Strandveiðimenn huga að samstöðufundi við Austurvöll Jón Ísak Ragnarsson skrifar 4. júní 2025 19:02 Kjartan Páll Sveinsson er formaður Strandveiðifélags Íslands. Myndin er frá mótmælum strandveiðimanna á Austurvelli sumarið 2023. Vísir/Ívar Fannar Strandveiðisjómenn liggja nú margir undir feldi og íhuga hvort boða eigi til samstöðu- og stuðningsfundar með ríkisstjórninni á Austurvelli á föstudaginn. Umræður standa yfir um strandveiðifrumvarp ríkisstjórnarinnar sem á að tryggja 48 daga veiðitímabil í sumar, en strandveiðimenn óttast að stjórnarandstaðan ætli að tefja afgreiðslu málsins um of. „Það svona lítur allt út fyrir það að stjórnarandstaðan sé núna að skella þessu í málþóf, þeir voru til miðnættis í gær og núna aftur í dag eru þeir að bulla um ekki neitt. En ef þeim tekst að setja þetta í gott málþóf og frumvarpið fer ekki í gegn þá fáum við ekki okkar 48 daga,“ segir Kjartan Páll Sveinsson, en hann er formaður Strandveiðifélags Íslands. Hefur þú áhyggjur af því að málið verði ekki afgreitt fyrir þinglok? „Já ég hef raunverulegar áhyggjur af því. Af því maður sér það að þau eru bara að teygja lopann og tefja,“ segir Kjartan. Hann segir að endanleg ákvörðun hafi ekki verið tekin um mögulegan fund á Austurvelli á föstudaginn. Þeir ætli að sjá til hvað stjórnarandstaðan gerir. Kjartan segir að markmiðið með fundinum væri að sýna ríkisstjórninni stuðning og hvetja þau áfram til góðra verka. Hópurinn yrði á Austurvelli, eða ef fámennt verður yrðu þeir í sjóstökkunum á þingpöllunum. „Maður var nú svona hálfpartinn að vona að þurfa ekki að mæta á Austurvöll í sumar, og það var ekkert útlit fyrir það. En það er samt svolítið gaman að fara til að styðja ríkisstjórnina í þetta skiptið, það er tilbreyting,“ segir Kjartan. Sjávarútvegur Alþingi Strandveiðar Tengdar fréttir „Verið að búa til óseðjandi kerfi þar sem bátum mun fjölga“ Árni Sverrisson, formaður Félags skipstjórnarmanna, segir í viðtali við Bítið á Bylgjunni að nýtt strandveiðifrumvarp sem Hanna Katrín Friðriksson, atvinnuvegaráðherra, lagði fram á Alþingi í gær muni búa til ný vandamál: fleiri báta á strandveiðum og óseðjandi kerfi. 30. maí 2025 13:02 Ætla ekki að minnka leyfilegan dagsafla Sigurjón Þórðarson segir að ríkisstjórnin ætli ekki að gera breytingar á því magni sem heimilt er að veiða í hverri veiðiferð á strandveiðum. Slíkar hugmyndir hafi verið viðraðar í ráðuneytinu en ríkisstjórnin hafi verið sammála um að gera það alls ekki. 29. maí 2025 17:36 Mest lesið Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Sjá meira
„Það svona lítur allt út fyrir það að stjórnarandstaðan sé núna að skella þessu í málþóf, þeir voru til miðnættis í gær og núna aftur í dag eru þeir að bulla um ekki neitt. En ef þeim tekst að setja þetta í gott málþóf og frumvarpið fer ekki í gegn þá fáum við ekki okkar 48 daga,“ segir Kjartan Páll Sveinsson, en hann er formaður Strandveiðifélags Íslands. Hefur þú áhyggjur af því að málið verði ekki afgreitt fyrir þinglok? „Já ég hef raunverulegar áhyggjur af því. Af því maður sér það að þau eru bara að teygja lopann og tefja,“ segir Kjartan. Hann segir að endanleg ákvörðun hafi ekki verið tekin um mögulegan fund á Austurvelli á föstudaginn. Þeir ætli að sjá til hvað stjórnarandstaðan gerir. Kjartan segir að markmiðið með fundinum væri að sýna ríkisstjórninni stuðning og hvetja þau áfram til góðra verka. Hópurinn yrði á Austurvelli, eða ef fámennt verður yrðu þeir í sjóstökkunum á þingpöllunum. „Maður var nú svona hálfpartinn að vona að þurfa ekki að mæta á Austurvöll í sumar, og það var ekkert útlit fyrir það. En það er samt svolítið gaman að fara til að styðja ríkisstjórnina í þetta skiptið, það er tilbreyting,“ segir Kjartan.
Sjávarútvegur Alþingi Strandveiðar Tengdar fréttir „Verið að búa til óseðjandi kerfi þar sem bátum mun fjölga“ Árni Sverrisson, formaður Félags skipstjórnarmanna, segir í viðtali við Bítið á Bylgjunni að nýtt strandveiðifrumvarp sem Hanna Katrín Friðriksson, atvinnuvegaráðherra, lagði fram á Alþingi í gær muni búa til ný vandamál: fleiri báta á strandveiðum og óseðjandi kerfi. 30. maí 2025 13:02 Ætla ekki að minnka leyfilegan dagsafla Sigurjón Þórðarson segir að ríkisstjórnin ætli ekki að gera breytingar á því magni sem heimilt er að veiða í hverri veiðiferð á strandveiðum. Slíkar hugmyndir hafi verið viðraðar í ráðuneytinu en ríkisstjórnin hafi verið sammála um að gera það alls ekki. 29. maí 2025 17:36 Mest lesið Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Sjá meira
„Verið að búa til óseðjandi kerfi þar sem bátum mun fjölga“ Árni Sverrisson, formaður Félags skipstjórnarmanna, segir í viðtali við Bítið á Bylgjunni að nýtt strandveiðifrumvarp sem Hanna Katrín Friðriksson, atvinnuvegaráðherra, lagði fram á Alþingi í gær muni búa til ný vandamál: fleiri báta á strandveiðum og óseðjandi kerfi. 30. maí 2025 13:02
Ætla ekki að minnka leyfilegan dagsafla Sigurjón Þórðarson segir að ríkisstjórnin ætli ekki að gera breytingar á því magni sem heimilt er að veiða í hverri veiðiferð á strandveiðum. Slíkar hugmyndir hafi verið viðraðar í ráðuneytinu en ríkisstjórnin hafi verið sammála um að gera það alls ekki. 29. maí 2025 17:36