Búa sig undir margmenni á Hengil Ultra Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 6. júní 2025 12:02 Frá Hengilshlaupinu. Magnús Stefán Magnússon Utanvegahlaupið Hengill Ultra fer fram í fjórtánda sinn um helgina og hefjast leikar í dag. Skipuleggjendur búast við því að um fjögur þúsund manns muni leggja leið sína í Hveragerði þaðan sem fyrstu hlauparar leggja af stað í kvöld. Fyrstu hlaupararnir í utanvegahlaupinu Hengill Ultra munu leggja af stað úr miðbæ Hveragerðis klukkan sex í kvöld en líkt og síðustu ár verða fimm vegalengdir farnar, allt frá fimm og upp í 106 kílómetra. Einar Bárðarson, einn skipuleggjenda, segir að 1173 manns séu skráðir til leiks í ár. „Þetta er lengsta vegalengdin sem leggur af stað á föstudegi til að geta klárað á laugardegi en svo er mannamótið, stærsti hlutinn er á morgun, byrjar eldsnemma og er allan daginn,“ segir Einar. 25 hlauparar munu halda í lengstu vegalengdina í dag, 106 kílómetrar, sem eru tveir hringir á brautinni. 120 manns munu svo ræsa í fyrramálið til að hlaupa 53 kílómetra. „Svo dregur til tíðinda í 26 kílómetra klúbbnum, sem er ekki mikil vegalengd miðað við hinar, en engu að síður gríðarlegt átak, þar erum við með danska kvennalandsliðið í utanvegahlaupum mætt til leiks til að undirbúa sig fyrir heimsmeistaramótið og þar erum við með sterkustu hlaupakonu á Íslandi Andreu Kolbeinsdóttur sem ætlar að reyna sig við þær og það verður einvígi helgarinnar.“ Ljóst sé að um eina fallegustu hlaupaleið landsins sé að ræða og segir Einar búast við því að hið minnsta fjögur þúsund manns leggi leið sína í Hveragerði um helgina. „Svo er þetta bara að þróast í stærsta mannamót Hvergerðinga, það er aldrei eins mikið af gestum í Hveragerði eins og í kringum Hengil Ultra því 1200 hlauparar kalla á annað eins af ættingjum og vinum og áhangendum. Við erum með risagötugrill, miðdegistónleika með Skítamóral, sölusýningu í íþróttahúsinu og svo um kvöldið er bara risapartý sem öll eru velkomin að koma í, með Helga Björns og Prettyboitjokko og ég veit ekki hvað og hvað, þannig þetta er bara allsherjar Hengilsfestival orðið.“ Hveragerði Hlaup Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira
Fyrstu hlaupararnir í utanvegahlaupinu Hengill Ultra munu leggja af stað úr miðbæ Hveragerðis klukkan sex í kvöld en líkt og síðustu ár verða fimm vegalengdir farnar, allt frá fimm og upp í 106 kílómetra. Einar Bárðarson, einn skipuleggjenda, segir að 1173 manns séu skráðir til leiks í ár. „Þetta er lengsta vegalengdin sem leggur af stað á föstudegi til að geta klárað á laugardegi en svo er mannamótið, stærsti hlutinn er á morgun, byrjar eldsnemma og er allan daginn,“ segir Einar. 25 hlauparar munu halda í lengstu vegalengdina í dag, 106 kílómetrar, sem eru tveir hringir á brautinni. 120 manns munu svo ræsa í fyrramálið til að hlaupa 53 kílómetra. „Svo dregur til tíðinda í 26 kílómetra klúbbnum, sem er ekki mikil vegalengd miðað við hinar, en engu að síður gríðarlegt átak, þar erum við með danska kvennalandsliðið í utanvegahlaupum mætt til leiks til að undirbúa sig fyrir heimsmeistaramótið og þar erum við með sterkustu hlaupakonu á Íslandi Andreu Kolbeinsdóttur sem ætlar að reyna sig við þær og það verður einvígi helgarinnar.“ Ljóst sé að um eina fallegustu hlaupaleið landsins sé að ræða og segir Einar búast við því að hið minnsta fjögur þúsund manns leggi leið sína í Hveragerði um helgina. „Svo er þetta bara að þróast í stærsta mannamót Hvergerðinga, það er aldrei eins mikið af gestum í Hveragerði eins og í kringum Hengil Ultra því 1200 hlauparar kalla á annað eins af ættingjum og vinum og áhangendum. Við erum með risagötugrill, miðdegistónleika með Skítamóral, sölusýningu í íþróttahúsinu og svo um kvöldið er bara risapartý sem öll eru velkomin að koma í, með Helga Björns og Prettyboitjokko og ég veit ekki hvað og hvað, þannig þetta er bara allsherjar Hengilsfestival orðið.“
Hveragerði Hlaup Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira