„Mikilvægt skref“ að veita Bandaríkjunum aðgang að dönskum herstöðvum Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 12. júní 2025 12:08 Þorgerður Katrín segir Dani stíga jákvætt skref. Vísir/Vilhelm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segir Dani hafa stigið mikilvægt og jákvætt skref fyrir Atlantshafsbandalagið með því að lögleiða samning við Bandaríkin sem veitir þeim nær óhindraðan aðgang að dönskum herstöðvum. Lögleiðing samningsins var samþykkt með stórum meirihluta á danska þinginu í gær. Samkvæmt honum fær bandaríski herinn aðgang að flugherstöðvunum í Karup, Skydstrup og Álaborg en Karup er miðstöð danska flughersins. Samkvæmt dönskum miðlum munu Bandaríkjamenn sjálfir fara með lögsögu yfir þeim hermönnum sem hafa viðveru í dönskum herstöðvum. Ólíkar meiningar Varnarsamningurinn var samþykktur í desember 2023 en þingið greiddi um hann atkvæði í gær. Fulltrúar Enhedslisten, Alternativet og Borgaraflokksins greiddu atkvæði gegn gildistöku samningsins og voru óvægin í gagnrýni sinni á hann. Pelle Dragsted, formaður Enhedslisten, sagði samninginn svik við dönsku þjóðina og aðrir fulltrúar flokksins hafa sagt fullveldisafsalið sem felst í samningnum brjóta í bága við stjórnarskrá Danmerkur. „Mér finnst þetta jákvætt merki fyrir Atlantshafsbandalagið og samstarf bæði vina- og bandalagsþjóða. Varðandi Ísland er aðeins önnur staða núna,“ segir Þorgerður Katrín. Fleiri norrænir þjóðir hafa verið að gera álíka varnarsamstarfssamninga við Bandaríkin nýverið. Svíþjóð, Noregur og Finnland eru öll mislangt komin í lögleiðingaferli líks samnings. Samræming varna yfir Norðurlöndin Þorgerður Katrín segir það skýrt að í slíkum samningi felist samstarf sem er ekki einhliða. „Eftir að Bandaríkin fóru með herlið sitt 2006 þá byggir þetta á gagnkvæmni og við tökum að okkur að vera gestaríki. Bandaríkin geta komið hingað en þau geta ekki komið hingað fyrirvaralaust heldur bara eftir samtal. Þessar heimildir eru til staðar hér og það undirstrikar það að við erum í góðu samtali og samstarfi við Bandaríkin eiginlega á hverjum degi,“ segir hún. Ráðherrann segir að með samningunum sé verið að samræma varnarsamstarf Bandaríkjanna þvert yfir Norðurlöndin. Þá ítrekar hún að bandaríski herinn geti ekki komið sér fyrirvaralaust í samstarfslöndum heldur eigi að vera virkt samtal þjóðanna á milli. „Mér finnst þetta jákvætt fyrir Atlantshafsbandalagið að það er verið að klára ákveðna samfellu og Danir eru að taka mjög mikilvægt skref með því að lögleiða þetta en þetta er eitthvað sem við Íslendingar höfum þegar lögleitt,“ segir Þorgerður. Sterkari saman en í sundur Mette Frederiksen forsætisráðherra sagði í gær að það væri afgerandi að þétta raðirnar og auka samstarf Danmerkur við Bandaríkin, ekki síst á tímum sem þessum. „Vandamálið er ekki að Bandaríkin hafi of mikla viðveru í Evrópu. Þvert á móti er hættan sú að Bandaríkin dragi sig í hlé og flytji hermenn sína burt eða stöðvi hernaðaraðstoð til Úkraínu,“ hefur Politiken eftir henni. Tekur þú undir með forsætisráðherranum? „Ég er sammála Mette í þessu. Ég hef lagt mikla áherslu á það að samtalið við Bandaríkin sé sterkt og gott eins og það hefur verið í gegnum tíðina. Það sjá allir að Bandaríkin og Evrópa eru sterkari saman en í sundur,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra. Danmörk Öryggis- og varnarmál Bandaríkin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Sjá meira
