Fótboltagláp, ráfandi djammarar og nú fljúgandi nefhjól Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 11. júní 2025 13:37 Íbúasamtökin Hljóðmörk sem berjast gegn óþarfa flugumferð segja um enn eitt dæmið að ræða þar sem öryggi fólks sé ógnað. Vísir/Vilhelm Rannsókn Rannsóknarnefndar samgönguslysa vegna nefhjóls lítillar flugvélar sem féll á Austurvöll í gær er á frumstigi. Íbúasamtökin Hljóðmörk segja um að ræða enn eitt dæmið þar sem öryggi fólks er ógnað í grennd við flugvöllinn. Eigendur flugvélarinnar harma atvikið. Mildi þykir að engan hafi sakað þegar nefhljól lítillar kennsluflugvélar féll af í aðflugi vélarinnar að Reykjavíkurflugvelli í gær, og féll niður á Austurvöll, nokkrum metrum framan við Alþingishúsið. Samkvæmt upplýsingum frá Rannsóknarnefnd samgönguslysa er unnið að því að safna gögnum, en vélin og hjólið eru í vörslu nefndarinnar. Flugsérfræðingar sem fréttastofa hefur rætt við segja málið með miklum ólíkindum, atvik af þessum toga séu afar fágæt svo vægt sé til orða tekið, og eigi varla að geta gerst. Kennsluflugvél Geirfugls Flugvélin er kennsluvél á vegum flugfélagsins Geirfugls. Í tilkynningu frá félaginu segir að lendingin á tveimur hjólum hafi gengið mjög vel og litlar skemmdir orðið á vélinni. „Flugfélagið Geirfugl lítur atvikið alvarlegum augum enda er flugöryggi haft að leiðarljósi í allri starfsemi félagsins. Atvik sem þessi eru sem betur fer afar fátíð. Rannsóknarnefnd samgönguslysa fer með rannsókn á málinu og mun félagið veita starfsmönnum nefndarinnar alla umbeðna aðstoð og upplýsingar í þeirri von að upplýsa megi hvað olli atvikinu,“ segir í tilkynningunni. Flugfélagið ætli ekki að tjá sig um málið að svo stöddu. Fréttatilkynning vegna flugatviks Atvik varð í gær (þriðjudaginn 10. júní 2025) í tengslum við kennsluflugvél félagsins TF-FGC þegar nefhjól vélarinnar losnaði af í aðflugi yfir miðbæ Reykjavíkur og fell til jarðar. Til allrar hamingju olli hjólið engum meiðslum eða tjóni á jörðu niðri þegar það féll til jarðar. Kennari og nemandi voru um borð í vélinni og lenti kennarinn vélinni á Reykjavíkurflugvelli eftir atvikið án nefhjóls og gekk sú lending mjög vel, engin slys urðu á fólki og litlar skemmdir á vélinni. Flugfélagið Geirfugl lítur atvikið alvarlegum augum enda er flugöryggi haft að leiðarljósi í allri starfsemi félagsins. Atvik sem þessi eru sem betur fer afar fátíð. Rannsóknarnefnd samgönguslysa fer með rannsókn á málinu og mun félagið veita starfsmönnum nefndarinnar alla umbeðna aðstoð og upplýsingar í þeirri von að upplýsa megi hvað olli atvikinu. Stjórn og starfsmenn félagsins munu ekki tjá sig frekar um atvikið fyrr en rannsókn á því er lokið. Reykjavík, 11. júní 2025 Stjórn Flugfélagsins Geirfugls ehf. Atvikið hefur orðið kveikja mikillar umræðu á samfélagsmiðlum um öryggismál og staðsetningu flugvallarins miðsvæðis í Reykjavík. Meðal þeirra sem hafa hvatt sér hljóðs eru íbúasamtökin Hljóðmörk sem hafa barist gegn því sem samtökin kalla óþarfa flugumferð um Reykjavíkurflugvöll. Daði Rafnson er í hópi fulltrúa samtakanna sem sendu frá sér grein um málið sem birtist á Vísi í morgun. Enski boltinn og fullir djammarar „Því miður kemur þetta ekkert á óvart, því að við höfum reynt að ná fundum með ráðuneytinu, samgönguráðuneytinu, til þess að benda á áhyggjur okkar af öryggismálum tengdum flugvellinum.“ Þetta sé ekki eina atvikið sem komið hafi upp. „Bara á undanförnum árum hefur legið við slysum út af því að flugumferðarstjórar eru að horfa á enska boltann, djammarar labba inn á völlinn og þurfa að vera stöðvaðir þar. Svo hafa verið ýmis atvik þar sem hurð hefur skollið nærri hælum,“ segir Daði. Flugumferðin sé af öllum mögulegum toga og mjög mikil. Til að mynda kennsluvélar, rellur og þyrlur. „Þetta eru kannski óöruggustu loftförin.“ Þessum loftförum sé flogið yfir fjölmennustu svæði landsins og mikilvægar stjórnsýslubyggingar. „Það er bara það sem við viljum sjá gert, að það verði aðgerðir núna, ekki bara talað og málin tafin.“ Fréttir af flugi Reykjavíkurflugvöllur Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira
Mildi þykir að engan hafi sakað þegar nefhljól lítillar kennsluflugvélar féll af í aðflugi vélarinnar að Reykjavíkurflugvelli í gær, og féll niður á Austurvöll, nokkrum metrum framan við Alþingishúsið. Samkvæmt upplýsingum frá Rannsóknarnefnd samgönguslysa er unnið að því að safna gögnum, en vélin og hjólið eru í vörslu nefndarinnar. Flugsérfræðingar sem fréttastofa hefur rætt við segja málið með miklum ólíkindum, atvik af þessum toga séu afar fágæt svo vægt sé til orða tekið, og eigi varla að geta gerst. Kennsluflugvél Geirfugls Flugvélin er kennsluvél á vegum flugfélagsins Geirfugls. Í tilkynningu frá félaginu segir að lendingin á tveimur hjólum hafi gengið mjög vel og litlar skemmdir orðið á vélinni. „Flugfélagið Geirfugl lítur atvikið alvarlegum augum enda er flugöryggi haft að leiðarljósi í allri starfsemi félagsins. Atvik sem þessi eru sem betur fer afar fátíð. Rannsóknarnefnd samgönguslysa fer með rannsókn á málinu og mun félagið veita starfsmönnum nefndarinnar alla umbeðna aðstoð og upplýsingar í þeirri von að upplýsa megi hvað olli atvikinu,“ segir í tilkynningunni. Flugfélagið ætli ekki að tjá sig um málið að svo stöddu. Fréttatilkynning vegna flugatviks Atvik varð í gær (þriðjudaginn 10. júní 2025) í tengslum við kennsluflugvél félagsins TF-FGC þegar nefhjól vélarinnar losnaði af í aðflugi yfir miðbæ Reykjavíkur og fell til jarðar. Til allrar hamingju olli hjólið engum meiðslum eða tjóni á jörðu niðri þegar það féll til jarðar. Kennari og nemandi voru um borð í vélinni og lenti kennarinn vélinni á Reykjavíkurflugvelli eftir atvikið án nefhjóls og gekk sú lending mjög vel, engin slys urðu á fólki og litlar skemmdir á vélinni. Flugfélagið Geirfugl lítur atvikið alvarlegum augum enda er flugöryggi haft að leiðarljósi í allri starfsemi félagsins. Atvik sem þessi eru sem betur fer afar fátíð. Rannsóknarnefnd samgönguslysa fer með rannsókn á málinu og mun félagið veita starfsmönnum nefndarinnar alla umbeðna aðstoð og upplýsingar í þeirri von að upplýsa megi hvað olli atvikinu. Stjórn og starfsmenn félagsins munu ekki tjá sig frekar um atvikið fyrr en rannsókn á því er lokið. Reykjavík, 11. júní 2025 Stjórn Flugfélagsins Geirfugls ehf. Atvikið hefur orðið kveikja mikillar umræðu á samfélagsmiðlum um öryggismál og staðsetningu flugvallarins miðsvæðis í Reykjavík. Meðal þeirra sem hafa hvatt sér hljóðs eru íbúasamtökin Hljóðmörk sem hafa barist gegn því sem samtökin kalla óþarfa flugumferð um Reykjavíkurflugvöll. Daði Rafnson er í hópi fulltrúa samtakanna sem sendu frá sér grein um málið sem birtist á Vísi í morgun. Enski boltinn og fullir djammarar „Því miður kemur þetta ekkert á óvart, því að við höfum reynt að ná fundum með ráðuneytinu, samgönguráðuneytinu, til þess að benda á áhyggjur okkar af öryggismálum tengdum flugvellinum.“ Þetta sé ekki eina atvikið sem komið hafi upp. „Bara á undanförnum árum hefur legið við slysum út af því að flugumferðarstjórar eru að horfa á enska boltann, djammarar labba inn á völlinn og þurfa að vera stöðvaðir þar. Svo hafa verið ýmis atvik þar sem hurð hefur skollið nærri hælum,“ segir Daði. Flugumferðin sé af öllum mögulegum toga og mjög mikil. Til að mynda kennsluvélar, rellur og þyrlur. „Þetta eru kannski óöruggustu loftförin.“ Þessum loftförum sé flogið yfir fjölmennustu svæði landsins og mikilvægar stjórnsýslubyggingar. „Það er bara það sem við viljum sjá gert, að það verði aðgerðir núna, ekki bara talað og málin tafin.“
Fréttatilkynning vegna flugatviks Atvik varð í gær (þriðjudaginn 10. júní 2025) í tengslum við kennsluflugvél félagsins TF-FGC þegar nefhjól vélarinnar losnaði af í aðflugi yfir miðbæ Reykjavíkur og fell til jarðar. Til allrar hamingju olli hjólið engum meiðslum eða tjóni á jörðu niðri þegar það féll til jarðar. Kennari og nemandi voru um borð í vélinni og lenti kennarinn vélinni á Reykjavíkurflugvelli eftir atvikið án nefhjóls og gekk sú lending mjög vel, engin slys urðu á fólki og litlar skemmdir á vélinni. Flugfélagið Geirfugl lítur atvikið alvarlegum augum enda er flugöryggi haft að leiðarljósi í allri starfsemi félagsins. Atvik sem þessi eru sem betur fer afar fátíð. Rannsóknarnefnd samgönguslysa fer með rannsókn á málinu og mun félagið veita starfsmönnum nefndarinnar alla umbeðna aðstoð og upplýsingar í þeirri von að upplýsa megi hvað olli atvikinu. Stjórn og starfsmenn félagsins munu ekki tjá sig frekar um atvikið fyrr en rannsókn á því er lokið. Reykjavík, 11. júní 2025 Stjórn Flugfélagsins Geirfugls ehf.
Fréttir af flugi Reykjavíkurflugvöllur Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira