Öllum sagt upp: „Ekkert verið að hugsa um félagsmiðstöðvastarf“ Agnar Már Másson skrifar 6. júní 2025 13:05 Starfsfólk lýsir þungum áhyggjum af starfi félagsmiðstöðva á Akureyri. Vísir/Vilhelm Þrettán starfsmönnum á félagsmiðstöðvum Akureyrarbæjar var sagt upp á dögunum þar sem bæjaryfirvöld færðu rekstur þeirra undir skólana. Tíu manns voru boðin störf undir nýju fyrirkomulagi en ekki endilega sömu störf. Starfsfólk lýsir áhyggjum af því að frístundastarf í bænum rýrist. Félagsmiðstöðvarnar á Akureyri eru einar sinnar tegundar þar sem þær hafa hingað til verið reknar óháð grunnskólunum. FÉLAK rekur þar félagsmiðstöðvar fyrir börn frá 5.-10. bekk en einnig hefur stofnunin haldið utan um félagsstarf fyrir ungmenni allt upp í 30 ára aldur, ef enn má ungmenni kalla. Akureyrarbær hefur nú ákveðið að leggja FÉLAK niður í núverandi mynd og fella félagsmiðstöðvar barna undir grunnskólana. Starfsfólk FÉLAK hefur áhyggjur af því að samþætting félagsmiðstöðvanna við skólakerfið geti dregið úr þátttöku í félagsstarfinu. Linda Björk Pálsdóttir, forvarna- og félagsmálaráðgjafi á Akureyri, segir að starfsfólk sé gáttað á breytingunum og átti sig ekki á því hverjum þær eiga að gagna. Óvissa sé einnig uppi um hvert félagsstarf fyrir eldri ungmennin muni fara, að sögn Lindu, sem telur þó líklegt að það muni falla undir hatt Félagsmiðstöðva aldraðra. „Og þú getur rétt ímyndað þér það. Það eru ekki margir 16 ára sem samsama sig með öldruðu fólki,“ segir Linda Björk í samtali við fréttastofu. Engin samskipti við starfsfólk Hún segir að bæjaryfirvöld hafi ekki haft í nokkrum samskiptum við fagaðila í æskulýðsgeiranum áður en þau hrintu breytingunum í framkvæmt, heldur aðeins skólafólk og sveitarstjórnarfólk. „Þau vildu ekki að við vissum að þessu,“ heldur Linda fram. Þannig hafi þrettán manns verið sagt upp án áminningar, en tíu verið boðið annað undir nýju fyrirkomulagi, flestum hafi verið boðið „allt annað starf“. Lindu var sjálfri boðið starf sem „félagsmiðstöðvarfulltrúi“ en hún, sem hefur starfað í frístundastarfi í 25 ár, að segist óviss hvort hún þiggi það. Hvers vegna heldurðu að skólinn hafi verið að þessu? Eru þau að spara? „Nei, ég get ekki séð að þetta sé sparnaður í krónum fyrir bæinn,“ segir hún. „Þau ætla sér að ráða sjö nýja deildarstjóra. En við höfum ekki fengið svör.“ Gagnist aðeins skólunum Linda telur líklegt að breytingarnar séu skólamiðaðar. „Þetta er bara skólamiðað. Þetta snýst allt um skólann. Skólabragur, skólaandi, skólareglur, bara skóli skóli skóli,“ segir hún, en það breyti dýnamíkinni milli nemenda og starfsfólks félagsmiðstöðva. Allt í einu er væri ekki lengur starfsmaður félagsmiðstöðvar, heldur starfsmaður skólans, og fyrir vikið beri börnin minna traust til starfsmannanna. Í yfirlýsingu sem starfsfólk FÉLAK sendi út í gær kom fram að Fjármögnun starfsemi FÉLAK hefði verið ófullnægjandi síðustu ár og ítrekað væri óskað eftir frekari stuðningi til að mæta þörfum barna og ungs fólks sem hefðu aukist til muna síðustu misseri. „Ég tel að þessi breyting sé til þess a[ reyna að laga agavandamál í skólum og takast á við vandamál sem tengjast ekki kennslu,“ segir Linda. „Það er ekkert verið að hugsa um félagsmiðstöðvastarf.