Lögleiðing samningsins var samþykkt með stórum meirihluta á danska þinginu í gær. Samkvæmt honum fær bandaríski herinn aðgang að flugherstöðvunum í Karup, Skydstrup og Álaborg en Karup er miðstöð danska flughersins. Samkvæmt dönskum miðlum munu Bandaríkjamenn sjálfir fara með lögsögu yfir þeim hermönnum sem hafa viðveru í dönskum herstöðvum. Ólíkar meiningar Varnarsamningurinn var samþykktur í desember 2023 en þingið greiddi um hann atkvæði í gær. Fulltrúar Enhedslisten, Alternativet og Borgaraflokksins greiddu atkvæði gegn gildistöku samningsins og voru óvægin í gagnrýni sinni á hann. Pelle Dragsted, formaður Enhedslisten, sagði samninginn svik við dönsku þjóðina og aðrir fulltrúar flokksins hafa sagt fullveldisafsalið sem felst í samningnum brjóta í bága við stjórnarskrá Danmerkur. „Mér finnst þetta jákvætt merki fyrir Atlantshafsbandalagið og samstarf bæði vina- og bandalagsþjóða. Varðandi Ísland er aðeins önnur staða núna,“ segir Þorgerður Katrín. Fleiri norrænir þjóðir hafa verið að gera álíka varnarsamstarfssamninga við Bandaríkin nýverið. Svíþjóð, Noregur og Finnland eru öll mislangt komin í lögleiðingaferli líks samnings. Samræming varna yfir Norðurlöndin Þorgerður Katrín segir það skýrt að í slíkum samningi felist samstarf sem er ekki einhliða. „Eftir að Bandaríkin fóru með herlið sitt 2006 þá byggir þetta á gagnkvæmni og við tökum að okkur að vera gestaríki. Bandaríkin geta komið hingað en þau geta ekki komið hingað fyrirvaralaust heldur bara eftir samtal. Þessar heimildir eru til staðar hér og það undirstrikar það að við erum í góðu samtali og samstarfi við Bandaríkin eiginlega á hverjum degi,“ segir hún. Ráðherrann segir að með samningunum sé verið að samræma varnarsamstarf Bandaríkjanna þvert yfir Norðurlöndin. Þá ítrekar hún að bandaríski herinn geti ekki komið sér fyrirvaralaust í samstarfslöndum heldur eigi að vera virkt samtal þjóðanna á milli. „Mér finnst þetta jákvætt fyrir Atlantshafsbandalagið að það er verið að klára ákveðna samfellu og Danir eru að taka mjög mikilvægt skref með því að lögleiða þetta en þetta er eitthvað sem við Íslendingar höfum þegar lögleitt,“ segir Þorgerður. Sterkari saman en í sundur Mette Frederiksen forsætisráðherra sagði í gær að það væri afgerandi að þétta raðirnar og auka samstarf Danmerkur við Bandaríkin, ekki síst á tímum sem þessum. „Vandamálið er ekki að Bandaríkin hafi of mikla viðveru í Evrópu. Þvert á móti er hættan sú að Bandaríkin dragi sig í hlé og flytji hermenn sína burt eða stöðvi hernaðaraðstoð til Úkraínu,“ hefur Politiken eftir henni. Tekur þú undir með forsætisráðherranum? „Ég er sammála Mette í þessu. Ég hef lagt mikla áherslu á það að samtalið við Bandaríkin sé sterkt og gott eins og það hefur verið í gegnum tíðina. Það sjá allir að Bandaríkin og Evrópa eru sterkari saman en í sundur,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra.
Danmörk Öryggis- og varnarmál Bandaríkin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Sjá meira