Börn verði að fá þau skilaboð að ofbeldi gegn þeim sé aldrei réttlætanlegt Lovísa Arnardóttir skrifar 5. júní 2025 21:26 Elísabet vonar að niðurstöðurnar leiði til breytinga innan lögreglunnar. Vísir/Sigurjón Fá mál sem Barnavernd Reykjavíkur vísar til lögreglu, þar sem grunur leikur á alvarlegu ofbeldi gegn barni, leiða til ákæru. Þetta sýnir meistararannsókn Elísabetar Gunnarsdóttur, félagsráðgjafa og deildarstjóra hjá Barnavernd Reykjavíkur. Á sama tíma og ákærur eru fáar og fá mál eru send til lögreglu hefur tilkynningum til barnaverndar fjölgað jafnt og þétt úr 214 árið 2015 í 485 árið 2024. Elísabet skoðaði í rannsókn sinni alls 113 mál. „Þar lágu að baki 107 börn því málum sex barna hafði verið vísað í tvígang til lögreglu. Það voru 107 börn og það var gefin út ákæra í málum 22 barna af þeim 107 sem rannsóknin tók til,“ segir Elísabet. Tilkynningum hefur fjölgað verulega en málin eru alltaf fá sem enda hjá lögreglu. Málin sem enda hjá lögreglu eru því, hlutfallslega, afar fá. Elísabet segir það háð mati starfsmanns barnaverndar hvenær mál fara þangað og sú ákvörðun sé alltaf tekin með hagsmuni barnsins að leiðarljósi. Misjafnt var hvers kyns ofbeldi börnin voru beitt. Misjafnt er hvers kyns ofbeldi börnin voru beitt. „Í málum 64 barna var grunur um að það hefði verið slegið, lamið eða kýlt og það var algengasta tegund ofbeldisins sem var um ræða. í 34 tilfellum var grunur um að barn hefði verið slegið með einhverju, það var algengast að það hefði verið slegið með priki eða belti og í einu tilfelli var grunur um að barn hefði verið slegið með stálröri Misjafnt er eftir árum hversu mörgum málum var svo vísað til lögreglunnar. en í meirihluta tilfella var svo ekki gefin út ákæra, eða aðeins í 22 málum. Niðurstaða fyrir dómi var svo sú að tíu foreldrar hlutu dóm. Afdrif mála hjá lögreglunni. „Þetta er viðkvæmur málaflokkur og sönnunarbyrðin er afskaplega þung, þannig ég held að það skýri það að hluta til.“ Fjallað var um ofbeldi gegn börnum á málþingi í HR sem skipulagt var í kringum rannsókn Elísabetar. Hún segir áríðandi að skilaboð samfélagsins til barna séu skýr. „Ég held að við verðum allavega að huga að því hvaða skilaboð við erum að gefa þessum börnum. Það verður að vanda vel til verka þegar kemur að þessum málaflokki. Um er að ræða börn sem hafa upplifað og orðið fyrir líkamlegu ofbeldi og við verðum að passa að gefa þau skilaboð að ofbeldi er aldrei réttlætanlegt.“ Heimilisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Háskólar Tengdar fréttir Metfjöldi barna í Kvennaathvarfinu Metfjöldi barna hefur dvalið það sem af er ári í Kvennaathvarfinu. Framkvæmdastýra segir ofbeldi alvarlegra og meira og erfitt að horfa upp á stöðuga fjölgun ofbeldismála. Á sama tíma sé erfiðara að losna undan slíku ofbeldi. 5. júní 2025 13:00 Hlutfall barna sem beitti foreldra eða skylda ofbeldi tvöfaldaðist Skráðum tilkynningum um heimilisofbeldi hefur fjölgað um fimmtán prósent fyrstu mánuði ársins. Margar þeirra varða ofbeldi barna gegn foreldrum sínum eða ofbeldi foreldra gegn börnum sínum. Lögregla hefur verið í skráningarátaki en telur þó fjölgun umfram það. 4. júní 2025 19:03 Tilkynningum um heimilisofbeldi fjölgar og endurfrumsýning Brúðubílsins Tilkynningum um heimilisofbeldi hefur fjölgað um 15 prósent á fyrstu mánuðum ársins. Mest fjölgar um tilkynningar um ofbeldi sem tengist börnum. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. 4. júní 2025 18:13 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Píratar kjósa formann í lok mánaðar Innlent Fleiri fréttir Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Sjá meira
