Sterametið mölbrotið í Leifsstöð: Lögðu hald á um 9 lítra af sterum og 44 þúsund töflur Agnar Már Másson skrifar 11. júní 2025 17:18 Árið 2023 var lagt hald á ríflega 500 steratöflur við landamærin en árið 2024 nam fjöldinn tæplega 44 þúsundum. Getty/Stefania Pelfini Aldrei hafa fleiri steratöflur verið haldlagðar við landamærin á Keflavíkurflugvelli heldur en árið 2024, sem mölbrýtur fyrri met. Framkvæmdastjóri Lyfjaeftirlitsins hefur áhyggjur af því að fleiri sækist í vefaukandi stera og segir of frjálslega talað um steranotkun á samfélagsmiðlum. Samkvæmt gögnum frá flugstöðvardeild lögreglunnar á Suðurnesjum var lagt hald á 43.898 töflur af vefaukandi sterum við Keflavíkurflugvöll árið 2024, sem er áttatíu og fimm sinnum meira en lagt var hald á árið áður (512 töflur). Fjöldin er 27 sinnum meiri en síðasta met, þegar 1.630 töflur voru haldlagðar árið 2020. Auk þess var lagt hald á 8.717 millilítra af sterum í vökvaformi við landamærin í fyrra, sem er þreföldun frá fyrra meti, 2.900 millilítra árið 2022 en þá tók lögreglan þátt í alþjóðlegu lögregluátaki gegn innflutningi ólöglegra efna. Aðeins einu sinni hefur verið lagt hald á steraduft, þegar lögregla lagði hald á 3,5 kíló af slíku árið 2021. Málum fækkar þó milli ára Málum fækkaði þó milli ára, úr tólf árið 2023 niður í níu árið 2024, en málum hefur fjölgað verulega síðan 2018, en þá voru ný lög sett um frammistöðubætandi lyf til að bregðast við auknum innflutningi og notkun efnanna og styrkja réttarheimildir lögreglu og annarra eftirlitsaðila. Birgir Sverrisson, framkvæmdastjóri Lyfjaeftirlitsins, segir að sterar séu afar algengir á Ísandi rétt eins og hvert annað fíkniefni. Í raun sé ekkert mál að panta stera í spjallhópum á netinu. „Það er mjög auðvelt að nálgast það þó við séum á eyju.“ Birgir Sverrisson, framkvæmdastjóri Lyfjaeftirlitsins.Visir/Arnar Halldórsson Hann segir aftur á móti að þessi gögn komi á óvart. „En það er náttúrulega bara brotabrot sem er haldlagt,“ bætir hann við. Birgir segir þó að fleiri noti stera utan atvinnuíþrótta heldur en innan þeirra. Gætir bókstaflega orðið heimskari Kveðst Birgir hafa tekið eftir því að undanförnu að fólk, einkum ungir menn, tali fremur frjálslega um steranotkun bæði á samfélagsmiðlum og í raunheimum. Rannsóknir hafa sýnt að samfélagsmiðlaefni þar sem steranotkun er vegsömuð fái jafnvel að blómstra á miðlum eins og TikTok. „Fólk sem ætlar sér ekkert að nota svona efni sér það réttlætt bæði á samfélagsmiðlum og í gymminu hjá sér,“ segir Birgir. Nefnir hann í því samhengi hina ýmsu vaxtaræktaráhirfavalda sem gefi gjarnan skakka mynd af því hvernig menn eigi að líta. „Ég hef líka tekið eftir því persónulega,“ heldur hann áfram, „að það sé talað um notkun á sterum eins og það sé ekkert vandamál.“ En vandamálin er allmörg, þó aukaverkar séu ekki endilga útlitaðir á pakkningunum. Frjósemisvandamál, útbrot og sýkingar í húð, hærri blóðþrýstingur og lifravandamál eru að sögn Birgis algengar aukaverkanir, og jafnvel þynning heilabarkar, sem geti valdið vitsmunaskerðingu. Þannig að maður verður heimskari? „Já, beisikklí.“ Keflavíkurflugvöllur Fíkniefnabrot Smygl Tollgæslan Lögreglumál Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Sjá meira
Samkvæmt gögnum frá flugstöðvardeild lögreglunnar á Suðurnesjum var lagt hald á 43.898 töflur af vefaukandi sterum við Keflavíkurflugvöll árið 2024, sem er áttatíu og fimm sinnum meira en lagt var hald á árið áður (512 töflur). Fjöldin er 27 sinnum meiri en síðasta met, þegar 1.630 töflur voru haldlagðar árið 2020. Auk þess var lagt hald á 8.717 millilítra af sterum í vökvaformi við landamærin í fyrra, sem er þreföldun frá fyrra meti, 2.900 millilítra árið 2022 en þá tók lögreglan þátt í alþjóðlegu lögregluátaki gegn innflutningi ólöglegra efna. Aðeins einu sinni hefur verið lagt hald á steraduft, þegar lögregla lagði hald á 3,5 kíló af slíku árið 2021. Málum fækkar þó milli ára Málum fækkaði þó milli ára, úr tólf árið 2023 niður í níu árið 2024, en málum hefur fjölgað verulega síðan 2018, en þá voru ný lög sett um frammistöðubætandi lyf til að bregðast við auknum innflutningi og notkun efnanna og styrkja réttarheimildir lögreglu og annarra eftirlitsaðila. Birgir Sverrisson, framkvæmdastjóri Lyfjaeftirlitsins, segir að sterar séu afar algengir á Ísandi rétt eins og hvert annað fíkniefni. Í raun sé ekkert mál að panta stera í spjallhópum á netinu. „Það er mjög auðvelt að nálgast það þó við séum á eyju.“ Birgir Sverrisson, framkvæmdastjóri Lyfjaeftirlitsins.Visir/Arnar Halldórsson Hann segir aftur á móti að þessi gögn komi á óvart. „En það er náttúrulega bara brotabrot sem er haldlagt,“ bætir hann við. Birgir segir þó að fleiri noti stera utan atvinnuíþrótta heldur en innan þeirra. Gætir bókstaflega orðið heimskari Kveðst Birgir hafa tekið eftir því að undanförnu að fólk, einkum ungir menn, tali fremur frjálslega um steranotkun bæði á samfélagsmiðlum og í raunheimum. Rannsóknir hafa sýnt að samfélagsmiðlaefni þar sem steranotkun er vegsömuð fái jafnvel að blómstra á miðlum eins og TikTok. „Fólk sem ætlar sér ekkert að nota svona efni sér það réttlætt bæði á samfélagsmiðlum og í gymminu hjá sér,“ segir Birgir. Nefnir hann í því samhengi hina ýmsu vaxtaræktaráhirfavalda sem gefi gjarnan skakka mynd af því hvernig menn eigi að líta. „Ég hef líka tekið eftir því persónulega,“ heldur hann áfram, „að það sé talað um notkun á sterum eins og það sé ekkert vandamál.“ En vandamálin er allmörg, þó aukaverkar séu ekki endilga útlitaðir á pakkningunum. Frjósemisvandamál, útbrot og sýkingar í húð, hærri blóðþrýstingur og lifravandamál eru að sögn Birgis algengar aukaverkanir, og jafnvel þynning heilabarkar, sem geti valdið vitsmunaskerðingu. Þannig að maður verður heimskari? „Já, beisikklí.“
Keflavíkurflugvöllur Fíkniefnabrot Smygl Tollgæslan Lögreglumál Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Sjá meira