Hlýjasti maímánuður á landinu frá upphafi mælinga Kjartan Kjartansson skrifar 4. júní 2025 13:26 Gróður tók óvenjusnemma við sér í ár. Vorið, og maímánuður sérstaklega, var það hlýjasta frá upphafi mælinga. Vísir/Anton Brink Nýliðinn maímánuður var sá hlýjasti á landsvísu frá upphafi mælinga. Sett voru ný meðal- og hámarkshitamet fyrir mánuðinn á flestum veðurstöðvum landsins. Mesta hitabylgja sem vitað er um á íslandi í maímánuði setti svip sinn á mánuðinn. Hún stóð yfir dagana 13. til 22. maí og náði yfir allt landið. Markvert þykir hversu snemma árs hitabylgjan átti sér stað, hversu lengi hún stóð yfir og hversu útbreidd hún var. Hlýindakaflinn náði hámarki dagana 17. og 18. maí þegar hiti mældist tuttugu stig eða meira á um helmingi veðurstöðva landsins, að því er kemur fram í samantekt Veðurstofur Íslands á tíðarfari í maí. Nýtt hámarkshitamet fyrir landið í maí var sett þegar hitamælirinn fór í 26,6 gráður á Egilsstaðaflugvelli. Það var gráðu meira en fyrra met sem var sett á Vopnafirði árið 1992. Nánast allar veðurstöðvar landsins skráðu ný hámarkshitamet fyrir maímánuð. Landsmet á Akureyri Mánaðarhitinn í maí var langt yfir meðaltali á landinu öllu en sérstaklega á hálendinu norðaustan- og austanlands þar sem meðalhitinn var fimm stigum hærri en undanfarin tíu ár að meðaltali. Hæsti mánaðarhitinn mældist 10,1 gráða á Akureyri sem er nýtt landsmet. Það var tæpum fjórum gráðum hlýrra en meðallag maímánaðar þar á þrjátíu ára tímabili frá 1991 til 2020 en þremur og hálfum gráðum yfir meðallagi síðustu tíu ára. Í Reykjavík var meðalhitinn níu stig, 2,3 stigum yfir meðaltali áranna 1991 til 2020 og síðustu tíu ára. Hlýjasta vor frá upphafi Vorið í heild, apríl og maí, var það hlýjasta frá upphafi mælinga. Auk hitabylgjunnar í maí var sérlega hlýtt í byrjun apríl. Meðalhiti í Reykjavík þessa tvo mánuði mældist 7,4 stig en það er 2,2 stigum hærra en 30 ára meðaltalið frá 1991 til 2020. Sami meðalhiti var á Akureyri í vor en þar hann þremur stigum yfir meðallaginu. Meðalhiti fyrstu fimm mánaða ársins var 4,1 stig í Reykjavík, 1,6 stigum yfir meðaltalinu frá 1991 til 2020. Það gerir byrjun ársins að þeirri þriðju hlýjustu undanfarin 155 ár. Á Akureyri mældist meðalhitinn 3,1 stig sem var 1,7 stigum yfir meðaltali. Veður Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Fleiri fréttir Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Sjá meira
Mesta hitabylgja sem vitað er um á íslandi í maímánuði setti svip sinn á mánuðinn. Hún stóð yfir dagana 13. til 22. maí og náði yfir allt landið. Markvert þykir hversu snemma árs hitabylgjan átti sér stað, hversu lengi hún stóð yfir og hversu útbreidd hún var. Hlýindakaflinn náði hámarki dagana 17. og 18. maí þegar hiti mældist tuttugu stig eða meira á um helmingi veðurstöðva landsins, að því er kemur fram í samantekt Veðurstofur Íslands á tíðarfari í maí. Nýtt hámarkshitamet fyrir landið í maí var sett þegar hitamælirinn fór í 26,6 gráður á Egilsstaðaflugvelli. Það var gráðu meira en fyrra met sem var sett á Vopnafirði árið 1992. Nánast allar veðurstöðvar landsins skráðu ný hámarkshitamet fyrir maímánuð. Landsmet á Akureyri Mánaðarhitinn í maí var langt yfir meðaltali á landinu öllu en sérstaklega á hálendinu norðaustan- og austanlands þar sem meðalhitinn var fimm stigum hærri en undanfarin tíu ár að meðaltali. Hæsti mánaðarhitinn mældist 10,1 gráða á Akureyri sem er nýtt landsmet. Það var tæpum fjórum gráðum hlýrra en meðallag maímánaðar þar á þrjátíu ára tímabili frá 1991 til 2020 en þremur og hálfum gráðum yfir meðallagi síðustu tíu ára. Í Reykjavík var meðalhitinn níu stig, 2,3 stigum yfir meðaltali áranna 1991 til 2020 og síðustu tíu ára. Hlýjasta vor frá upphafi Vorið í heild, apríl og maí, var það hlýjasta frá upphafi mælinga. Auk hitabylgjunnar í maí var sérlega hlýtt í byrjun apríl. Meðalhiti í Reykjavík þessa tvo mánuði mældist 7,4 stig en það er 2,2 stigum hærra en 30 ára meðaltalið frá 1991 til 2020. Sami meðalhiti var á Akureyri í vor en þar hann þremur stigum yfir meðallaginu. Meðalhiti fyrstu fimm mánaða ársins var 4,1 stig í Reykjavík, 1,6 stigum yfir meðaltalinu frá 1991 til 2020. Það gerir byrjun ársins að þeirri þriðju hlýjustu undanfarin 155 ár. Á Akureyri mældist meðalhitinn 3,1 stig sem var 1,7 stigum yfir meðaltali.
Veður Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Fleiri fréttir Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Sjá meira