Vond stjórnsýsla að teikna bara einhverja reiti á kort Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 8. júní 2025 21:28 Friðjón Friðjónsson borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segist eiga erfitt að sjá fyrir sér húsnæði á golfvellinum. Vísir Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins hefur miklar áhyggjur af hugmyndum um uppbyggingu 300 íbúða á svokölluðum framtíðarreit við 27. holu á golfvellinum við Korpúlfsstaði í Grafarvogi. Hann gagnrýnir skort á samráði við Golfklúbb Reykjavíkur en samkvæmt upplýsingagátt borgarinnar er ekkert fast í hendi. Brautin sem um ræðir er við enda vallarins og teygir framtíðarreiturinn sig eftir brautinni við Korpúlfsstaðaveg. Í vefsjá borgarinnar yfir uppbyggingarsvæðið má sjá að reiturinn á golfvellinum í Grafarvoginum er skilgreindur sem framtíðarreitur og segir þar að á þessu stigi sé ekkert ákveðið eða fast í hendi. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins gagnrýnir fyrirætlanirnar í aðsendri grein á Vísi í dag. Hann furðar sig á skilgreiningu svæðisins í vefsjánni. Önnur álitleg svæði í grenndinni „Til hvers að birta einhver svæði sem eru kannski ekki fyrirætlanir um að byggja á, bara til þess að, í raun og veru valda úlfúð og átökum í nærumhverfinu frekar en að koma bara og vera tilbúin og segja hvernig hlutirnir eiga að vera eða hefja samtalið við nærumhverfið, hvernig borgin getur séð fyrir sér framtíðina, það að teikna bara einhverja reiti á kort, mér finnst það bara vond stjórnsýsla.“ Þarna hafi verið birt gögn um að á svæðinu eigi að byggja. „Og mér vitanlega hefur ekkert samtal átt sér stað við Golfklúbbinn, eða neina þá aðila sem eru hérna í kring, eða íbúa þess vegna.“ Friðjón segir erfitt að sjá fyrir sér samvist íbúabyggðar og starfsemi golfvallarins á svæðinu, vernda þurfi slík græn svæði, önnur álitleg uppbyggingasvæði séu í grenndinni. „Það er hægt að færa hlutina til en við sjáum bara á degi sem þessum hvað þetta svæði er vinsælt og hvað þetta skiptir miklu máli fyrir borgarbúa að geta komist út og verið í hreina loftinu og rokinu. Það er hérna svæði aðeins lengra sem er þróunarreitur sem borgin hefur verið í samtali við golfklúbbinn um, þar er vel verið að það sé hægt að gera eitthvað, en svona byggingarmagn á þessum reit finnst mér eiginlega alveg galið.“ Reykjavík Húsnæðismál Golf Borgarstjórn Golfvellir Mest lesið Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið Innlent Fleiri fréttir Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Sjá meira
Brautin sem um ræðir er við enda vallarins og teygir framtíðarreiturinn sig eftir brautinni við Korpúlfsstaðaveg. Í vefsjá borgarinnar yfir uppbyggingarsvæðið má sjá að reiturinn á golfvellinum í Grafarvoginum er skilgreindur sem framtíðarreitur og segir þar að á þessu stigi sé ekkert ákveðið eða fast í hendi. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins gagnrýnir fyrirætlanirnar í aðsendri grein á Vísi í dag. Hann furðar sig á skilgreiningu svæðisins í vefsjánni. Önnur álitleg svæði í grenndinni „Til hvers að birta einhver svæði sem eru kannski ekki fyrirætlanir um að byggja á, bara til þess að, í raun og veru valda úlfúð og átökum í nærumhverfinu frekar en að koma bara og vera tilbúin og segja hvernig hlutirnir eiga að vera eða hefja samtalið við nærumhverfið, hvernig borgin getur séð fyrir sér framtíðina, það að teikna bara einhverja reiti á kort, mér finnst það bara vond stjórnsýsla.“ Þarna hafi verið birt gögn um að á svæðinu eigi að byggja. „Og mér vitanlega hefur ekkert samtal átt sér stað við Golfklúbbinn, eða neina þá aðila sem eru hérna í kring, eða íbúa þess vegna.“ Friðjón segir erfitt að sjá fyrir sér samvist íbúabyggðar og starfsemi golfvallarins á svæðinu, vernda þurfi slík græn svæði, önnur álitleg uppbyggingasvæði séu í grenndinni. „Það er hægt að færa hlutina til en við sjáum bara á degi sem þessum hvað þetta svæði er vinsælt og hvað þetta skiptir miklu máli fyrir borgarbúa að geta komist út og verið í hreina loftinu og rokinu. Það er hérna svæði aðeins lengra sem er þróunarreitur sem borgin hefur verið í samtali við golfklúbbinn um, þar er vel verið að það sé hægt að gera eitthvað, en svona byggingarmagn á þessum reit finnst mér eiginlega alveg galið.“
Reykjavík Húsnæðismál Golf Borgarstjórn Golfvellir Mest lesið Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið Innlent Fleiri fréttir Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Sjá meira