Sterametið mölbrotið í Leifsstöð: Lögðu hald á um 9 lítra af sterum og 44 þúsund töflur Agnar Már Másson skrifar 11. júní 2025 17:18 Árið 2023 var lagt hald á ríflega 500 steratöflur við landamærin en árið 2024 nam fjöldinn tæplega 44 þúsundum. Getty/Stefania Pelfini Aldrei hafa fleiri steratöflur verið haldlagðar við landamærin á Keflavíkurflugvelli heldur en árið 2024, sem mölbrýtur fyrri met. Framkvæmdastjóri Lyfjaeftirlitsins hefur áhyggjur af því að fleiri sækist í vefaukandi stera og segir of frjálslega talað um steranotkun á samfélagsmiðlum. Samkvæmt gögnum frá flugstöðvardeild lögreglunnar á Suðurnesjum var lagt hald á 43.898 töflur af vefaukandi sterum við Keflavíkurflugvöll árið 2024, sem er áttatíu og fimm sinnum meira en lagt var hald á árið áður (512 töflur). Fjöldin er 27 sinnum meiri en síðasta met, þegar 1.630 töflur voru haldlagðar árið 2020. Auk þess var lagt hald á 8.717 millilítra af sterum í vökvaformi við landamærin í fyrra, sem er þreföldun frá fyrra meti, 2.900 millilítra árið 2022 en þá tók lögreglan þátt í alþjóðlegu lögregluátaki gegn innflutningi ólöglegra efna. Aðeins einu sinni hefur verið lagt hald á steraduft, þegar lögregla lagði hald á 3,5 kíló af slíku árið 2021. Málum fækkar þó milli ára Málum fækkaði þó milli ára, úr tólf árið 2023 niður í níu árið 2024, en málum hefur fjölgað verulega síðan 2018, en þá voru ný lög sett um frammistöðubætandi lyf til að bregðast við auknum innflutningi og notkun efnanna og styrkja réttarheimildir lögreglu og annarra eftirlitsaðila. Birgir Sverrisson, framkvæmdastjóri Lyfjaeftirlitsins, segir að sterar séu afar algengir á Ísandi rétt eins og hvert annað fíkniefni. Í raun sé ekkert mál að panta stera í spjallhópum á netinu. „Það er mjög auðvelt að nálgast það þó við séum á eyju.“ Birgir Sverrisson, framkvæmdastjóri Lyfjaeftirlitsins.Visir/Arnar Halldórsson Hann segir aftur á móti að þessi gögn komi á óvart. „En það er náttúrulega bara brotabrot sem er haldlagt,“ bætir hann við. Birgir segir þó að fleiri noti stera utan atvinnuíþrótta heldur en innan þeirra. Gætir bókstaflega orðið heimskari Kveðst Birgir hafa tekið eftir því að undanförnu að fólk, einkum ungir menn, tali fremur frjálslega um steranotkun bæði á samfélagsmiðlum og í raunheimum. Rannsóknir hafa sýnt að samfélagsmiðlaefni þar sem steranotkun er vegsömuð fái jafnvel að blómstra á miðlum eins og TikTok. „Fólk sem ætlar sér ekkert að nota svona efni sér það réttlætt bæði á samfélagsmiðlum og í gymminu hjá sér,“ segir Birgir. Nefnir hann í því samhengi hina ýmsu vaxtaræktaráhirfavalda sem gefi gjarnan skakka mynd af því hvernig menn eigi að líta. „Ég hef líka tekið eftir því persónulega,“ heldur hann áfram, „að það sé talað um notkun á sterum eins og það sé ekkert vandamál.“ En vandamálin er allmörg, þó aukaverkar séu ekki endilga útlitaðir á pakkningunum. Frjósemisvandamál, útbrot og sýkingar í húð, hærri blóðþrýstingur og lifravandamál eru að sögn Birgis algengar aukaverkanir, og jafnvel þynning heilabarkar, sem geti valdið vitsmunaskerðingu. Þannig að maður verður heimskari? „Já, beisikklí.“ Keflavíkurflugvöllur Fíkniefnabrot Smygl Tollgæslan Lögreglumál Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Innlent Fleiri fréttir Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Sjá meira
Samkvæmt gögnum frá flugstöðvardeild lögreglunnar á Suðurnesjum var lagt hald á 43.898 töflur af vefaukandi sterum við Keflavíkurflugvöll árið 2024, sem er áttatíu og fimm sinnum meira en lagt var hald á árið áður (512 töflur). Fjöldin er 27 sinnum meiri en síðasta met, þegar 1.630 töflur voru haldlagðar árið 2020. Auk þess var lagt hald á 8.717 millilítra af sterum í vökvaformi við landamærin í fyrra, sem er þreföldun frá fyrra meti, 2.900 millilítra árið 2022 en þá tók lögreglan þátt í alþjóðlegu lögregluátaki gegn innflutningi ólöglegra efna. Aðeins einu sinni hefur verið lagt hald á steraduft, þegar lögregla lagði hald á 3,5 kíló af slíku árið 2021. Málum fækkar þó milli ára Málum fækkaði þó milli ára, úr tólf árið 2023 niður í níu árið 2024, en málum hefur fjölgað verulega síðan 2018, en þá voru ný lög sett um frammistöðubætandi lyf til að bregðast við auknum innflutningi og notkun efnanna og styrkja réttarheimildir lögreglu og annarra eftirlitsaðila. Birgir Sverrisson, framkvæmdastjóri Lyfjaeftirlitsins, segir að sterar séu afar algengir á Ísandi rétt eins og hvert annað fíkniefni. Í raun sé ekkert mál að panta stera í spjallhópum á netinu. „Það er mjög auðvelt að nálgast það þó við séum á eyju.“ Birgir Sverrisson, framkvæmdastjóri Lyfjaeftirlitsins.Visir/Arnar Halldórsson Hann segir aftur á móti að þessi gögn komi á óvart. „En það er náttúrulega bara brotabrot sem er haldlagt,“ bætir hann við. Birgir segir þó að fleiri noti stera utan atvinnuíþrótta heldur en innan þeirra. Gætir bókstaflega orðið heimskari Kveðst Birgir hafa tekið eftir því að undanförnu að fólk, einkum ungir menn, tali fremur frjálslega um steranotkun bæði á samfélagsmiðlum og í raunheimum. Rannsóknir hafa sýnt að samfélagsmiðlaefni þar sem steranotkun er vegsömuð fái jafnvel að blómstra á miðlum eins og TikTok. „Fólk sem ætlar sér ekkert að nota svona efni sér það réttlætt bæði á samfélagsmiðlum og í gymminu hjá sér,“ segir Birgir. Nefnir hann í því samhengi hina ýmsu vaxtaræktaráhirfavalda sem gefi gjarnan skakka mynd af því hvernig menn eigi að líta. „Ég hef líka tekið eftir því persónulega,“ heldur hann áfram, „að það sé talað um notkun á sterum eins og það sé ekkert vandamál.“ En vandamálin er allmörg, þó aukaverkar séu ekki endilga útlitaðir á pakkningunum. Frjósemisvandamál, útbrot og sýkingar í húð, hærri blóðþrýstingur og lifravandamál eru að sögn Birgis algengar aukaverkanir, og jafnvel þynning heilabarkar, sem geti valdið vitsmunaskerðingu. Þannig að maður verður heimskari? „Já, beisikklí.“
Keflavíkurflugvöllur Fíkniefnabrot Smygl Tollgæslan Lögreglumál Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Innlent Fleiri fréttir Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Sjá meira