Sterametið mölbrotið í Leifsstöð: Lögðu hald á um 9 lítra af sterum og 44 þúsund töflur Agnar Már Másson skrifar 11. júní 2025 17:18 Árið 2023 var lagt hald á ríflega 500 steratöflur við landamærin en árið 2024 nam fjöldinn tæplega 44 þúsundum. Getty/Stefania Pelfini Aldrei hafa fleiri steratöflur verið haldlagðar við landamærin á Keflavíkurflugvelli heldur en árið 2024, sem mölbrýtur fyrri met. Framkvæmdastjóri Lyfjaeftirlitsins hefur áhyggjur af því að fleiri sækist í vefaukandi stera og segir of frjálslega talað um steranotkun á samfélagsmiðlum. Samkvæmt gögnum frá flugstöðvardeild lögreglunnar á Suðurnesjum var lagt hald á 43.898 töflur af vefaukandi sterum við Keflavíkurflugvöll árið 2024, sem er áttatíu og fimm sinnum meira en lagt var hald á árið áður (512 töflur). Fjöldin er 27 sinnum meiri en síðasta met, þegar 1.630 töflur voru haldlagðar árið 2020. Auk þess var lagt hald á 8.717 millilítra af sterum í vökvaformi við landamærin í fyrra, sem er þreföldun frá fyrra meti, 2.900 millilítra árið 2022 en þá tók lögreglan þátt í alþjóðlegu lögregluátaki gegn innflutningi ólöglegra efna. Aðeins einu sinni hefur verið lagt hald á steraduft, þegar lögregla lagði hald á 3,5 kíló af slíku árið 2021. Málum fækkar þó milli ára Málum fækkaði þó milli ára, úr tólf árið 2023 niður í níu árið 2024, en málum hefur fjölgað verulega síðan 2018, en þá voru ný lög sett um frammistöðubætandi lyf til að bregðast við auknum innflutningi og notkun efnanna og styrkja réttarheimildir lögreglu og annarra eftirlitsaðila. Birgir Sverrisson, framkvæmdastjóri Lyfjaeftirlitsins, segir að sterar séu afar algengir á Ísandi rétt eins og hvert annað fíkniefni. Í raun sé ekkert mál að panta stera í spjallhópum á netinu. „Það er mjög auðvelt að nálgast það þó við séum á eyju.“ Birgir Sverrisson, framkvæmdastjóri Lyfjaeftirlitsins.Visir/Arnar Halldórsson Hann segir aftur á móti að þessi gögn komi á óvart. „En það er náttúrulega bara brotabrot sem er haldlagt,“ bætir hann við. Birgir segir þó að fleiri noti stera utan atvinnuíþrótta heldur en innan þeirra. Gætir bókstaflega orðið heimskari Kveðst Birgir hafa tekið eftir því að undanförnu að fólk, einkum ungir menn, tali fremur frjálslega um steranotkun bæði á samfélagsmiðlum og í raunheimum. Rannsóknir hafa sýnt að samfélagsmiðlaefni þar sem steranotkun er vegsömuð fái jafnvel að blómstra á miðlum eins og TikTok. „Fólk sem ætlar sér ekkert að nota svona efni sér það réttlætt bæði á samfélagsmiðlum og í gymminu hjá sér,“ segir Birgir. Nefnir hann í því samhengi hina ýmsu vaxtaræktaráhirfavalda sem gefi gjarnan skakka mynd af því hvernig menn eigi að líta. „Ég hef líka tekið eftir því persónulega,“ heldur hann áfram, „að það sé talað um notkun á sterum eins og það sé ekkert vandamál.“ En vandamálin er allmörg, þó aukaverkar séu ekki endilga útlitaðir á pakkningunum. Frjósemisvandamál, útbrot og sýkingar í húð, hærri blóðþrýstingur og lifravandamál eru að sögn Birgis algengar aukaverkanir, og jafnvel þynning heilabarkar, sem geti valdið vitsmunaskerðingu. Þannig að maður verður heimskari? „Já, beisikklí.“ Keflavíkurflugvöllur Fíkniefnabrot Smygl Tollgæslan Lögreglumál Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Samkvæmt gögnum frá flugstöðvardeild lögreglunnar á Suðurnesjum var lagt hald á 43.898 töflur af vefaukandi sterum við Keflavíkurflugvöll árið 2024, sem er áttatíu og fimm sinnum meira en lagt var hald á árið áður (512 töflur). Fjöldin er 27 sinnum meiri en síðasta met, þegar 1.630 töflur voru haldlagðar árið 2020. Auk þess var lagt hald á 8.717 millilítra af sterum í vökvaformi við landamærin í fyrra, sem er þreföldun frá fyrra meti, 2.900 millilítra árið 2022 en þá tók lögreglan þátt í alþjóðlegu lögregluátaki gegn innflutningi ólöglegra efna. Aðeins einu sinni hefur verið lagt hald á steraduft, þegar lögregla lagði hald á 3,5 kíló af slíku árið 2021. Málum fækkar þó milli ára Málum fækkaði þó milli ára, úr tólf árið 2023 niður í níu árið 2024, en málum hefur fjölgað verulega síðan 2018, en þá voru ný lög sett um frammistöðubætandi lyf til að bregðast við auknum innflutningi og notkun efnanna og styrkja réttarheimildir lögreglu og annarra eftirlitsaðila. Birgir Sverrisson, framkvæmdastjóri Lyfjaeftirlitsins, segir að sterar séu afar algengir á Ísandi rétt eins og hvert annað fíkniefni. Í raun sé ekkert mál að panta stera í spjallhópum á netinu. „Það er mjög auðvelt að nálgast það þó við séum á eyju.“ Birgir Sverrisson, framkvæmdastjóri Lyfjaeftirlitsins.Visir/Arnar Halldórsson Hann segir aftur á móti að þessi gögn komi á óvart. „En það er náttúrulega bara brotabrot sem er haldlagt,“ bætir hann við. Birgir segir þó að fleiri noti stera utan atvinnuíþrótta heldur en innan þeirra. Gætir bókstaflega orðið heimskari Kveðst Birgir hafa tekið eftir því að undanförnu að fólk, einkum ungir menn, tali fremur frjálslega um steranotkun bæði á samfélagsmiðlum og í raunheimum. Rannsóknir hafa sýnt að samfélagsmiðlaefni þar sem steranotkun er vegsömuð fái jafnvel að blómstra á miðlum eins og TikTok. „Fólk sem ætlar sér ekkert að nota svona efni sér það réttlætt bæði á samfélagsmiðlum og í gymminu hjá sér,“ segir Birgir. Nefnir hann í því samhengi hina ýmsu vaxtaræktaráhirfavalda sem gefi gjarnan skakka mynd af því hvernig menn eigi að líta. „Ég hef líka tekið eftir því persónulega,“ heldur hann áfram, „að það sé talað um notkun á sterum eins og það sé ekkert vandamál.“ En vandamálin er allmörg, þó aukaverkar séu ekki endilga útlitaðir á pakkningunum. Frjósemisvandamál, útbrot og sýkingar í húð, hærri blóðþrýstingur og lifravandamál eru að sögn Birgis algengar aukaverkanir, og jafnvel þynning heilabarkar, sem geti valdið vitsmunaskerðingu. Þannig að maður verður heimskari? „Já, beisikklí.“
Keflavíkurflugvöllur Fíkniefnabrot Smygl Tollgæslan Lögreglumál Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira