Biðjast afsökunar á ummælum björgunarmanns Agnar Már Másson skrifar 5. júní 2025 15:59 Björgunarsveitin Dalvík hélt inn í Skíðadal til að aðstoða bændur við að koma sauðfé í skjól. Landsbjörg Björgunarsveitin Dalvík hefur leiðrétt og beðist afsökunar á „full hvössum“ ummælum björgunarmanns sem sagði að sveitin hefði ítrekað sinnt útköllum á ákveðnum sveitarbæ. Sveitin harmar að ummælin hafi orðið ábúendum til ama. Á þriðjudaginn fjölluðu fjölmiðlar um útkall björgunarsveitarinnar um að aðstoða bændur í Skíðadal við að koma fé í skjól vegna fannfergis, en þá voru gular og appelsínugular veðurviðaranir í gildi víða á landinu. Björgunarsveitin segir í færslu á Facebook að vel hafi tekist til og að björgunarsveitin, ásamt ábúendum og nágrönnum, hafi fundið megnið af því fé sem var í vandræðum og komum því á hús. Eitt skyggi þó á þessa vel heppnuðu aðgerð. „Í viðtali við blaðamann var beitt full hvössu orðalagi og misskilningur kom upp, varðandi að sveitin hafi ítrekað þurft að fara í útköll á umræddan sveitabæ,“ segir í yfirlýsingu björgunarsveitarinnar og er þar sennilega vísað til viðtals mbl.is við Björn Má Björnsson björgunarmann, sem sagði að sveitin hefði þurft að sinna eins útkalli á sama bæ á sama tíma í fyrra. „Viljum við leiðrétta að björgunarsveitin hefur ekki verið kölluð út til aðstoðar á þessum bæ áður, þó einstaka félagar hafi áður veitt þar aðstoð. Okkur þykir leitt að eftirmálar þessa verkefnis hafi orðið ábúendum til ama og biðjum við þau innilegrar velvirðingar,“ skrifar sveitin. „Björgunarsveitin Dalvík mun hér eftir sem hingað til, ávallt vera reiðubúin til að koma til aðstoðar bændum hér í sveit, sama hvað á gengur.“ Ekki náðist í björgunarmanninn Björn Má Björnsson við vinnslu fréttar. Veður Björgunarsveitir Dalvíkurbyggð Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Innlent Fleiri fréttir Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Sjá meira
Á þriðjudaginn fjölluðu fjölmiðlar um útkall björgunarsveitarinnar um að aðstoða bændur í Skíðadal við að koma fé í skjól vegna fannfergis, en þá voru gular og appelsínugular veðurviðaranir í gildi víða á landinu. Björgunarsveitin segir í færslu á Facebook að vel hafi tekist til og að björgunarsveitin, ásamt ábúendum og nágrönnum, hafi fundið megnið af því fé sem var í vandræðum og komum því á hús. Eitt skyggi þó á þessa vel heppnuðu aðgerð. „Í viðtali við blaðamann var beitt full hvössu orðalagi og misskilningur kom upp, varðandi að sveitin hafi ítrekað þurft að fara í útköll á umræddan sveitabæ,“ segir í yfirlýsingu björgunarsveitarinnar og er þar sennilega vísað til viðtals mbl.is við Björn Má Björnsson björgunarmann, sem sagði að sveitin hefði þurft að sinna eins útkalli á sama bæ á sama tíma í fyrra. „Viljum við leiðrétta að björgunarsveitin hefur ekki verið kölluð út til aðstoðar á þessum bæ áður, þó einstaka félagar hafi áður veitt þar aðstoð. Okkur þykir leitt að eftirmálar þessa verkefnis hafi orðið ábúendum til ama og biðjum við þau innilegrar velvirðingar,“ skrifar sveitin. „Björgunarsveitin Dalvík mun hér eftir sem hingað til, ávallt vera reiðubúin til að koma til aðstoðar bændum hér í sveit, sama hvað á gengur.“ Ekki náðist í björgunarmanninn Björn Má Björnsson við vinnslu fréttar.
Veður Björgunarsveitir Dalvíkurbyggð Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Innlent Fleiri fréttir Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Sjá meira