Á sama tíma og ákærur eru fáar og fá mál eru send til lögreglu hefur tilkynningum til barnaverndar fjölgað jafnt og þétt úr 214 árið 2015 í 485 árið 2024. Elísabet skoðaði í rannsókn sinni alls 113 mál. „Þar lágu að baki 107 börn því málum sex barna hafði verið vísað í tvígang til lögreglu. Það voru 107 börn og það var gefin út ákæra í málum 22 barna af þeim 107 sem rannsóknin tók til,“ segir Elísabet. Tilkynningum hefur fjölgað verulega en málin eru alltaf fá sem enda hjá lögreglu. Málin sem enda hjá lögreglu eru því, hlutfallslega, afar fá. Elísabet segir það háð mati starfsmanns barnaverndar hvenær mál fara þangað og sú ákvörðun sé alltaf tekin með hagsmuni barnsins að leiðarljósi. Misjafnt var hvers kyns ofbeldi börnin voru beitt. Misjafnt er hvers kyns ofbeldi börnin voru beitt. „Í málum 64 barna var grunur um að það hefði verið slegið, lamið eða kýlt og það var algengasta tegund ofbeldisins sem var um ræða. í 34 tilfellum var grunur um að barn hefði verið slegið með einhverju, það var algengast að það hefði verið slegið með priki eða belti og í einu tilfelli var grunur um að barn hefði verið slegið með stálröri Misjafnt er eftir árum hversu mörgum málum var svo vísað til lögreglunnar. en í meirihluta tilfella var svo ekki gefin út ákæra, eða aðeins í 22 málum. Niðurstaða fyrir dómi var svo sú að tíu foreldrar hlutu dóm. Afdrif mála hjá lögreglunni. „Þetta er viðkvæmur málaflokkur og sönnunarbyrðin er afskaplega þung, þannig ég held að það skýri það að hluta til.“ Fjallað var um ofbeldi gegn börnum á málþingi í HR sem skipulagt var í kringum rannsókn Elísabetar. Hún segir áríðandi að skilaboð samfélagsins til barna séu skýr. „Ég held að við verðum allavega að huga að því hvaða skilaboð við erum að gefa þessum börnum. Það verður að vanda vel til verka þegar kemur að þessum málaflokki. Um er að ræða börn sem hafa upplifað og orðið fyrir líkamlegu ofbeldi og við verðum að passa að gefa þau skilaboð að ofbeldi er aldrei réttlætanlegt.“
Heimilisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Háskólar Tengdar fréttir Metfjöldi barna í Kvennaathvarfinu Metfjöldi barna hefur dvalið það sem af er ári í Kvennaathvarfinu. Framkvæmdastýra segir ofbeldi alvarlegra og meira og erfitt að horfa upp á stöðuga fjölgun ofbeldismála. Á sama tíma sé erfiðara að losna undan slíku ofbeldi. 5. júní 2025 13:00 Hlutfall barna sem beitti foreldra eða skylda ofbeldi tvöfaldaðist Skráðum tilkynningum um heimilisofbeldi hefur fjölgað um fimmtán prósent fyrstu mánuði ársins. Margar þeirra varða ofbeldi barna gegn foreldrum sínum eða ofbeldi foreldra gegn börnum sínum. Lögregla hefur verið í skráningarátaki en telur þó fjölgun umfram það. 4. júní 2025 19:03 Tilkynningum um heimilisofbeldi fjölgar og endurfrumsýning Brúðubílsins Tilkynningum um heimilisofbeldi hefur fjölgað um 15 prósent á fyrstu mánuðum ársins. Mest fjölgar um tilkynningar um ofbeldi sem tengist börnum. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. 4. júní 2025 18:13 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Píratar kjósa formann í lok mánaðar Innlent Fleiri fréttir Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Sjá meira
Metfjöldi barna í Kvennaathvarfinu Metfjöldi barna hefur dvalið það sem af er ári í Kvennaathvarfinu. Framkvæmdastýra segir ofbeldi alvarlegra og meira og erfitt að horfa upp á stöðuga fjölgun ofbeldismála. Á sama tíma sé erfiðara að losna undan slíku ofbeldi. 5. júní 2025 13:00
Hlutfall barna sem beitti foreldra eða skylda ofbeldi tvöfaldaðist Skráðum tilkynningum um heimilisofbeldi hefur fjölgað um fimmtán prósent fyrstu mánuði ársins. Margar þeirra varða ofbeldi barna gegn foreldrum sínum eða ofbeldi foreldra gegn börnum sínum. Lögregla hefur verið í skráningarátaki en telur þó fjölgun umfram það. 4. júní 2025 19:03
Tilkynningum um heimilisofbeldi fjölgar og endurfrumsýning Brúðubílsins Tilkynningum um heimilisofbeldi hefur fjölgað um 15 prósent á fyrstu mánuðum ársins. Mest fjölgar um tilkynningar um ofbeldi sem tengist börnum. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. 4. júní 2025 18:13