“ Skóla- og menntamál Akureyri Vinnumarkaður Mest lesið „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Innlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Félagsmiðstöðvarnar á Akureyri eru einar sinnar tegundar þar sem þær hafa hingað til verið reknar óháð grunnskólunum. FÉLAK rekur þar félagsmiðstöðvar fyrir börn frá 5.-10. bekk en einnig hefur stofnunin haldið utan um félagsstarf fyrir ungmenni allt upp í 30 ára aldur, ef enn má ungmenni kalla. Akureyrarbær hefur nú ákveðið að leggja FÉLAK niður í núverandi mynd og fella félagsmiðstöðvar barna undir grunnskólana. Starfsfólk FÉLAK hefur áhyggjur af því að samþætting félagsmiðstöðvanna við skólakerfið geti dregið úr þátttöku í félagsstarfinu. Linda Björk Pálsdóttir, forvarna- og félagsmálaráðgjafi á Akureyri, segir að starfsfólk sé gáttað á breytingunum og átti sig ekki á því hverjum þær eiga að gagna. Óvissa sé einnig uppi um hvert félagsstarf fyrir eldri ungmennin muni fara, að sögn Lindu, sem telur þó líklegt að það muni falla undir hatt Félagsmiðstöðva aldraðra. „Og þú getur rétt ímyndað þér það. Það eru ekki margir 16 ára sem samsama sig með öldruðu fólki,“ segir Linda Björk í samtali við fréttastofu. Engin samskipti við starfsfólk Hún segir að bæjaryfirvöld hafi ekki haft í nokkrum samskiptum við fagaðila í æskulýðsgeiranum áður en þau hrintu breytingunum í framkvæmt, heldur aðeins skólafólk og sveitarstjórnarfólk. „Þau vildu ekki að við vissum að þessu,“ heldur Linda fram. Þannig hafi þrettán manns verið sagt upp án áminningar, en tíu verið boðið annað undir nýju fyrirkomulagi, flestum hafi verið boðið „allt annað starf“. Lindu var sjálfri boðið starf sem „félagsmiðstöðvarfulltrúi“ en hún, sem hefur starfað í frístundastarfi í 25 ár, að segist óviss hvort hún þiggi það. Hvers vegna heldurðu að skólinn hafi verið að þessu? Eru þau að spara? „Nei, ég get ekki séð að þetta sé sparnaður í krónum fyrir bæinn,“ segir hún. „Þau ætla sér að ráða sjö nýja deildarstjóra. En við höfum ekki fengið svör.“ Gagnist aðeins skólunum Linda telur líklegt að breytingarnar séu skólamiðaðar. „Þetta er bara skólamiðað. Þetta snýst allt um skólann. Skólabragur, skólaandi, skólareglur, bara skóli skóli skóli,“ segir hún, en það breyti dýnamíkinni milli nemenda og starfsfólks félagsmiðstöðva. Allt í einu er væri ekki lengur starfsmaður félagsmiðstöðvar, heldur starfsmaður skólans, og fyrir vikið beri börnin minna traust til starfsmannanna. Í yfirlýsingu sem starfsfólk FÉLAK sendi út í gær kom fram að Fjármögnun starfsemi FÉLAK hefði verið ófullnægjandi síðustu ár og ítrekað væri óskað eftir frekari stuðningi til að mæta þörfum barna og ungs fólks sem hefðu aukist til muna síðustu misseri. „Ég tel að þessi breyting sé til þess a[ reyna að laga agavandamál í skólum og takast á við vandamál sem tengjast ekki kennslu,“ segir Linda. „Það er ekkert verið að hugsa um félagsmiðstöðvastarf.“
Skóla- og menntamál Akureyri Vinnumarkaður Mest lesið „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Innlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent