrir maður raddir meðal fólks að til dæmis áfengisneysla unglinga að það eru svona teikn á lofti um það að hún sé að aukast mikið og jafnvel verulega.“ Hann segir skýringar á aukningunni geta verið ýmsar. „Það er þannig að ungt fólk, börn og ungmenni, fá engan frið fyrir áfengisiðnaðinum. Nú er byrjað að selja áfengi á íþróttakappleikjum og það eru lausatök á ýmsu og það þarf auðvitað að brýna okkur öll bæði foreldrasamfélagið og yfirvöld og aðrar til þess að halda utan um þennan málaflokk af einhverri reisn þannig að þetta fari ekki tóma vitleysu.“ Aðgangur að málþinginu er ókeypis en það fer fram í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafnsins milli eitt og þrjú í dag. Áfengi Áfengi í íþróttastarfi Börn og uppeldi Tengdar fréttir Tökum höndum saman áður en það er of seint Á fundi fræðsluráðs Hafnarfjarðar þann 28. maí 2025 lagði ég fram fyrirspurn um stöðu barna og ungmenna í Hafnarfirði með áherslu á forvarnir. Áhyggjur hafa komið fram í samfélaginu vegna aukins ofbeldis, áfengisneyslu og notkunar annarra vímu- og hugbreytandi efna meðal ungmenna. 12. júní 2025 12:16 Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Fleiri fréttir Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Sjá meira
Eftir hádegi standa samtökin Fræðsla og forvarnir – félag áhugafólks um forvarnir og heilsueflingu, Foreldrasamtök gegn áfengisauglýsingum, IOGT á Íslandi og SAFF-Samstarf félagasamtaka í forvörnum fyrir málþingi um áfengi og lýðheilsu. Dagurinn í dag var valinn þar sem hálfur áratugur er nú síðan að ÁTVR kærði netsöluaðila áfengis en enn hefur engin niðurstaða fengist í málið. Árni Guðmundsson formaður Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum er einn þeirra sem heldur erindi á málþinginu. „Við erum að glíma við það að það eru engin viðbrögð við ólöglegri áfengissölu á Íslandi og það náttúrulega setur allt á endann í öllu sem kallast íslenskt forvarnarstarf og ógn við til dæmis það sem við köllum íslenska módelið í forvörnum. Þannig við erum að brýna bæði fyrir almenningi og yfirvöldum að við þurfum að láta okkur þessi mál varða. Auðvitað þurfa opinberir aðilar eins og lögreglan að taka á málum og ekki láta fólk bíða í hálfan áratug eftir niðurstöðu í einföldu máli um ólöglega áfengissölu.“ Árni segir áhyggjuefni að vísbendingar séu um að áfengisneysla unglinga sé að aukast á ný. „Ég er sjálfur tengdur æskulýðsbransanum og félagsmiðstöðvunum og því yndislega umhverfi öllu saman og þar heyrir maður raddir meðal fólks að til dæmis áfengisneysla unglinga að það eru svona teikn á lofti um það að hún sé að aukast mikið og jafnvel verulega.“ Hann segir skýringar á aukningunni geta verið ýmsar. „Það er þannig að ungt fólk, börn og ungmenni, fá engan frið fyrir áfengisiðnaðinum. Nú er byrjað að selja áfengi á íþróttakappleikjum og það eru lausatök á ýmsu og það þarf auðvitað að brýna okkur öll bæði foreldrasamfélagið og yfirvöld og aðrar til þess að halda utan um þennan málaflokk af einhverri reisn þannig að þetta fari ekki tóma vitleysu.“ Aðgangur að málþinginu er ókeypis en það fer fram í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafnsins milli eitt og þrjú í dag.
Áfengi Áfengi í íþróttastarfi Börn og uppeldi Tengdar fréttir Tökum höndum saman áður en það er of seint Á fundi fræðsluráðs Hafnarfjarðar þann 28. maí 2025 lagði ég fram fyrirspurn um stöðu barna og ungmenna í Hafnarfirði með áherslu á forvarnir. Áhyggjur hafa komið fram í samfélaginu vegna aukins ofbeldis, áfengisneyslu og notkunar annarra vímu- og hugbreytandi efna meðal ungmenna. 12. júní 2025 12:16 Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Fleiri fréttir Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Sjá meira
Tökum höndum saman áður en það er of seint Á fundi fræðsluráðs Hafnarfjarðar þann 28. maí 2025 lagði ég fram fyrirspurn um stöðu barna og ungmenna í Hafnarfirði með áherslu á forvarnir. Áhyggjur hafa komið fram í samfélaginu vegna aukins ofbeldis, áfengisneyslu og notkunar annarra vímu- og hugbreytandi efna meðal ungmenna. 12. júní 2025 12:16