Halla flytur hátíðarávarpið í stað Kristrúnar Árni Sæberg skrifar 11. júní 2025 11:46 Kristrún hefur boðið Höllu að flytja hátíðarávarpið á 17. júní. Vísir/Vilhelm Hátíðardagskrá á Austurvelli á 17. júní verður með breyttu sniði í ár þar sem Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra hefur boðið Höllu Tómasdóttur forseta Íslands að flytja hátíðarávarpið, sem allt fram til þessa hefur verið í höndum forsætisráðherra. Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins segir að á þjóðhátíðardaginn fari fram hátíðarguðsþjónusta í Dómkirkjunni í Reykjavík og að henni lokinni hefst hátíðardagskrá á Austurvelli. Auk breytingar á flutningsmanni hátíðarávarpsins verði tilhögun nú með þeim hætti að athöfnin verður sýnilegri almenningi en áður. Íhaldsmaðurinn Bjarni vildi ekki víkja Guðni Th. Jóhannesson, forveri Höllu í embætti forseta, lagði til í kveðjuávarpi sínu til Alþingis síðasta sumar að forseti tæki við flutningi hátíðarávarpsins af forsætisráðherra. „Ekki hef ég viljað vekja máls á því opinberlega á meðan ég sit sjálfur á Bessastöðum en í ljósi hinnar einstöku stöðu forseta Íslands í stjórnskipun og samfélagi tel ég fara vel á því að sá eða sú sem því embætti gegnir flytji ávarp til þjóðarinnar á Austurvelli á þjóðhátíðardaginn frekar en forsætisráðherra eins og venja hefur verið,“ sagði Guðni. Þar færi stjórnmálaleiðtogi sem talaði frá degi til dags fyrir hönd ríkisstjórnar eða síns flokks. Sá maður væri því í öðrum sporum en forseti hverju sinni. Bjarni Benediktsson, þáverandi forsætisráðherra, tók ekki undir þessa hugmynd. „Ég er nú svona íhaldsmaður í grunninn og það er mjög löng hefð fyrir því á Íslandi að forsætisráðherra ávarpi þjóðina á 17. júní. Mér finnst kannski engin sérstök ástæða til að taka upp þá löngu hefð og endurhugsa hana,“ sagði Bjarni. Kristrún leggur þó blómsveiginn að minnisvarða Jóns Í tilkynningunni segir að hátíðarathöfnin á Austurvelli verði í beinni sjónvarpsútsendingu á RÚV og bein útvarpsútsending verði frá hátíðarguðsþjónustunni klukkan 10:15. Forsætisráðherra muni leggja blómsveig frá íslensku þjóðinni að minnisvarða Jóns Sigurðssonar og fjallkonan flytji ávarp, en venju samkvæmt hvíli leynd yfir því hver hún er þar til hún gengur út á völlinn. Að lokinni athöfn fari skrúðganga frá Austurvelli í Hólavallakirkjugarð. Frekari upplýsingar um hátíðarhöld og götulokanir í borginni megi nálgast á vefnum www.17juni.is. Dagskrá á Austurvelli á 17. júni, frá klukkan 11: Kórinn Graduale Nobili syngur Yfir voru ættarlandi Forsætisráðherra leggur blómsveig frá íslensku þjóðinni að minnisvarða Jóns Sigurðssonar Kór syngur þjóðsönginn Hátíðarræða forseta Íslands Kór syngur Hver á sér fegra föðurland Fjallkonan flytur ávarp Hornleikarar úr Sinfóníuhljómsveit Íslands leika Ég vil elska mitt land Skrúðganga frá Austurvelli í Hóllavallakirkjugarð við Suðurgötu kl. 11.50. Forseti Íslands Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur 17. júní Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins segir að á þjóðhátíðardaginn fari fram hátíðarguðsþjónusta í Dómkirkjunni í Reykjavík og að henni lokinni hefst hátíðardagskrá á Austurvelli. Auk breytingar á flutningsmanni hátíðarávarpsins verði tilhögun nú með þeim hætti að athöfnin verður sýnilegri almenningi en áður. Íhaldsmaðurinn Bjarni vildi ekki víkja Guðni Th. Jóhannesson, forveri Höllu í embætti forseta, lagði til í kveðjuávarpi sínu til Alþingis síðasta sumar að forseti tæki við flutningi hátíðarávarpsins af forsætisráðherra. „Ekki hef ég viljað vekja máls á því opinberlega á meðan ég sit sjálfur á Bessastöðum en í ljósi hinnar einstöku stöðu forseta Íslands í stjórnskipun og samfélagi tel ég fara vel á því að sá eða sú sem því embætti gegnir flytji ávarp til þjóðarinnar á Austurvelli á þjóðhátíðardaginn frekar en forsætisráðherra eins og venja hefur verið,“ sagði Guðni. Þar færi stjórnmálaleiðtogi sem talaði frá degi til dags fyrir hönd ríkisstjórnar eða síns flokks. Sá maður væri því í öðrum sporum en forseti hverju sinni. Bjarni Benediktsson, þáverandi forsætisráðherra, tók ekki undir þessa hugmynd. „Ég er nú svona íhaldsmaður í grunninn og það er mjög löng hefð fyrir því á Íslandi að forsætisráðherra ávarpi þjóðina á 17. júní. Mér finnst kannski engin sérstök ástæða til að taka upp þá löngu hefð og endurhugsa hana,“ sagði Bjarni. Kristrún leggur þó blómsveiginn að minnisvarða Jóns Í tilkynningunni segir að hátíðarathöfnin á Austurvelli verði í beinni sjónvarpsútsendingu á RÚV og bein útvarpsútsending verði frá hátíðarguðsþjónustunni klukkan 10:15. Forsætisráðherra muni leggja blómsveig frá íslensku þjóðinni að minnisvarða Jóns Sigurðssonar og fjallkonan flytji ávarp, en venju samkvæmt hvíli leynd yfir því hver hún er þar til hún gengur út á völlinn. Að lokinni athöfn fari skrúðganga frá Austurvelli í Hólavallakirkjugarð. Frekari upplýsingar um hátíðarhöld og götulokanir í borginni megi nálgast á vefnum www.17juni.is. Dagskrá á Austurvelli á 17. júni, frá klukkan 11: Kórinn Graduale Nobili syngur Yfir voru ættarlandi Forsætisráðherra leggur blómsveig frá íslensku þjóðinni að minnisvarða Jóns Sigurðssonar Kór syngur þjóðsönginn Hátíðarræða forseta Íslands Kór syngur Hver á sér fegra föðurland Fjallkonan flytur ávarp Hornleikarar úr Sinfóníuhljómsveit Íslands leika Ég vil elska mitt land Skrúðganga frá Austurvelli í Hóllavallakirkjugarð við Suðurgötu kl. 11.50.
Forseti Íslands Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur 17. júní Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent